Morgunblaðið - 24.04.2019, Side 14

Morgunblaðið - 24.04.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hámark greiðslutímabilssjúkradagpeninga úrsjúkrasjóði VR var ísíðustu viku lækkað úr níu mánuðum í sjö. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi VR. „Helsta ástæða þessarar breytingar er gríðarleg aukning út- greiðslna úr sjóðnum á síðustu ár- um og þá helst í sjúkdómaflokkum geð- og stoðkerfissjúkdóma. Þessi mikla aukning varð til þess að fjár- hagsleg staða sjóðsins gæti orðið veik ef halda ætti áfram að greiða stærstan hluta innlagnar í VR varasjóð úr sjúkrasjóði VR og hef- ur því verið brugðið á það ráð síð- ustu tvö ár að greiða stórt framlag úr félagssjóði VR til að hlífa sjúkrasjóðnum. En slíkt er aðeins tímabundin ráðstöfun,“ segir í kynningu á þessari breytingu á heimasíðu VR. Þar er einnig tekið fram að þessi stytting hámarks- tímabils gæti orðið tímabundin ef staða sjóðsins batnar því sam- kvæmt nýjum starfsreglum sjúkra- sjóðs VR geti stjórn VR nú breytt þessu aftur til fyrra horfs með skömmum fyrirvara en áður þurfti að bíða næsta aðalfundar með slík- ar ákvarðanir. Skerðingar hjá KÍ og BHM Nokkur stór stéttarfélög hafa þurft að grípa til viðlíka aðgerða síðustu misseri enda hefur umsókn- um um sjúkradagpeninga fjölgað mikið. Þessi fjölgun umsókna hefur gjarnan verið rakin til aukins álags og streitu í samfélaginu auk þess sem því hefur verið velt upp hvort afleiðingar hrunsins komi fram með þessum hætti. Þessarar þróunar varð fyrst vart síðla árs 2017 þegar skerða þurfti réttindi kennara til greiðslu sjúkradagpeninga um 25%. Þá var óttast að sjóðurinn myndi tæmast yrði ekki brugðist við. BHM tilkynnti skerðingu á út- hlutunum úr sjúkrasjóði félagsins í lok síðasta árs. Sjúkradagpeningar eru nú greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Auk þess voru ýmsir styrkir lækk- aðir, svo sem fæðingarstyrkir, tækni- og glasafrjóvgunarstyrkir, gleraugnastyrkir og heilsuræktar- styrkir. „Ef ásókn í sjúkradagpen- inga heldur áfram verðum við að skerða styrkina enn frekar og jafn- vel sjúkradagpeningana,“ sagði Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM, þá. Finna fyrir aukinni ásókn Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri á dagskrá að gera breyt- ingar á greiðslufyrirkomulagi sjúkradagpeninga hjá félaginu. „Við hins vegar könnumst alveg við þessa þróun. Það er að aukast þörf- in á því að nýta greiðslur úr sjúkra- sjóði. Við lítum á það sem enn eina vísbendingu um að minnka þurfi vinnuálag og stytta vinnutíma.“ Undir þetta tekur Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við finnum fyrir aukinni ásókn í styrktarsjóði hjá aðildarfélögum BSRB. Það hefur ekki komið til skerðinga og ekki útlit fyrir það eins og staðan er í dag. Við fylgjumst hins vegar náið með því sem gerist hjá hin- um félögunum enda virð- ist þetta gerast mjög hratt. Það er rétt að vera á varðbergi vegna stóraukinnar ásóknar í sjóðina vegna kulnunar og ýmissa starfs- tengdra veikinda.“ VR skerðir greiðslur sjúkradagpeninga 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Spænskstjórnvöldhafa farið fram af mikilli hörku gegn sjálf- stæðishreyfingu Katalóna og sjást ekki fyrir. Atlaga lögreglu að almennum borgurum þegar at- kvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram 1. október 2017 bar því vitni og sömuleið- is er sú ákvörðun að varpa leiðtogum sjálfstæðissinna í gæsluvarðhald og draga þá fyrir dóm til marks um að réttarkerfið er framlenging af hinu pólitíska valdi. Í þokka- bót skar hæstiréttur Spánar úr um gæsluvarðhaldið þannig að þeir sem lokaðir voru inni gátu enga skoðun fengið á málinu. