Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 6
Hjón á Suðurnesjum voru í gær
sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness
fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætr-
um sínum. Maðurinn var dæmdur
til fangelsisvistar í 6 ár og konan til
5 ára fangelsisvistar, samkvæmt
upplýsingum Kolbrúnar Benedikts-
dóttur saksóknara en dómurinn
hefur ekki verið birtur á vef dóm-
stólsins.
Kolbrún segir að niðurstaðan sé í
ágætu samræmi við þær refsikröfur
sem ákæruvaldið gerði í málinu.
Hjónin voru bæði úrskurðuð í
áframhaldandi gæsluvarðhald, eftir
að dómurinn var kveðinn upp.
Nauðgaði stjúpdóttur
Við þingfestingu málsins í októ-
ber játuðu hjónin brot sín að hluta.
Í ákæru er karlmaðurinn sagður
hafa nauðgað stjúpdóttur sinni,
dóttur konunnar, í félagi við móð-
urina í febrúar á síðasta ári og tek-
ið bæði hreyfi- og ljósmyndir af
brotunum. Jafnframt kom fram að
móðirin hafi veitt dóttur sinni
áfengi meðan á brotunum stóð.
Héraðsdómur dæmdi stúlkunni 2,5
milljónir króna í miskabætur.
Hjónin voru einnig ákærð fyrir
að hafa framið brotin að dóttur
sinni viðstaddri, þannig að hún
horfði á foreldra sína brjóta gegn
hálfsystur hennar. Með því voru
hjónin sögð hafa ógnað velferð
stúlkunnar á alvarlegan hátt.
Maðurinn var einnig ákærður
fyrir að hafa í vörslu sinni á heimili
fjölskyldunnar 807 ljósmyndir og 29
myndskeið sem sýndu börnin á
kynferðislegan hátt.
Áfram í gæslu
Hann var einnig ákærður fyrir
brot á vopnalögum þar sem á heim-
ili hjónanna fannst mikið af
eggvopnum, meðal annars 50 senti-
metra langt sverð, „butterfly“-hníf-
ur, tveir stunguhnífar, kasthnífur
og slöngubyssa. Karlmaðurinn hef-
ur verið í gæsluvarðhaldi frá því í
júlí á síðasta ári. Þá var konan
einnig hneppt í tveggja vikna varð-
hald en síðan sleppt þar til ákæra
var gefin út í málinu í október.
Þá var hún aftur hneppt í varð-
hald vegna þess að héraðssaksókn-
ari taldi að ef brot hennar væru
jafn alvarleg og henni væri gefið að
sök ylli það bæði hneykslun og
særði réttarvitund almennings
gengi hún laus.
Hjónin voru í gær úrskurðuð í
áframhaldandi gæsluvarðhald, eftir
að dómurinn var kveðinn upp.
Nauðguðu dóttur sinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirtaka Annar sakborninga leiddur inn í héraðsdóm við fyrirtöku málsins.
Hjón sakfelld í
héraðsdómi fyrir
brot gegn dætrum
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vegna hlýnandi loftslags hefur
Snæfellsjökull rýrnað hratt síðast-
liðin 25 ár og verður ef að líkum
lætur að mestu horfinn um miðja
þessa öld, segir Þorsteinn Þor-
steinsson jökla-
fræðingur á Veð-
urstofu Íslands.
„Núna vorum við
að gera fyrstu
beinu mælingar á
vetrarafkomu
Snæfellsjökuls.
Vísindamenn
hafa fylgst með
þeirri þróun í
grófum dráttum
og lega jökulsporða hefur verið
mæld árlega frá 1931. Með afkomu-
mælingum fæst hins vegar beint
mat á árlegri rúmmálsbreytingu.“
Mikil úrkoma
Á öðrum degi páska var gerður
út leiðangur á Snæfellsjökul þar
sem vetrarafkoma hans 2018-19 var
mæld. Snjókjarni var boraður í um
1.350 m hæð sunnan Miðþúfu sem
er á hábungu jökulsins, sem margir
telja að búi yfir fágætri dulúð.
Kjarninn var vigtaður og mældur
svo og hitastig snævarins en flest
gildin voru á bilinu 0 til -1 gráða.
