Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er gott að eiga trúnaðarvin sem maður getur deilt draumum sínum og löngunum með. Ekki gefast upp, því þú átt ýmsar innistæður að taka af. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er mál að standa með sínum. Hæfni þín til að hugsa skýrt þegar kemur að peningum er mikil. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nýtur góðs af ríkidæmi ann- arra í dag. Dagurinn í dag er kjörinn til að hefja nýtt átak til betri heilsu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sérðu eftir að hafa ekki tekið stökkið? Það er ekki of seint. Taktu þátt í umræðunum ef þú telur að framlag þitt skipti einhverju máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Svo kann að fara að þú þurfir að taka upp gömul mál sem þú hélst að væru gleymd og grafin. Ekki taka öllu sem sjálfsögðu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu í gegnum eigur þínar og spáðu í hvað þú átt og þarft ekki lengur. Það er gott að sjá flísina í eigin auga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sönn vinátta er gulls ígildi. Leggðu áherslu á að hitta fólk og taka þátt í um- ræðum um þau mál sem eru í brenni- depli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú væri ekki vitlaust að ganga frá fasteignaviðskiptum. Ekki þreyta vinnufélagana með endalausum sögum af einkahögum þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ýmsar hliðar til og get- ur sýnt þær að vild. Hafðu langtíma- markmið tengd heimili og fjölskyldu í huga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að einblína ekki á eitt atriði þegar þú reynir að finna lausn á málum þínum. Einbeittu þér að fjöl- skyldunni í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að áætlanir sem tengjast ástamálum og börnum breytist í dag. Gleymdu skyldunum og sogaðu í þig upplýsingarnar sem þú færð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Ekki taka það til þín ef einhver virðist þóttafullur eða óvingjarnlegur. akstursfjarlægð frá golfvellinum og umkringdur veiðiám.“ Fjölskylda Eiginkona Inga er Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, f. 10. júní 1948, söngkennari. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Jónsdóttir, f. 9. apríl 1929, d. 12. janúar 2014, bankaritari, og Gunn- ar Björnsson, f. 14. ágúst 1927, d. 28. október 1988, bóndi í Sól- heimum í Blönduhlíð, síðar hús- vörður í Reykjavík. Ingi hefur átt sæti í stjórnum körfuknattleiksdeilda Íþróttafélags stúdenta og Fylkis, í knatt- spyrnudeildar Ármanns og körfu- knattleiksráðs Reykjavíkur. Frá 2001 hefur hann verið meðlimur í rótarýklúbbnum Borgum í Kópa- vogi, þar af eitt ár sem forseti. „Helstu áhugamál mín síðustu ár, auk golfsins, snúa aðallega að stangveiði og að njóta lífsins með fjölskyldunni í sumarhúsi okkar hjóna í Borgarfirði, sem vill svo vel til að er í sjö mínútna I ngi Kristinn Stefánsson fæddist 24. apríl 1949 í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann var í sumardvöl í sveit á Hrauni í Reyðar- firði hjá ömmubróður sínum, Ingv- ari Olsen. Ingi gekk í barnaskóla Neskaup- staðar og tók svo landspróf frá Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað árið 1964. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri og lauk hann stúdentsprófi úr stærðfræði- deild 1968. Ingi hóf nám í tann- læknadeild HÍ haustið 1968 og lauk þaðan cand. odont.-prófi árið 1974. „Ég vann ýmis sumarstörf samhliða námi, svo sem á síldar- plani og í síldarbræðslu í Neskaup- stað, byggingarvinnu í Reykjavík, hjá Póstinum og í Hvalstöðinni sem kjötmatsmaður. Ég er mjög hamingjusamur að hafa verið uppi á árum Bítlanna og síldarárunum og hafa verið í heimavist á menntaskólaárunum. Þetta voru stórir áhrifaþættir í uppeldinu. Bítlarnir hljómuðu öllum stundum og ég er að sjálfsögðu Liverpool- maður í fótboltanum.