Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Hjörtur J. Guðmundsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir Forystumenn stórra verkalýðs- félaga og samtaka eru ánægðir með niðurstöðu atkvæðagreiðslna um kjarasamninga félaganna við Sam- tök atvinnulífsins. Öll félögin sam- þykktu samningana og í flestum til- vikum var niðurstaðan afgrerandi. „Ég er náttúrlega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Lands- sambands íslenskra verslunar- manna. Samningar félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag at- vinnurekenda voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Þeir sem kusu voru sáttir Ragnar bendir á að VR sé með breiðustu samsetninguna af fé- lagsmönnum sé litið til stéttarfélaga almennt, það sé með nánast alla launa- og menntaflóruna, og því sé tæplega 90% samþykki mjög ásætt- anlegt. Þá hafi þátttakan, 20,85%, verið ágæt hvort heldur miðað er við kjörsóknina í öðum stétt- arfélögum eða sögu félagsins. „Það er ánægjulegt að öll félögin samþykktu samninginn. Flest með miklum meirihluta,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs- greinasamands Íslands og Ein- ingar-Iðju í Eyjafirði. Hann bendir á að í 17 af 19 félögum hafi yfir 70% samþykkt samningana. „Þeir sem kusu voru allavega sáttir,“ segir Björn. „Auðvitað hefði maður viljað sjá betri þátttöku. Samningurinn var vel kynntur fyrir fólki,“ segir hann og bætir því við að það hafi tekið fólk innan við mínútu að greiða atkvæði. Telur Björn ólík- legt að atkvæðagreiðslan hafi farið fram hjá fólki. Bendir á að þegar fólk er sátt við samninga séu minni líkur á að það kjósi en þegar það er ósátt. Kannski þögn sé sama og samþykki, segir Björn. Engir samningar nógu góðir „Ég er mjög þakklát þeim félags- mönnum sem greiddu atkvæði og auðvitað mjög ánægð með það að samningarnir hafi verið samþykktir með svona afgerandi hætti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Lífskjara- samningarnir svokölluðu voru sam- þykktir með 77% atkvæða félags- manna Eflingar. Sólveig Anna segist sjálf ekki hafa verið viss um að raunin yrði sú að samningarnir yrðu samþykktir með svo afgerandi hætti. „Ég veit að það eru aldrei neinir samningar nógu góðir, en ég held að aðkoma stjórnvalda hafi verið með þeim hætti að það gerði fólki auðveldara að samþykkja það að launahækk- anir fyrsta árið yrðu ekki miklar,“ segir Sólveig og bætir því við að for- senduákvæði samninganna gefi fólki ákveðið öryggi. Öll vinnan eftir Spurður um framhaldið segir Ragnar Þór Ingólfsson að í raun sé vinnan við kjarasamningana rétt að hefjast. „Ef einhver heldur að nú geti verkalýðshreyfingin hallað sér aftur á bak í stólnum og beðið í þrjú og hálft ár eftir næstu kjara- viðræðum þá er það mikill misskiln- ingur. Öll vinnan er í sjálfu sér eftir. Það eina sem kemur sjálfkrafa er launaliðurinn en við verðum að fylgja öllu öðru eftir. Sú vinna er þegar komin af stað og við erum bú- in að boða mjög þétta fundaröð núna á næstu vikum og mánuðum til þess að fylgja því eftir,“ segir Ragn- ar. Morgunblaðið/Hari Lífskjarasamningur Samningur SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði var undirritaður í byrjun apríl. Verkalýðsforingjar eru ánægðir með niðurstöðu  Hefði viljað fá meiri þátttöku segir Björn Snæbjörnsson Kristján H. Johannessen Helgi Bjarnason Öll aðildarfélög Starfsgreinasam- bandsins (SGS) samþykktu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnu- lífsins í gær, flest með stórum meiri- hluta. Félagsmenn í VR samþykktu sömuleiðis samninga við SA og Fé- lag atvinnurekenda. SGS fór með umboð 15 aðildar- félaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæða- greiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%. Auðir seðlar voru 1,62% en á kjörskrá voru 9.589 manns. Samtök atvinnulífsins (SA) samþykktu kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn með yf- irgnæfandi meirihluta, eða 98% greiddra atkvæða. Kosningaþátt- taka var að mati SA góð, eða 74%. Af þeim sem kusu hjá Eflingu samþykktu 77% samninginn en 2,3% sátu hjá. Félagsmenn VR samþykktu kjarasamning við SA með 88,35% at- kvæða og kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda (FA) var samþykktur með 88,47% atkvæða. Alls voru 34.070 manns á kjörskrá vegna kjarasamnings við SA og greiddu 7.104 atkvæði. Var kjörsókn því 20,85%. Samtals sögðu 6.277 já við samningnum en 700 nei. Kjör- skrá vegna