Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 8

Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Verkalýðsfélög eru gríðarlegaáhrifamikil hér á landi og út úr öllu samhengi við það sem þekkist í flestum öðrum löndum. Þátttakan er mjög mikil miðað við önnur lönd, þar með talið í saman- burði við hinar Norðurlandaþjóð- irnar þó að þátt- takan þar sé mun meiri en almennt gerist. Þátttaka í stéttarfélögum hér á landi er meira en þreföld á við það sem tíðkast almennt í OECD.    Þetta er verulegt umhugsunar-efni, ekki síst þegar horft er til lítils áhuga almennra félags- manna á starfsemi verkalýðsfélag- anna.    Formenn félaganna og stjórnirsitja yfirleitt í skjóli fáeinna prósenta félagsmanna en geta í krafti þess haft mjög mikil áhrif á atvinnu- og efnahagslíf hér á landi, eins og landsmenn hafa fengið að kynnast á síðustu mánuðum.    Svo þegar forystumenn félag-anna hafa gert kjarasamning og leggja í dóm félagsmanna, eins og gert var á dögunum, kemur í ljós að þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni er sáralítil.    Hvað veldur þessu áhugaleysi?Er verkalýðshreyfingin til- búin að velta því fyrir sér og ræða hispurslaust?    Getur verið að mikið vanti upp áað starfsemi verkalýðsfélag- anna sé í takt við tímann?    Getur verið að launamenn teljihagsmuni sína liggja annars staðar en hjá verkalýðsfélögunum? Þora félögin að ræða tilgang sinn? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 83% Íslendinga fóru til útlanda á síð- asta ári. Fjórðungur þeirra sem fóru utan fóru fjórum sinnum eða oftar og eftir því sem menntunarstig fólks er hærra er líklegra að það hafi farið til útlanda í fyrra. Meðal-Íslending- urinn fór í 6,2 ferðir innanlands í fyrra. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í nýrri könnun Ferðamála- stofu þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga árið 2018 og ferðaáform í ár. Könnunin hefur verið gerð frá árinu 2009 og síðan þá hefur hlutfall Íslendinga sem fara til útlanda farið stigvaxandi, en fyrsta árið fóru 44% í utanlandsferð. Spánn og Portúgal vinsælust Gistinætur erlendis voru að meðaltali 20, sem var einni nótt fleiri en árið á undan. Flestir fóru í borgarferð, næstalgengast var að fara í sólarlandaferð og einnig var algengt að fara utan til að heim- sækja vini eða ættingja. Vinsælast var að heimsækja Spán eða Portúgal þangað sem 41,5% svarenda fóru og Bretland og Írland komu þar á eftir. Einnig var spurt um ferðalög innanlands. Um 85% Íslendinga ferðuðust innanlands í fyrra og hefur fækkað í þeim hópi frá árinu 2009. Að meðaltali voru ferðirnar sex talsins og gisti- nætur innanlands voru 12,9 sem eru marktækt færri nætur en á ár- unum 2012-’14. Sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum sín- um um landið var Norðurland og Suðurland var næstvinsælast. Júlí var sá mánuður sem flestir völdu til þess að ferðast innanlands, en fæstir ferðuðust um landið í janúar. Sund og jarðböð var sú afþreying sem flestir greiddu fyrir á ferðalög- um innanlands og næst komu söfn, sýningar, leikhús og tónleikar. Spurt var um ferðaáform í ár og um níu af hverjum tíu áforma ferða- lög í ár. Ríflega helmingur sagðist ætla í sumarbústað, álíka margir hyggja á borgarferð erlendis og til vina og ættingja innanlands. Um 43,5% ætla í sólarlandaferð. Þá var spurt um ástundun útivist- ar og sagðist um helmingur stunda útiveru einu sinni í viku eða oftar. Sífellt fleiri Íslend- ingar til útlanda  Margir fóru fjórum sinnum eða oftar Flugstöð 83% fóru til útlanda í fyrra. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrj- aðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. „Ég er að sá úr síðustu vélinni. Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Magnús Már Haraldsson, bóndi í Belgsholti í Melasveit í Borgarfirði. Hann byrjaði að sá um páskana. Magnús segir að jörð sé klaka- laus og sæmilega hlýtt í veðri. „Vonandi heldur það sér.“ Útlitið gott Sáningstíminn í ár er svipaður og mörg undanfarin ár fyrir utan síð- asta ár. Þá gátu bændur ekki sáð fyrr en komið var fram um miðjan maí, vegna bleytu og klaka. Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, byrjaði að vinna flög um páskana og segir hann útlitið gott þótt jörð sé ekki alveg klakalaus. Hann sagð- ist í gær reikna með að hefja sán- ingu í dag, miðvikudag. Það er nokkuð fyrr en oftast hefur verið á þeim bænum. Sömu sögu er að segja víðar af landinu, til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi. Bændur eru að plægja jarðveginn og sumir byrjaðir að sá. „Við erum búnir að plægja allt en það rignir alla daga og ekki hægt að sá á meðan,“ segir Ólafur Egg- ertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þá segir hann að flög- in séu blaut eftir stórrigningarnar á dögunum og þurfi að síga úr þeim svo hægt verði að komast um. Ólafur gerir sér vonir um að það stytti upp um helgina og þá verði hægt að hefja sáningu. Kornbændur eru byrjaðir að sá  Vorar vel fyrir kornræktina  Rigningar tefja sáningu á Suðurlandi Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.