Morgunblaðið - 24.04.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég vona að þessir ferlar virki en
ég finn líka vaxandi stuðning inni í
þinghúsinu við að menn verði til-
búnir að bregðast við ef þess þarf,“
segir Haraldur Benediktsson, fyrsti
flutningsmaður frumvarps til laga
um að þingið heimili lagningu Vest-
fjarðavegar um Teigsskóg, sam-
kvæmt þeim áætlunum sem unnið
er eftir.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps
hefur samþykkt að auglýsa breyt-
ingu á aðalskipulagi þannig að veita
megi Vegagerðinni framkvæmda-
leyfi fyrir lagningu vegarins um
Teigsskóg. Skipulagsstofnun gerði
athugasemdir og viðbótarfyrir-
spurnir þegar hún fékk tillöguna til
afgreiðslu. Tryggvi Harðarson,
sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir
þetta smávægilegar athugasemdir
og segir hann að Vegagerðin og
skipulagsráðgjafar Reykhólahrepps
séu að athuga hvort ekki sé hægt að
verða við tillögum Skipulagsstofn-
unar þannig að hægt sé að auglýsa
skipulagsbreytinguna án athuga-
semda. Hann vonast til þess að það
mál skýrist á næstu dögum.
Þá tekur við sex vikna frestur fyr-
ir almenning og hagsmunaaðila að
gera athugasemdir. Hreppsnefndin
þarf síðan að vinna úr athugasemd-
unum og svara þeim áður en skipu-
lagsbreytingin fæst staðfest. Fram-
kvæmdaleyfi er hægt að gefa út að
því ferli loknu. Vegagerðin hefur
enn ekki sótt formlega um fram-
kvæmdaleyfi, enda skipulagið óaf-
greitt, en það hefur fyrirtæki áhuga-
manns um einkaframkvæmd í
samgöngumálum gert. Skrifstofa
hreppsins býr sig undir það að
framkvæmdaleyfið verði kært vegna
þess hversu umdeilt málið hefur
verið.
Framkvæmdir hefjist á árinu
Nítján þingmenn úr sjö flokkum,
öllum nema Flokki fólksins, standa
að frumvarpi um leyfi til Vega-
gerðarinnar til framkvæmda. Þar
af eru 12 úr þingflokki sjálfstæðis-
manna.
Haraldur reiknar ekki með að
frumvarpið verði samþykkt á vor-
þingi þar sem málið sé í ferli hjá
viðkomandi stofnunum. Nauðsyn-
legt hafi verið að dreifa því núna til
að halda þrýstingi. Hins vegar geti
komið til þess að því verði dreift
aftur á haustþingi ef frekari drátt-
ur verði á því að framkvæmdir geti
hafist. Segir Haraldur það algert
skilyrði að hægt verði að bjóða
verkið út á þessu ári.
Tryggvi Harðarson segist vera
orðinn óþolinmóður en telur þó
ósennilegt að framkvæmdir geti
hafist á þessu ári.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Djúpifjörður Vegfarendur þurfa ekki að fara um Ódrjúgsháls og Hjallaháls
eftir að nýr vegur kemur í gegnum Teigsskóg í Þorskafirði.
Verið að vinna úr
athugasemdum
19 þingmenn
vilja lög um
Teigsskóg
Fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir
ölvunar- og fíkniefnaakstur um
páskahelgina. Þetta segir Guð-
brandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri
umferðardeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, í samtali við
Morgunblaðið. Hann staðfestir að
einhverjir hafi verið sviptir ökurétt-
indum vegna brotanna og að nokkrir
hafi verið stöðvaðir við akstur án
ökuréttinda.
Þetta er, að sögn Guðbrands, met-
fjöldi slíkra brota um páska. Segir
hann lögregluna mjög meðvitaða um
fjölgunina en fíkniefnamálum fjölg-
aði um 62% í fyrra samanborið við
sama tímabil síðustu þriggja ára.
Hann segir jafnframt að tilvikum
ölvunaraksturs hafi fjölgað um rúm-
lega 40%.
„Þetta er slæm þróun. Þetta er
samfélagslegt lýðheilsuvandamál
sem endurspeglast í umferðinni með
þessum hætti,“ segir Guðbrandur.
rosamargrett@gmail.com
Fleiri
keyra und-
ir áhrifum
Vímuakstursmet
slegið um páskana
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir,
Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Natur (ókryddaður), með pipar
og þessi klassíski með provesal kryddi.
Sinneps-estragon sósa fylgir.
Tilbúin vara en má hita.
Fullkominn
skyndibiti,
hollur og
bragðgóður
Nú 3 tegundir
Heitreyktur lax
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is