kjarasamnings VR við FA taldi 1.699 félagsmenn en 451 greiddi atkvæði. Var kjörsókn því 26,55%. Alls sögðu 399 félagsmenn já við samningnum en 47 sögðu nei. Þrátt fyrir að kjarasamningar hafi verið samþykktir með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum SGS var ein undantekning þar á. Þannig munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem kusu með samþykkt samnings- ins og þeim sem kusu á móti henni hjá Öldunni stéttarfélagi í Skaga- firði. Kjörsókn þar var 11,15% en 520 voru á kjörskrá. Þannig kusu 58 manns og þar af 29 með samþykkt samningsins eða 50% en 28 á móti, eða 48,28%. Einn félagsmaður Öld- unnar skilaði auðu. Þá voru kjarasamningar einnig samþykktir með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum aðildarfélögum Landssambands íslenskra verslun- armanna (LÍV). Á kjörskrá um samninga LÍV/VR við VR og SA voru 37.375 félagsmenn og sam- þykktu 88,4% samning. Á kjörskrá um kjarasamning milli LÍV/VR og FA voru 1.732 og samþykktu 88,74%. Alltaf kvartað undan þátttöku Þátttaka í atkvæðagreiðslunni nú var mun minni en á árinu 2015, síð- ast þegar almennir kjarasamningar voru bornir undir atkvæði, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Sumarliði R. Ísleifsson, lektor við Háskóla Íslands sem unnið hefur að rannsóknum á sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, segir að alltaf hafi verið kvartað undan lítilli þátt- töku í kosningum í verkalýðshreyf- ingunni. Það hafi helst verið á kald- astríðsárunum að stjórnmálaflokk- unum hafi tekist að hrífa fólk með sér á fundi og í kosningar. Sumarliði telur að sagan sýni að þegar deildar meiningar eru um samninga séu meiri líkur á að hægt sé að virkja fólk til þátttöku en þeg- ar sátt er. Segist Sumarliði hissa á lítilli þátttöku hjá Eflingu í ljósi þeirra hræringa sem þar hafa verið. Segist hann hafa haldið að fé- lagsmenn hafi verið virkjaðir við for- ystuskiptin. Minni þátttaka en árið 2015  Kjarasamningar samþykktir í öllum félögum Starfsgreinasambandsins og hjá verslunarmönnum  Sagnfræðingur segir meiri líkur á þátttöku þegar ágreiningur er um málin en þegar sátt er Sumarliði Ísleifsson Lífskjarasamningarnir samþykktir Helstu úrslit nokkurra verkalýðsfélaga og kjörsókn 2015 og 2019 Kjörsókn 2015 Kjörsókn 2019 Félag Kjörsókn Samþykkir 2019 VR við SA 2015 19% 88% 2019 21% LÍV við SA 2015 26% 88% 2019 21% SGS – heild 2015 20% 80% 2019 13% Efling* 2015 17% 77% 2019 10% Vlf. Grindavíkur 2015 33% 89% 2019 17% Vlf. Akraness 2015 24% 88% 2019 12% Vlf. Hlíf* 2015 17% 84% 2019 5% AFL Starfsgrf. 2015 25% 79% 2019 22% Vsf. Keflavíkur* 2015 17% 82% 2019 8% Vlf. Aldan 2015 23% 50% 2019 11% *Efling, Hlíf og Verkal. og sjómannaf. Kefla­ víkur voru hluti af Flóabandalaginu 2015 „Það eru aðallega óvissuþættirnir,“ segir Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, spurður um hvaða atriði félagsmenn hefðu sett fyrir sig í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Samningarnir voru samþykktir þar með aðeins eins atkvæðis mun og skáru félagsmenn Öldunnar sig úr heildinni að því leyti því samningarnir voru alls staðar samþykktir með mun meiri mun. Kjörsókn hjá Öldunni var rúm 11%. 29 samþykktu samningana, 28 voru á móti og einn skilaði auðu. Óvissuþættirnir sem Þórarinn nefnir snúa margir að því sem ríkið þarf að gera, til dæmis skattabreyt- ingum sem hugsanlega verði komnar til framkvæmda eftir þrjú ár. Lækk- un vaxta sem þurfi að fara í ferli hjá Seðlabankanum. Eins hvað aðrar stéttir geri og hvað komi út úr hugs- anlegum hagvaxtarauka. „Það eru vonbrigði að við skulum ekki hafa meira í hendi,“ segir Þórarinn. Hann segir að óvissa með þessa þætti hafi komið fram á kynningar- fundum sem hann var með. „Ég átti engin svör við því, þetta eru hlutir sem ég ræð ekki við.“ Vonbrigði með þátttökuna Hann segir að þeir sem greiddu atkvæði um kjarasamninginn hafi komið úr ýmsum starfsstéttum, fisk- vinnslu, flutningastarfsemi, verk- töku, kjötvinnslu og mjólkurvinnslu. „Nei, ég ætla ekki að taka þetta inn á mig. Mestu vonbrigðin eru að ekki skyldu fleiri taka þátt, hér og annars staðar. Það hefði verið skrítin staða fyrir Ölduna að sitja uppi með ósamþykktan samning og ekki víst að við hefðum getað velt þungu hlassi fyrir okkar félagsmenn eftir á.“ Óvissan stóð í Skagfirðingum  Vonbrigði að hafa ekki meira í hendi 4 Lífskjarasamningarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.