Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR AFP Súdan Mótmælendur flykktust að höfuðstöðvum hersins í höfuðborginni Khartoum og komu í veg fyrir að setuverkfall þar yrði leyst upp. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skipuleggjendur fjöldamótmælanna í Súdan kröfðust þess í gær að her- foringjaráðið, sem steypti Omar al- Bashir af stóli í síðustu viku, segði af sér og að í stað þess kæmi borg- aralegt ráð, þar sem fulltrúar hers- ins sætu við borðið. Þá var þess einnig krafist að ríkissaksóknari og aðrir yfirmenn dómsmála í landinu færu frá, þar sem þeir hefðu verið skipaðir af Bashir. Herinn reyndi í gær að dreifa mótmælendum sem hafa tekið sér stöðu við höfuðstöðvar hans í höf- uðborginni Khartoum undanfarna tíu daga. Hvöttu skipuleggjendur mótmælanna fólk til þess að fjöl- menna að bækistöðvum hersins og „verja byltinguna“ en herforingja- ráðið hefur lagst gegn því að of- beldi verði beitt gegn mótmælend- um. Irfan Siddiq, sendiherra Bret- lands í Súdan, fundaði jafnframt með Mohammad Hamdan Daglo, sem er hægri hönd Abdel Fattah al-Burhan, leiðtoga herforingjaráðs- ins. Sagði Siddiq að helsta ósk rík- isstjórnar sinnar væri að engin til- raun yrði gerð til að leysa setuverkfall mótmælenda við her- búðirnar með ofbeldi. Þá sögðust Bretar styðja kröfur um að mynduð yrði borgaraleg stjórn sem fyrst, en það var í sam- ræmi við yfirlýsingu sem sendiráð Breta, Bandaríkjamanna og Norð- manna sendu frá sér á sunnudag- inn, þar sem hvatt var til viðræðna um að koma á borgaralegri stjórn að nýju. „Frelsi, réttlæti og lýðræði“ Herforingjaráðið fundaði með fulltrúum helstu stjórnmálaflokka landsins á sunnudaginn, degi eftir að Burhan sór embættiseið sem nýr leiðtogi ráðsins. Þar lofaði hann því að markmið sitt væri að móta stofn- anir ríkisins upp á nýtt og „upp- ræta“ stjórn og stefnumál Bashirs. Undirhershöfðinginn Yasser al- Ata sagði á fundinum á sunnudag að markmið herforingjaráðsins væri að búa til „borgaralegt ríki sem byggir á frelsi, réttlæti og lýð- ræði“. Óskuðu herforingjarnir eftir því að stjórnmálaflokkarnir myndu koma sér saman um „óháðan ein- stakling“ til þess að gegna starfi forsætisráðherra landsins í bráða- birgðastjórn. Framsal Bashirs talið ólíklegt Verkalýðssamtökin SPA, sem hafa haft sig einna mest í frammi í mótmælunum, hafa krafist þess að Bashir og helstu embættismenn í leynilögreglu hans verði dregnir fyrir dómstóla til að standa skil á brotum sínum. Heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar greindu hins vegar frá því að þó að nær öruggt væri að réttað yrði yfir Bashir í Súdan, yrði hann ekki framseldur til Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins fyrir meint brot í Darfur-héraði, þar sem nokkrir innan herforingjaráðsins væru of nátengdir herferð stjórnarinnar þar. Vilja að herforingjaráðið víki  Ýtt á herinn að fela borgaralegum öflum völdin í Súdan  Tilraun til þess að dreifa mótmælendum rann út í sandinn  Herforingjarnir vilja að stjórnmálaflokkarnir komi sér saman um forsætisráðherra Örplastmengun mælist á fjöllum Afskekkt fjallasvæði, sem talið var laust við plastmengun, er í raun þak- ið örplastögnum sem hafa borist þangað með vindum. Er mengunin svipuð og í stórborgum á borð við París, að sögn vísindamanna. Í grein, sem birtist í gær í vísinda- tímaritinu Nature Geoscience, kem- ur fram að á fimm mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018 féllu að jafnaði 365 örplastagnir á hvern fermetra á óbyggðu svæði í Pýreneafjöllum í um 1.500 metra hæð á landamærum Frakklands og Spánar. „Það er stórfurðulegt og uggvæn- legt að svo margar agnir skyldu finn- ast á þessu svæði,“ sagði Steve Al- len, doktorsnemi í Strathclyde háskóla í Skotlandi og aðalhöfundur greinarinnar. Deonie Allen, vísindamaður hjá EcoLab í Toulouse og einn af með- höfundum greinarinnar, sagði að merkilegasta niðurstaða rannsókn- arinnar væri að örplast berist milli staða í andrúmsloftinu og safnist saman á afskekktum stöðum langt frá stórborgum. Rannsóknin beindist að örplast- ögnum sem eru 10-150 míkrómetrar í þvermál. Mannshár er til saman- burðar um 70 míkrómetrar í þver- mál. Vísindamennirnir sögðu að það hefði komið mjög á óvart að magn plastagnanna hefði verið svipað og í stórborgum á borð við París og kín- versku iðnaðarborginni Dongguan. Vaxandi áhyggjur Sívaxandi áhyggjur eru af plast- mengun en talið er að um 12 millj- ónir tonna af plasti lendi í úthöfum árlega og milljónir tonna til viðbótar enda í ám og landfyllingum. Niður- stöður rannsóknar, sem birtar voru fyrr á þessu ári, sýndu að örplast fannst í meltingarfærum botnsjávar- dýra sem lifa á yfir 10 km dýpi. Plastmengun Örplast hefur fundist bæði á fjöllum og í sjávardjúpum.  Svipuð mengun mælist í Pýrenea- fjöllum og í stórborg AFP Vísindamenn við Háskólann í Tel Aviv sýndu í gær þrí- víddarprentað hjarta sem innihélt mannlegan vef og æðar. Sögðu þeir hjartað, sem er á stærð við hjörtu í kanínum, vera hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Er það von þeirra að aðferðin muni í framtíðinni nýt- ast til þess að framleiða hjörtu sem hægt verður að græða í menn, en enn er langt í land áður en sá mögu- leiki verður fyrir hendi. AFP Kann einn dag að leiða til ígræðslu Vísindamenn í Ísrael framleiddu hjartavef með þrívíddarprentun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.