Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hörður Sigurgestsson,
fyrrverandi forstjóri
Eimskipafélags Ís-
lands, lést að morgni
annars í páskum, rúm-
lega áttræður. Hann
fæddist í Reykjavík 2.
júní 1938. Hörður lauk
stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1958 og við-
skiptafræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1965.
Hann lauk MBA-prófi
1968 frá Wharton
School, University of
Pennsylvania í Banda-
ríkjunum. Á árunum 1965-1966 var
hann fulltrúi framkvæmdastjóra
hjá Almenna bókafélaginu. Hann
var ráðinn til starfa í fjármála-
ráðuneytinu, fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, 1968 og
var þar til 1974. Þá
varð hann fram-
kvæmdastjóri fjár-
málasviðs Flugleiða
og gegndi því starfi
þar til hann var ráð-
inn forstjóri Eim-
skipafélags Íslands
árið 1979. Hann lét
af starfi forstjóra ár-
ið 2000. Hann sat í
stjórn Flugleiða
1984-2004, þar af sem
formaður 1991-2004.
Hörður tók um skeið
virkan þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn
SUS, í stjórn Varðar og í stjórn
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík. Þá var hann formaður
stúdentaráðs 1960-1962. Hörður
sat í mörgum stjórnum, nefndum
og ráðum fyrir hið opinbera,
einkafyrirtæki og félagasamtök.
Nefna má setu í stjórnum Stjórn-
unarfélagsins, Verslunarráðsins,
Vinnuveitendasambandsins og
Sinfóníuhljómsveitarinnar, þar
sem hann var formaður um skeið.
Hörður lét sér mjög annt um mál-
efni Háskóla Íslands. Hann sat í
háskólaráði sem fulltrúi þjóðlífs
skipaður af menntamálaráðherra
1999-2003 og var formaður stjórn-
ar Landsbókasafns-Háskóla-
bókasafns frá 2003-2008. Í nóvem-
ber 2008 var hann gerður að
heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
Eftirlifandi eiginkona Harðar er
Áslaug Ottesen bókasafnsfræð-
ingur, f. 1940. Börn þeirra eru
Inga, f. 1970, og Jóhann Pétur, f.
1975. Barnabörnin eru fimm.
Andlát
Hörður Sigurgestsson
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni
annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýj-
um hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en
framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undan-
farin þrjú ár.
Það var hollenskt flutningaskip, Peak
Breskens, sem varð fyrst til að leggjast að hin-
um nýja bakka. Skipið var að koma með vinnu-
búðir og stóran krana sem notaður verður til að
reisa nýjan gámakrana Eimskips, en nýi bakk-
inn verður aðalathafnasvæði Eimskips í fram-
tíðinni. Nýi kraninn er væntanlegur til landsins
í næsta mánuði og reiknað er með að hægt
verði að taka hann í notkun seinni hluta þessa
árs.
görðum og taka við hlutverki Kleppsbakka með
stækkandi skipum í gámaflutningum.
Hafnarbakkinn er 470 metrar og kostn-
aður við bakkagerð er áætlaður rúmar 3.000
milljónir króna.
Faxaflóahafna sf. og að hluta verkefni skipa-
félagsins, Eimskips, sem reka mun farmstöðina
og nýta hafnaraðstöðuna. Þessum nýja hafnar-
bakka er ætlað að verða helsti vöru- og gáma-
flutningabakki fyrir farmstöð Eimskips í Vatna-
Á undanförnum árum hefur bygging á nýj-
um hafnarbakka utan Klepps verið helsta ný-
byggingarframkvæmd Faxaflóahafna. Á árinu
2013 lauk umfjöllun um matsskyldu hafnar-
gerðar utan Klepps og í beinu framhaldi af því
hófust rannsóknir og útboðshönnun bakka-
gerðar.
