Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 15

Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Leikur Fátt gleður vegfarendur höfuðborgarinnar meira en að rekast á vinalega kisu sem er til í að láta leika við sig og mynda í bak og fyrir. Þessi guli köttur var mjög samvinnuþýður. Kristinn Magnússon Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á hvernig lánveit- ingar fjármálafyrir- tækja horfa við um- boðssvikaákvæði 249. gr. almennra hegning- arlaga. Borin verða saman tvö mál þar sem stjórnendur fjármála- fyrirtækja voru ákærðir fyrir um- boðssvik fyrir þátt sinn í tilteknum lánveitingum við- komandi fyrirtækja. Annað málið er svonefnt Exeter-mál en þar voru ákærðu sakfelldir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga Byrs sparisjóðs til að fjármagna kaup á stofn- fjárbréfum í sparisjóðnum (dómar Hæstaréttar frá 7. júní 2012 í máli nr. 442/2011 og frá 31. október 2013 í máli nr. 135/2013). Hitt málið er svokallað SPRON-mál, þar sem sýknað var af umboðssvikaákæru vegna lánveitingar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) til Exista hf. (dómur Hæstaréttar frá 19. janúar 2017 í máli nr. 525/2015). Í grein höfundar sem birtist í Morgunblaðinu 1. apríl sl. var fjallað um skilyrði umboðssvika með áherslu á skilyrðið um auðgunar- ásetning. Í greininni var komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin gagn- rýni á dómaframkvæmd Hæsta- réttar í málum tengdum efnahags- hruninu ætti ekki rétt á sér. Þannig hafi lengi verið lagt til grundvallar í dómaframkvæmd að nægilegt sé til sakfellingar fyrir umboðssvik að hinn brotlegi misnoti aðstöðu sína, t.d. sem starfsmaður eða stjórnandi fyrirtækis, þannig að veruleg fjár- tjónshætta hljótist af, að uppfylltum öðrum skilyrðum brotsins. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrver- andi hæstaréttardóm- ari ritaði einnig grein í Morgunblaðið um sama viðfangsefni 3. apríl sl., þar sem önd- verðum sjónarmiðum var haldið fram meðal annars um skýringu á skilyrðinu um auðg- unarásetning. Í grein hans var jafnframt vitnað til umfjöllunar dr. Erik Werlauff hæstaréttarlögmanns og prófessors við Háskólann í Ála- borg um hvernig skilyrðið um auðg- unarásetning er skýrt í tengslum við umboðssvik í dönskum rétti. Exeter-málið Exeter-málið snerist um tvær lánveitingar Byrs sparisjóðs til Tæknisetursins Arkea ehf. (síðar Exeter Holdings ehf.) sem áttu sér stað 13. október 2008 og 29. desem- ber 2008 og námu samanlagt rúm- um einum milljarði króna. Til- gangur lánveitinganna var að fjármagna kaup Exeter Holdings ehf. á stofnfjárbréfum í sparisjóðn- um. Seljendur bréfanna voru MP banki hf., formaður stjórnar Byrs sparisjóðs, sem og tilteknir aðrir stjórnarmenn og lykilstarfsmenn sparisjóðsins og aðilar þeim tengdir. Lán sparisjóðsins til Exeter Hold- ings ehf. voru veitt með veði í stofn- fjárbréfunum sjálfum en aðrar tryggingar voru ekki settar fyrir lánunum. Eigið fé lántakans Exeter Holdings ehf. var neikvætt þegar lánin voru veitt. Í apríl 2010 var sparisjóðurinn tekinn yfir af Fjár- málaeftirlitinu og í maí 2011 var bú Exeter Holdings ehf. tekið til gjald- þrotaskipta. Engar eignir fundust í búi Exeter Holdings ehf. fyrir utan umrædd stofnfjárbréf í sparisjóðn- um sem þá voru orðin verðlaus. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur í bú Exeter Holdings ehf., þar á meðal kröfur sparisjóðsins vegna umræddra lána til félagsins til kaupa þess á stofnfjárbréfum af fyrrgreindum aðilum. Í Exeter-málinu voru formaður stjórnar Byrs sparisjóðs (A) og sparisjóðsstjóri (B) sakfelldir í Hæstarétti fyrir umboðssvik með því að hafa staðið að fyrrgreindum lánveitingum sparisjóðsins til Ex- eter Holdings ehf. Í forsendum Hæstaréttar var vísað til þess að á þessum tíma hafi verið veruleg lausafjárþurrð hjá fjármálafyrir- tækjum, hlutafjármarkaður í mikilli óvissu og þrír stærstu viðskipta- bankar landsins fallið um líkt leyti. Mat á verðgildi stofnfjárbréfanna sem trygginga fyrir lánunum hafi verið óviðunandi og í miklu ósam- ræmi við reglur