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóna, hefur verið í útlegð í Belgíu undanfarin tvö ár. Í viðtali, sem birtist í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina lýsir hann því hvernig spænsk stjórnvöld reyna að þagga niður í málflutningi Katalóna. „Það er frekar aumkunarvert að öflugt ríki á borð við Spán skuli finna sig knúið til að setja efst á for- gangslista sinn í utanríkis- málum andsvör við hreyfingu á borð við okkar, sem hefur úr mjög litlu að spila,“ segir Puigdemont í viðtalinu. Þar lýsir hann því hvernig í hvert skipti sem hann eða einhver úr hreyfingu hans hyggist flytja ræðu sé ítrekað hringt í skipu- leggjendur eða styrkveitendur til að þrýsta á þá um að aflýsa viðburðinum. Stundum hafi það meira að segja tekist og takist það ekki mæti útsendarar til að hleypa fundum upp. Hann gengur svo langt að segja að spænsk stjórnvöld hafi samið „um að senda herlið til ákveðinna Eystrasaltsríkja í skiptum fyr- ir þögn þeirra um málefni Katalóníu“. Puigdemont telur eðlilegt að ekki hafi orðið meira uppnám meðal ríkja ESB vegna þess- ara mála. Bæði skorti ákveðna hefð, sem til dæmis sé fyrir hendi á Bretlandi, auk þess sem margir óttist þjóðahreyf- ingar innan eigin landamæra, sérstaklega Frakkar og Ítalir. Það er eitt hvort Katalónía eigi að vera sjálfstæð eða vera áfram hluti af Spáni. Það er skiljanlegt að ráðamenn í Madríd vilji halda í Katalóníu. Erfiðara er hins vegar að skilja aðferðirnar. Harkan og óbilgirnin er líklegri til að ýta undir stuðning við aðskiln- aðarsinna. Með framgöngu sinni ýta spænsk stjórnvöld undir að það gerist, sem þau vilja ekki að gerist. Harka spænskra stjórnvalda ýtir und- ir að það verði sem þau berjast gegn} Tekist á um Katalóníu Forsætisráðu-neytið og ráð- gjafarnefnd um opinberar eftirlits- reglur létu fyrr á árinu framkvæma könnun á viðhorfi fyrirtækja til „eftir- litsmenningar á Íslandi“, eins og það er kallað í frétt á vef stjórnarráðsins. Þetta er gott framtak og ber vonandi vott um skilning á því að reglu- verkið sem atvinnulífinu er búið þurfi að vera einfalt og skilvirkt og eigi ekki að hindra starfsemi fyrirtækja umfram það sem nauðsynlegt er. Lesa má út úr svörunum að stjórnendum fyrirtækja þykir regluverk óþarflega íþyngj- andi, sem sýnir að ástæða er til að endurskoða reglur á ýmsum sviðum. Það sem þó er mest sláandi við könnunina eru svör við afstöðu til ein- stakra stofnana og saman- burður á þeim. Ein stofnun kom áberandi verst út úr könnuninni, sem kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Þetta er Samkeppnis- eftirlitið sem fær falleinkunn í svör- um við hverri spurningunni af annarri, svo sem um það hvort stofnun veiti leiðbeiningar sem auðveldi fyritækjum að takast á við lagalega óvissu eða afstýra brotum á reglum, um það traust sem borið er til stofnunar og hversu skilvirkt eða óskilvirkt eftirlitið er. Ekkert af þessu kemur á óvart og er í fullu samræmi við þá upplifun sem stjórn- endur í atvinnulífinu lýsa um samskipti sín við Samkeppnis- eftirlitið. Þessar lýsingar heyrast þó ekki jafn mikið opinberlega og í einkasam- tölum, enda fylgir oft sögunni að stjórnendur fyrirtækja vilji síður styggja Samkeppnis- eftirlitið. Þetta sé stofnun sem oft þurfi að leita til og sé mjög valdamikil. Könnunin sýnir glöggt að full ástæða er til að endur- skoða starfsemi Samkeppnis- eftirlitsins. Samkeppniseftir- litið kemur afar illa út úr könnun for- sætisráðuneytisins} Falleinkunn Þ að hefur varla farið framhjá neinum að nú er ríkisstjórnin að undirbúa innleiðingu þriðja orkupakkans svonefnda. Áður