Útboð á stálþilsefni og burðarstaurum fyr-
ir sporbita fór fram á árinu 2015 og var bygging
bakkans boðin út í byrjun árs 2016. Fram-
kvæmdir við bakkagerð hófust sumarið 2016 og
verktaki var Ístak hf. Verklok samningsverks
eru skilgreind í verksamningi 1. júní næstkom-
andi. Allt útlit er fyrir að sú dagsetning verk-
loka standist og útboðsverki verði skilað á rétt-
um tíma, segir í minnisblaði Jóns Þorvaldssonar
aðstoðarhafnarstjóra. Þá standa eftir ýmis
verkefni á svæðinu sem að hluta eru verkefni
Fyrsta skipið kom að
nýjum hafnarbakka
Ljósmynd/Steinþór Hjartarson
Bakki utan Klepps verður aðalathafnasvæði Eimskips
Kleppsbakki Peak Breskens við bryggju. Eins og sjá má er frágangi bakkans ekki lokið.
ANDY
FLOSS
POPP
KORN
ANDLITS
MÁLUN
ÓTRÚLEG
LEIKFÖNG
TILBOÐ
MÖGNUÐSKEMMTIATRIÐI
HOPPU
KASTALI
BLÖÐRU
BRELLUR
OPNUNARHÁT
ÍÐ
SUMARDAGIN
N FYRSTA KL.1
2 Í KRINGLUNN
I
KRINGLAN • SMÁRATORG • GLERÁRTORG
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
48 ára kona með undirliggjandi
ónæmisbælingu smitaðist af listeríu
í janúar. Lést hún hálfum mánuði
síðar af völdum sýkingarinnar.
Þetta er á meðal þess sem kemur
fram í nýjustu Farsóttafréttum,
fréttabréfi Landlæknisembættisins,
en þar segir jafnframt að sýkingin
hafi verið rakin til þess að konan
hafði borðað reyktan og grafinn lax
um jólaleytið 2018, og leiddu rækt-
anir á honum í ljós að bakteríuna
var þar að finna, sem og í vörum
framleiðandans. Í kjölfarið hafi
framleiðslu verið hætt og öll mat-
væli innkölluð. Segir að reyktar af-
urðir frá sama framleiðanda hafi
verið fluttar út til Frakklands en bú-
ið sé að gera dreifingaraðilum þar
viðvart.
Í fréttabréfinu segir að ekki hafi
borist neinar tilkynningar um sýk-
ingar af völdum bakteríunnar vegna
neyslu á íslenskum vörum innan
Evrópusambandsins (ESB) eða
Evrópska efnahagssvæðisins
(EES). Þá hafi árið 2017 komið upp
2.502 tilfelli af listeríusýkingum inn-
an ESB/EES-svæðisins. Létust
14% af þeim sem sýktust. Dán-
artíðnin var öllu hærri hér á landi,
en það ár greindust sjö tilfelli hér-
lendis og létust fjórir af þeim sjúk-
lingum. Kemur fram í fréttabréfinu
að þrír af þeim hafi verið eldri ein-
staklingar með undirliggjandi sjúk-
dóma en einn hafi verið nýfætt barn.
Svo virðist sem listeríusýkingar
hafi færst í vöxt hér á landi undan-
farna tvo áratugi, en í fréttabréfinu
má sjá að tveir smituðust árið 1997,
en svo greindist ekki tilfelli aftur
fyrr en árið 2004. Hins vegar smit-
uðust fjórir árin 2013 og 2015 og
þrír árið 2018.
Víðtæk leit að berklasmiti
Lungnaberklar greindust hjá ís-
lenskum miðaldra einstaklingi í
febrúarbyrjun en talið er líklegt að
hann hafi smitast í þróunarlandi.
Umfangsmikil leit að hugsanlegu
berklasmiti hjá þeim sem maðurinn
hefur komist í tæri við stendur yfir
og hafa um 300 manns verið rann-
sakaðir með tilliti til þess, en loka-
niðurstaða þeirrar rannsóknar ligg-
ur ekki fyrir.