sparisjóðsins. Auk þess hafi ákærðu A og B verið van- hæfir til að taka ákvörðun um fyrri lánveitinguna, en síðari lánveitingin hafði verið samþykkt af stjórn sparisjóðsins. Með aðgerðum sínum voru ákærðu A og B taldir hafa komið málum þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréf- anna var velt yfir á sparisjóðinn. Á sama tíma hafi seljendur stofnfjár- bréfanna losnað undan skuldbind- ingum gagnvart MP banka hf., sem upphaflega hafði lánað þeim til kaupa á umræddum stofnfjár- bréfum, og MP banki hf. fengið þau lán endurgreidd. Með háttsemi sinni voru ákærðu A og B taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum í skilningi 249. gr. hegningarlaga. Hafi sparisjóðurinn orðið bundinn við umrædda gern- inga og þeir skapað verulega fjár- tjónshættu fyrir sjóðinn, en sú hætta raungerðist síðan þar sem lánin fengust ekki endurgreidd. Ákærðu A og B voru dæmdir til að sæta fangelsi í fjögur og hálft ár. Við ákvörðun refsingar leit Hæsti- réttur til þess að A losnaði undan persónulegum ábyrgðum vegna brotanna sem voru veruleg að um- fangi og að þau voru framin í skjóli stöðuumboðs B. Forstjóri MP banka hf. (C) var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðs- svikum ákærðu A og B fyrir þátt sinn í fyrri lánveitingunni í október 2008. Hæstiréttur taldi sannað að ákærða C hafi ekki getað dulist að lánveitingin hafi verið ólögmæt og til þess fallin að valda Byr sparisjóði verulegri fjártjónshættu, þó svo að ákærði C hafi ekki vitað hvernig staðið var að lánveitingunni af hálfu sparisjóðsins. Var ákærði C dæmd- ur til að sæta fangelsi í eitt ár. SPRON-málið Hitt dómsmálið sem hér verður gert að umtalsefni er svonefnt SPRON-mál. Þar voru þáverandi framkvæmdastjóri og stjórn SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna lán- veitingar sparisjóðsins til Exista hf. Lánið var veitt 30. september 2008 eða nokkrum dögum áður en ís- lenska fjármálakerfið riðaði til falls. Um var að ræða svokallað peninga- markaðslán sem stjórn sparisjóðs- ins tók ákvörðun um að veita Exista hf. til eins mánaðar og án trygginga. Lánið fékkst ekki endurgreitt. Í málinu voru ákærðu nánar tiltekið borin sökum um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans í verulega hættu, með því að fara út fyrir heimildir til lán- veitinga. Ákærðu voru sýknuð bæði í dómum héraðsdóms og Hæsta- réttar. Sú niðurstaða var meðal annars byggð á því að samkvæmt árshlutauppgjöri hafi eiginfjár- og lausafjárstaða Exista hf. verið afar sterk þremur mánuðum áður en lánið var veitt og endurfjármögnun félagsins tryggð fram í desember 2009. Voru hlutaðeigandi stjórnar- menn sparisjóðsins taldir hafa mátt treysta því að uppgjörið gæfi rétta mynd af stöðu félagsins. Þetta varð niðurstaðan enda þótt umrætt lán hefði verið veitt án trygginga og á viðsjárverðum tímum í íslensku efnahagslífi en ákærðu voru ekki talin hafa mátt sjá fyrir það hrun á fjármálamörkuðum sem varð stuttu síðar. Samantekt Eins og SPRON-málið ber með sér er ekki sjálfgefið að viðskipta- legar ákvarðanir verði taldar um- boðssvik enda þótt þær skapi áhættu og leiði jafnvel til tjóns þeg- ar upp er staðið. Til að ákvörðun verði virt sem umboðssvik þarf meira að koma til, þar með talið að viðkomandi hafi misnotað aðstöðu sína. Því skilyrði töldu dómstólar fullnægt í Exeter-málinu en ekki í SPRON-málinu. Að mati greinar- höfundar veitir SPRON-málið jafn- framt vísbendingu um að íslenskir dómstólar gæti varfærni við að fella viðskiptalegar ákvarðanir undir um- boðssvik þótt áhættusamar séu. Í tilviki lánveitinga skiptir þá ekki síst máli hvort þær hafi farið fram í samræmi við lánareglur og mat á áhættu verið forsvaranlegt. Eftir Friðrik Árna Friðriksson Hirst » SPRON-málið veitir vísbendingu um að dómstólar gæti var- færni við að fella við- skiptalegar ákvarðanir undir umboðssvik þótt áhættusamar séu. Friðrik Árni Friðriksson Hirst Höfundur er doktorsnemi í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Áhættusamar lánveitingar og umboðssvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.