höfum við innleitt orkupakka nr. 1 og 2. Ljóst er að þjóðin er klofin í málinu. Þó hafa kannanir sýnt að mikill meirihluti vill ekki sjá áframhaldandi innleiðingu á þessum orkupökkum fyrr en auð- lindaákvæði hefur verið tryggt í stjórnar- skránni. Um leið væri það hafið yfir allan vafa hver það er sem fer með stjórn mála, þ.e.a.s. á meðan við göngum ekki í ESB. Það er mikið og öflugt afl sem stendur á bak við þá sem tala máli orkupakkans. Einbeittur er vilji þeirra til að auka enn frekar við mark- aðsinnleiðinguna sem felst í orkupakka þrjú og er umfram það sem orkupakki tvö felur í sér. Þetta afl samanstendur af ríkisstjórninni með þingflokk Sjálfstæð- isflokksins í broddi fylkingar sem eins og allir vita er að ganga þvert gegn eigin stuðningsmönnum sem kváðu skýrt á um það á sl. landsfundi flokksins að segja nei við hvers konar hugsanlegu framsali á auðlindum okkar. Svo auðvitað Samfylkingin og Viðreisn vegna þeirrar stefnu sinnar að sækjast eftir frekari tengingu við ESB, hrein- lega vilja þangað inn. Þá þarf jú ekkert að spá í raforkuna frekar en aðrar auðlindir; allt fer undir Brussel, svo ein- falt er það. Annaðhvort ertu í ESB eða ekki. Víst er það að við höfum gjarnan kvartað undan fá- keppni og jafnvel mátt þola samráði á markaði. Því er- um við flest ánægð með aukna samkeppni en sumt er það þó sem heyrir til undantekninga og vil ég þar sérstaklega nefna auðlindirnar okkar eins og orkuauðlindina í þessu tilviki sem einfaldlega á ekkert erindi í hendur einka- aðila. Það er líka fráleitt að vera að réttlæta þessa innleiðingu þriðja orkupakkans með því að bera fyrir sig aukna neytendavernd. Ég bara spyr: „Vernda okkur fyrir hverju?“ Við búum við eitt öruggasta og ódýrasta raforku- kerfi í heimi. Hverra hagsmuna ganga stjórn- völd sem vilja skáka þessum forréttindum ís- lenskra neytenda? Það er jú ekki margt sem íslenskur almenningur getur glaðst yfir að sé hagstæðara í varðlagningu hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Við búum við verðtryggingu, okurvexti, himinhátt verð á húsnæðis- markaði ásamt okurverði á flestallri nauðsynjavöru. Eitt er þó víst, að raforkan stendur upp úr sem ein verðmæt- asta auðlind okkar og hana ber að vernda með öllum ráð- um til allrar framtíðar. EES-samningurinn er ekki einhliða samningur eins og ætla mætti miðað við rökin sem matreidd eru ofan í okkur til að réttlæta upptöku þriðja orkupakkans. EES- samningurinn er tvíhliða og Ísland er sjálfstætt full- valda ríki með óskoraðan lögvarinn rétt til samninga samkvæmt honum. Þann rétt ber okkur að nýta til fulls, komandi kynslóðum til hagsældar. Inga Sæland Pistill Flokkur fólksins segir NEI Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyr- andi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með for- vörnum og með því að tryggja fólki hvíld,“ sagði Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, formaður BSRB, í nýlegum pistli. Hún segir að fimmti hver starfsmaður í opinbera geir- anum í Svíþjóð sé með kuln- unar- eða streitueinkenni og hafi ástandið versnað hratt síðustu fimm ár. „Hér á landi skortir yfirsýn yfir ástæður og fjölda veikinda- daga en engin ástæða er til að ætla annað en að aðstæður séu sambærilegar hér. Stóraukin ásókn í réttindi sjúkra- sjóða stéttar- félaga ber þess merki.“ Kostar allt samfélagið VEIKINDI OG KULNUN Sonja Ýr Þorbergsdóttir Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Félagsmenn í VR eiga nú aðeins rétt á greiðslu sjúkradagpen- inga í sjö mánuði í stað níu áður. Fleiri félög hafa þurft að skerða greiðslur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.