“ Frá prófi til 1977 var Ingi að- stoðartannlæknir hjá Ólafi G. Karlssyni. Setti þá upp eigin stofu á Bergstaðastræti 52 í Reykjavík og starfaði þar í 27 ár. Árið 2005 flutti Ingi tannlæknastofu sína í Hamraborg 10 í Kópavogi og starf- ar þar enn. Ingi hefur löngum verið alæta á íþróttir. Hann keppti í knatt- spyrnu með Þrótti í Neskaupstað á unglingsárunum og í frjálsum íþróttum hjá ÚÍA 1964-1969. Eftir að suður kom keppti hann með Ár- manni í knattspyrnu 1969-1978, í blaki með Íþróttafélagi stúdenta (ÍS) 1968-1970, en þeir urðu fyrstir meistarar á Íslandi í blaki, og körfuknattleik með ÍS 1969-1982 og spilaði í lávarðadeild í körfu- bolta eftir það. Í geymslunni hjá Inga má meðal annars finna verð- laun fyrir skíði, kúluvarp, hástökk, langstökk og þrístökk, ýmis hlaup, golf, blak, sund og fótbolta, hand- bolta og körfubolta. „Síðari árin hef ég aðallega stundað golf og læt mér duga að horfa á aðrar íþróttir í gegnum imbakassann.“ Börn Inga og Valgerðar eru: 1) Gunnar Trausti, kjörsonur, f. 23. febrúar 1982, framreiðslumaður, búsettur í Kópavogi. Börn: Tristan Ingi, f. 2002; Alexander Helgi, f. 2003; og Rúrik Árni, f. 2012. 2) Jón Kristinn, kjörsonur, f. 14. mars 1982, viðskiptafræðingur, búsettur í Reykjanesbæ. Maki: Fida Abu Libdeh framkvæmda- stýra. Börn: Watan Amal, f. 2006, Ragnheiður Tahrir, f. 2009, og Valgerður Asalah, f. 2013. 3) Hanna Ragnheiður, f. 6. mars 1987, sérfræðingur hjá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu, búsett í Kópavogi. Systkini Inga: Hálfsystkini sam- mæðra: Fjóla Bachmann, f. 13. september 1950, d. 10. desember 2014, verslunarmaður á Selfossi; Guðlaug Bachmann; f. 26. janúar 1952, sjúkraliði á Egilsstöðum; Rósa Bachmann, f. 3. mars 1953, bókari, lengst af búsett á Patreks- firði og Húsavík; Inga Lára Bach- mann, f. 3. janúar 1955, móttöku- ritari, búsett í Hveragerði; Jónína Bachmann, f. 1. júní 1957, hús- móðir á Selfossi; Halldór Bach- mann, f. 29. mars 1965, kynningar- stjóri hjá Almenna lífeyris- sjóðnum, búsettur í Reykjavík; Jóhann Óli Hilmarsson, stjúp- bróðir, f. 26. desember 1954, fugla- Ingi Kristinn Stefánsson tannlæknir – 70 ára Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Feðginin Ingi og Hanna Ragnheiður. Full geymsla af verðlaunapeningum Með synina Ingi og Valgerður ásamt Gunnari Trausta og Jóni Kristni. Barnabörnin Talið frá vinstri: Rúrik Árni, Alexander Helgi, Ragnheiður Tahrir, Valgerður Asalah, Watan og Tristan Ingi. 60 ára Gunnar ólst upp á Reykjum í Fnjóskadal en býr á Akureyri. Hann er eig- andi og framkvæmda- stjóri SBA Norður- leiðar, en hann keypti Sérleyfisbíla Akureyrar árið 1985 og Norðurleið árið 2001 og rekur núna 80 rútubíla. Hann er búfræð- ingur að mennt. Maki: Erna Hildur Gunnarsdóttir, f. 1959, framhaldsskólakennari í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Börn: Guðmundur Egill, f. 1989, og Magnús Árni, f. 1991. Foreldrar: Guðmundur Gunnarsson, f. 1924, d. 2008, og Pálína Magnúsdóttir, f. 1924, d. 2014, bændur á Reykjum. Gunnar Magnús Guðmundsson 40 ára Íris er frá Leirulækjarseli á Mýr- um en býr í Borgar- nesi. Hún er lands- lagsarkitekt frá Kaupmannahafnar- háskóla. Hún vinnur hjá Landmótun og hefur aðallega fengist við hönnun á skólalóðum og almenningssvæðum. Sonur: Sindri Freyr Daníelsson, f. 2004. Hundur: Kátur, f. 2016. Systkini: Erla, f. 1976, og Þröstur, f. 1982. Foreldrar: Reynir Gunnarsson, f. 1949, d. 2008, bóndi í Leirulækjarseli, og Edda Björk Hauksdóttir, f. 1956, fyrrverandi bóndi í Leirulækjarseli, búsett í Borgar- nesi. Íris Reynisdóttir Til hamingju með daginn Hella Kristinn Fannar Guðnason fæddist 18. ágúst 2018 kl. 5.50. Hann vó 3.284 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Hugrún Péturs- dóttir og Guðni Guð- jónsson. Nýr borgari Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.