Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Yfirvöld á Srí Lanka og sérfræð-
ingar í baráttunni gegn hryðju-
verkum telja líklegt að alþjóðleg
hryðjuverkasamtök hafi aðstoðað
við hryðjuverkin sem framin voru
á páskadag og kostuðu að minnsta
kosti 321 lífið.
Ráðamenn landsins segja að
liðsmenn lítt þekktrar hreyfingar á
Srí Lanka, NTJ, hafi gert árás-
irnar. Rajitha Senaratne, heil-
brigðisráðherra og talsmaður rík-
isstjórnarinnar, sagði að talið væri
að hreyfingin hefði notið aðstoðar
alþjóðlegra samtaka við skipulagn-
ingu og framkvæmd hryðjuverk-
anna. Án aðstoðar þeirra hefðu
liðsmenn hreyfingarinnar ekki get-
að framið ódæðisverkin. Ríki ísl-
ams, samtök íslamista, lýstu
hryðjuverkunum á hendur sér í
gær en ekki var vitað hvort yfirlýs-
ingin væri marktæk.
Fréttaveitan AFP hafði í gær
eftir heimildarmönnum í lögreglu
Srí Lanka að tveir bræður úr röð-
um múslíma hefðu verið á meðal
þeirra sem gerðu sprengjuárásir á
þrjár kirkjur og þrjú hótel á
páskadag með því að sprengja sig í
loft upp. Þeir eru synir auðugs
kryddkaupmanns í Colombo,
höfuðborg landsins, og hafa verið
félagar í NTJ.
Bræðurnir voru á þrítugsaldri
og höfðu undirbúið árásirnar í
samstarfi við skyldmenni sín. Ann-
ar þeirra skráði sig á hótelið
Cinnamon Grand og hinn á hótelið
Shangri-La daginn áður en hryðju-
verkin voru framin. Þeir fóru síðan
í veitingasali hótelanna á páska-
dagsmorgun og sprengdu bakpoka
í loft upp þegar margir hótelgestir
voru að snæða morgunverð.
Annar bræðranna hafði gefið
upp rangt nafn þegar hann skráði
sig á hótelið en hinn gaf upp rétt
nafn og heimilisfang. „Þegar sér-
sveitarmenn réðust inn í húsið
sprengdi eiginkona annars bræðr-
anna sprengju sem varð henni og
tveimur börnum hennar að bana,“
hafði AFP eftir lögreglumanni sem
tekur þátt í rannsókninni á hryðju-
verkunum. Þrír lögreglumenn létu
lífið í sprengingunni. Nokkur
skyldmenni bræðranna hafa verið
handtekin vegna gruns um að þau
séu viðriðin árásirnar. Bræðurnir
höfðu starfað í kryddútflutnings-
fyrirtæki föður síns.
Árás á fjórða hótelið
ekki gerð
Lögreglumaðurinn sagði að ráð-
gerð hefði verið árás á fjórða hót-
elið í Colombo en hún hefði ekki
verið gerð af einhverjum ástæðum.
Komið hefði í ljós að meintur
hryðjuverkamaður hefði skráð sig
á hótelið á laugardag en annað-
hvort hætt við árásina eða ekki
getað gert hana. Einn starfsmanna
hótelsins hafði samband við lög-
regluna eftir að árásirnar voru
gerðar vegna gruns um að mað-
urinn hefði ætlað að fremja hryðju-
verk í hótelinu. Lögreglan komst
að því hvar maðurinn bjó en hann
sprengdi sig í loft upp þegar lög-
reglumenn reyndu að handtaka
hann. Tveir aðrir menn biðu bana í
sprengingunni. „Myndir úr eftir-
litsvélum hafa leitt í ljós að allir
árásarmennirnir voru með mjög
þunga bakpoka,“ hafði AFP eftir
heimildarmanninum.
Hefnd fyrir hryðjuverkin
í Christchurch?
Ruwan Wijewardene, aðstoðar-
varnarmálaráðherra Srí Lanka,
sagði að rannsókn málsins hefði
leitt í ljós að árásirnar hefðu verið
gerðar til að hefna hryðjuverkanna
í Christchurch á Nýja-Sjálandi í
mars þegar ástralskur þjóðernis-
öfgamaður skaut 50 múslíma til
bana í moskum.
Lögreglan hafði í gær handtekið
að minnsta kosti 40 manns í
tengslum við rannsókn málsins.
Lýst var yfir neyðarástandi til að
gera lögreglunni kleift að hand-
taka og yfirheyra menn, sem eru
grunaðir um aðild að hryðjuverk-
unum, án þess að þurfa að fá heim-
321*
EGYPTALAND2017
PAKISTAN
2016
45
75
41
NÍGERÍA
Colombo
BatticaloaNegombo
Tanta
2017 29
Minya
2016
29
Kaíró
JEMEN
2016
16
Aden
201517
Lahore
Kadúna
Jolo
2012
FILIPPSEYJAR
2019
2019
Árásir sem beindust að kristnu fólki
*Líklegt er að dánartalan hækki þar semmargir særðust lífshættulega
Mannskæðustu árásirnar frá 2012. Þær voru allar raktar til hreyfinga íslamista
Alexandría
21+
Á páskum
Á öðrum árstímum
SRÍ LANKA
AFP
Sorg Ættingjar eins þeirra sem létu lífið í hryðjuverkunum syrgja hann við útför frá Kirkju heilags Sebastians í
Colombo í gær. Mörg fórnarlamba árásanna voru þá borin til grafar og lýst var yfir þjóðarsorg í landinu.
Erlendir íslamistar
taldir hafa aðstoðað
Lítt þekktri hreyfingu kennt um hryðjuverkin á Srí Lanka
Tillaga um að breyta stjórnarskrá Egyptalands til að
lengja valdatíma forseta landsins, Abdels Fattah al-Sisi,
var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða
í þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn yfirkjörstjórnar lands-
ins í gær. Hún sagði að breytingin hefði verið samþykkt
með 88,83% atkvæða og aðeins 11,17% hefðu greitt at-
kvæði gegn henni. Nær 27 milljónir Egypta tóku þátt í
atkvæðagreiðslunni og kjörsóknin var 44,33%, að sögn
kjörstjórnarinnar. Breytingin felur í sér að kjörtímabil
forsetans verður lengt úr fjórum árum í sex og Sisi getur
sóst eftir endurkjöri til sex ára í viðbót árið 2024. Verði hann endurkjörinn
getur hann því verið við völd til 2030.
EGYPTALAND
Breyting á valdatíma Sisi samþykkt
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Frábær ending
Léttvínsglös
úr hertu gleri