Þá kemur jafnframt fram í frétta-
bréfinu að berklar hafi verið sjald-
gæfir hér á landi á undanförnum ár-
um, en átta tilfelli greindust af
lungnaberklum á síðasta ári. Voru
þau öll hjá einstaklingum sem eru af
erlendu bergi brotnir.
Dauðsföll orðið af
völdum listeríu
Leitað að berklum hjá 300 manns
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið hefur komist að þeirri niður-
stöðu að álagning Orkuveitu Reykja-
víkur á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi
verið ólögmæt. Úrskurðurinn var
kveðinn upp 15. mars síðastliðinn og
birtur á vef ráðuneytisins í gær. Í
kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneyt-
ið ákveðið að taka til skoðunar gjald-
skrár allra sveitarfélaga sem settar
hafa verið á grundvelli laga um vatns-
veitur.
Úrskurðurinn er byggður á 10.
grein laganna, en samkvæmt henni
er með öllu óheimilt í gjaldskrá að
ákveða hærra gjald en nemur meðal-
kostnaði af því að veita þjónustuna.
Segir í tilkynningu ráðuneytisins að
samkvæmt skýru orðalagi 1. máls-
greinar 10. greinarinnar „skuli vatns-
gjaldi, ásamt öðrum tekjum vatns-
veitu, aðeins ætlað að standa undir
rekstri vatnsveitunnar. Undir það
falli einnig fjármagnskostnaður, fyr-
irhugaður stofnkostnaður samkvæmt
langtímaáætlun veitunnar og kostn-
aður við að tryggja nægilegt vatn til
slökkvistarfs og fyrir sérstakan
slökkvibúnað í samræmi við skyldur
veitunnar“. Á hinn bóginn sé hvergi í
lögum eða reglugerð að finna ákvæði
sem heimili að arður sé tekinn af
starfsemi vatnsveitu.
Þá telur ráðuneytið einnig ljóst að
arðsemi Orkuveitunnar umfram fjár-
magnskostnað sé að lágmarki um 2%.
Ákvæði gjaldskrár Orkuveitunnar
vegna álagningar ársins 2016 séu að
þessu leyti í andstöðu við ákvæði lag-
anna, auk þess sem fyrirliggjandi
gögn gefi til kynna að Orkuveitan
hafi á undanförnum árum haft um-
talsverðan arð af starfsemi sinni og
muni hafa áfram.
Hafa óskað eftir leiðbeiningum
Í fréttatilkynningu sem Orkuveit-
an sendi frá sér um málið segir að
fyrirtækið hafi frá árinu 2016 lækkað
vatnsgjaldið umtalsvert í tvígang, eða
um 11,2% í byrjun árs 2017 og aftur
um 10% í byrjun árs 2018.
Þá hafi OR í framhaldi af úrskurð-
inum „ítrekað óskað eftir leiðbeining-
um frá ráðuneytinu um hvað leggja
skuli til grundvallar við álagningu
vatnsgjalds“. Er bent á að í lögunum
um vatnsveitur sveitarfélaga sé sagt
að nánar skuli kveðið á um þetta at-
riði í reglugerð, en sú reglugerð hafi
ekki verið sett. Segir enn fremur að
sveitarfélög sem reki eigin vatnsveit-
ur og veitufyrirtæki eigi talsvert und-
ir því að reglur stjórnvalda séu skýr-
ar hvað þetta varðar, að ekki sé bara
sagt hvað megi ekki heldur að stjórn-
völd veiti leiðbeiningar sem nýtist
vatnsveitum og viðskiptavinum
þeirra.
Þá segir að þar sem gjaldskrár hafi
verið lækkaðar í takt við batnandi af-
komu vatnsveiturekstursins virðist
sem fjárhagsleg áhrif úrskurðarins
séu óveruleg við fyrstu skoðun.
Álagning vatnsgjalds
úrskurðuð ólögmæt
OR óskar eftir nánari leiðbeiningum frá ráðuneytinu
Morgunblaðið/ÞÖK
OR Álagning vatnsgjalds á árinu
2016 var kærð til ráðuneytis.