Vatnsgildi vetrarafkomunnar á
Snæfellsjökli reiknaðist samkvæmt
mælingunum nú 2.600 mm, það er
2,6 metrar. Séu þær tölur bornar
saman við úrkomumælingar frá
veðurstöðvum í nágrenni jökulsins,
svo sem á Gufuskálum, er úrkoman
allt að þrefalt meiri á jöklinum en á
láglendi. Einnig var í leiðangrinum
boruð hola í um 1.000 metra hæð í
norðurhlíðum Snæfellsjökuls og var
vetrarlagið þar rúmlega 4 m þykkt
og vatnsgildið 2.250 mm. Þar liggja
oft skaflar sumarlangt og var borað
í eldra hjarni niður á sjö metra
dýpi.
Hyrningsjökull hopar
Snæfellsjökull hefur gefið mjög
mikið eftir síðustu öldina. Sporður
hyrningsjökuls sem skríður úr jökl-
inum til norðurs hefur hopað um
1.000 metra síðan mælingar hófust
1931. Árið 1910 var flatarmál Snæ-
fellsjökuls alls um 22 ferkílómetrar
en er nú komið niður í 10 ferkíló-
metra. Þá er jökullinn að jafnaði að-
eins um 30 metra þykkur og líklegt
að hann verði að mestu horfinn um
miðja þessa öld, segir Þorsteinn.
Ásýndin breytist
„Við viljum efna til samstarfs við
Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og
heimamenn um afkomumælingar
með borunum og leysingarstikum
svo hægt verði að meta árlega rýrn-
un í hlýnandi loftslagi. Afkoma
meginjökla landsins hefur verið
mæld í 20-30 ár en slík gögn hefur
vantað um eina jökulinn sem sést af
höfuðborgarsvæðinu. Því ætlum við
nú að bæta úr,“ segir Þorsteinn.
Í mælingaferðina síðastliðinn
mánudag fóru vísindamenn frá Veð-
urstofunni, fólk frá ferðaþjónust-
unni Summit Guides og Þjóðgarð-
inum Snæfellsjökli.
„Þessar mælingar sem nú voru
gerðar eru mjög áhugaverðar,“ seg-
ir Jón Björnsson þjóðgarðsvörður í
samtali við Morgunblaðið. „Þessar
mælingar sýna okkur í hnotskurn
atburðarás, sem ræðst af hlýnun
lofthjúps jarðarinnar. Ásýnd lands-
ins breytist með eftirgjöf jökulsins.
Sérstaklega er þetta áhugavert í
ljósi þess að Snæfellsjökull blasir
við af höfuðborgarsvæðinu og allt í
kringum Faxaflóann og raunar víð-
ar frá. Stærstur hluti landsmanna
getur því þegar skyggni er gott og
yfir langan tíma fylgst með ótrú-
legri atburðarás sem ekki á sér
margar hliðstæður í sögunni, það er
að jökull sé bókstaflega að hverfa.“
Hratt undanhald Snæfellsjökuls
Vísindamenn á dulmögnuðum og hverfandi jökli Vetrarafkoman mæld og
rúmmál reiknað Ótrúleg atburðarás fyrir allra augum, segir þjóðgarðsvörður
Ljósmynd/Jón Björnsson
Leiðangur Á Snæfellsjökli sl. mánudag. Stapafell blasir við milli tækjanna og svo útsýni yfir Breiðuvík og Faxaflóa.
Borað Kjarninn var vigtaður og
mældur svo og hitastig snævarins.
Jón Björnsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 218.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson
Ævintýralegi miðaldabærinn Brugge í Belgíu er einstök
perla sem allir ættu að heimsækja að minnsta kosti
einu sinni á ævinni og sjá fornar byggingar, steinlögð
stræti, vatnavegi og markaðstorg. Hér er mikið flatlendi,
hvarvetna góðir hjólastígar og því tilvalið að fara allra
sinna ferða hjólandi. Upplifðu náttúrufegurð Belgíu í
hjólaferð þar sem áherslan er á að njóta, ekki þjóta.
7. - 14. september
Hjólað umBrugge
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
SUMARGJÖF
20% afsláttur af peysum
föstudag og laugardag
Allt um
sjávarútveg