Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 HANDBOLTI Olísdeild kvenna Fyrsti úrslitaleikur: Valur – Fram ........................................ 28:21  Staðan er 1:0 fyrir Val og annar leikur á morgun kl. 16 í Framhúsinu. Danmörk Úrslitakeppnin, 2. riðill: GOG – Skanderborg............................ 29:26  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir GOG.  Staðan: GOG 6, Bjerringbro/Silkeborg 3, Århus 0, Skanderborg 0. Dominos-deild karla Fyrsti úrslitaleikur: KR – ÍR......................................... (frl.) 83:89  Staðan er 1:0 fyrir ÍR og annar leikur í Seljaskóla á föstudagskvöld kl. 20. Frakkland Nanterre – Cholet ............................... 89:70  Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Hann lék í 20 mínútur. Nanterre er nú í 2. sæti. B-deild: Evreux – Orleans................................. 76:86  Frank Aron Booker skoraði 8 stig og tók 1 frákast fyrir Evreux. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8-liða úrslit: Detroit – Milwaukee ........................ 104:127  Milwaukee vann einvígið 4:0. Utah – Houston .................................. 107:91  Staðan er 3:1 fyrir Houston. KÖRFUBOLTI Á HLÍÐARENDA Ívar Benediktsson iben@mbl.is Valur tók forystuna í rimmunni við granna sína úr Fram um Íslands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna með öruggum sjö marka sigri á heimavelli í gærkvöld, 28:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Deildar- og bikarmeistararnir voru með yfirburði í leiknum lengst af. Segja má að flest hafi gengið upp hjá liðinu meðan leikmenn Fram voru miður sín framan af sem varð til þess að frumkvæðið á öllum sviðum leiks- ins var í höndum Valskvenna. Íris Björk Símonardóttir varði 25 skot í marki Vals en fékk á sig 19 mörk. Það gerir ríflega 60% hlut- fallsmarkvörslu. Ljóst er að það eitt og sér er erfitt fyrir Fram að eiga við. Ekki bætti úr skák frábær varnarleikur Önnu Úrsúlu Guð- mundsdóttur, Gerðar Arinbjarnar og Hildar Björnsdóttur í miðri vörninni auk þess sem Díana Dögg Magn- úsdóttir og Lovísa Thompson voru öflugar að vanda í bakvarðar- stöðunum. Einnig gekk sóknar- leikurinn lipurlega. Fátt gekk upp hjá Fram að þessu sinni, ekki síst í fyrri hálfleik. Leik- menn hertu aðeins upp hugann í síð- ari hálfleik. Það dugði ekki til enda var á brattann að sækja þegar flest- allt gengur upp lengst af leik hjá andstæðingnum. Aðeins lifnaði yfir Framliðinu þegar komið var fram í miðjan síðari hálfleikinn þegar varnarleikurinn lagaðist. Munurinn fór niður í þrjú mörk, 23:20, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Nær komumst Framkonur ekki. Lið sömu félaga mættust í úrslit- um Íslandsmótsins fyrir ári. Þá eins og nú byrjaði Valsliðið af krafti og vann fyrsta leikinn. Fram vann þrjá þá næstu og varð Íslandsmeistari. Fyrir leikinn í gær hafði Fram unnið þrjár af fjórum viðureignum liðanna í deildar- og bikarkeppninni. Enginn vafi leikur á að hér fara tvö bestu lið landsins. Dagsformið ræður miklu þegar þau mætast á vellinum. Óhætt er að segja að fáir ef nokkr- ir leikmenn Fram léku af bestu getu. Það er sennilega eina huggun Fram- kvenna fyrir framhaldið. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði að- eins eitt mark með langskoti. Karen Knútsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru ekki nema skugginn af sjálfum sér. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Hildur Þor- geirsdóttir sýndu lit en það dugði skammt. Erla Rós Sigmarsdóttir markvörður varði bærilega í síðari hálfleik þegar vörnin skánaði. Annað árið í röð var ein- stefna í fyrstu orrustu  Flest gekk upp hjá deildarmeisturunum meðan Framliðinu féll allur ketill í eld Morgunblaðið/Eggert Sigur Samherjar í blíðu og jafnt sem stríðu, jafnt hjá Val og Gróttu. Íris Björk Símonardóttir og Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir, leikmenn Vals, féllust í faðma eftir sigurinn á Fram í gær. Lovísa Thompson stalla þeirra fylgist með. Origo-höllin, fyrsti úrslitaleikur kvenna, þriðjudaginn 23. apríl 2019. Gangur leiksins: 1:1, 5:3, 8:5, 12:7, 13:8, 15:10, 17:12, 21:13, 22:17, 23:19, 25:20, 28:21. Mörk Vals: Lovísa Thompson 7, Sandra Erlingsdóttir 5/2, Anna Úr- súla Guðmundsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Íris Ásta Péturs- dóttir 3, Alina Molkova 2, Auður Est- er Gestsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústs- dóttir 1/1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1. Varin skot: Íris B. Símonardóttir 25. Valur – Fram 28:21 Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Þórey Rósa Stefáns- dóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6/5, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Sigur- björg Jóhannsdóttir 2, Marthe Sör- dal 1, Karen Knútsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 9, Sara Sif Helgadóttir 3. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson Áhorfendur: 543.  Staðan er 1:0 fyrir Val. Línumaðurinn öflugi Atli Ævar Ingólfsson verð- ur ekki með Sel- fossi í fyrsta leiknum við Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en lið- in mætast á Sel- fossi í byrjun næstu viku. Atli Ævar var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna olnboga- skotsins sem hann gaf Bergvini Þór Gíslasyni í sigri Selfoss á ÍR í fyrra- kvöld, þegar Selfyssingar tryggðu sér sigur í einvígi liðanna með dramatískum hætti. Í bann fyrir olnbogaskot Atli Ævar Ingólfsson DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi Lemförder – stýrisbúnaður ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Valur og FH leiða saman hesta sína á baráttudegi verka- lýðsins, hinn 1. maí, í stórleik 32-liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðin tólf sem leika í úrvalsdeildinni í sumar koma öll inn í keppnina á þessu stigi og ljóst er að þeim fækkar um að minnsta kosti tvö fyrir 16-liða úr- slitin því Rúnar Páll Sigmundsson fer með ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar í úrvalsdeildarslag við ÍBV. Fjögur lið úr neðstu deild, 4. deild, eru enn með í keppninni. Úlfarnir, sem óvænt slógu út Víking Ó., leggja aftur land undir fót og leika við Vestra á Ísafirði. Mídas sækir heim sigurliðið úr leik Völsungs og Tinda- stóls, Ægir fær Þrótt R. í heimsókn og Knattspyrnu- félagið Ásvellir tekst á við úrvalsdeildarlið Víkings R. Drátturinn: KÁ – Víkingur R., Magni – Breiðablik, Sindri – KA, Valur – FH, Grindavík – Afturelding, ÍR – Fjölnir, Fram – Njarðvík, Ægir – Þrótt- ur R., ÍBV – Stjarnan, Augnablik – ÍA, Keflavík – Kórdrengir, HK – Fjarða- byggð, Fylkir – Grótta, Vestri – Úlfarnir, KR – Dalvík/Reynir, Völsungur eða Tindastóll – Mídas. Tveir úrvalsdeildarslagir Rúnar Páll Sigmundsson KA mun tefla fram bosníska mark- verðinum Kristijan Jajalo í sumar en félagið hefur gert við hann samning sem gildir út keppnis- tímabilið sem hefst um helgina. Ja- jalo mun því á ný starfa með Óla Stefáni Flóventssyni sem tók við KA í vetur eftir að hafa stýrt Grindavík og haft Jajalo þar sem markvörð síðustu þrjú ár. Hinn 21 árs gamli Aron Elí Gísla- son, sem lék 10 leiki í úrvalsdeild- inni í fótbolta í fyrra, var í staðinn lánaður frá KA til Magna í 1. deild. Óli Stefán fær Jajalo aftur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Kristijan Jajalo ver víta- spyrnu á sínum nýja heimavelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.