Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 8

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Óli Björn Kárason alþingismaðurfjallaði í grein hér í blaðinu í gær um íþyngjandi regluverk og sagði: „Hvergi í ríkjum OECD er reglubyrði þjón- ustugreina þyngri en á Íslandi. Þetta er niðurstaða út- tektar OECD sem kynnt var fyrir skömmu á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eft- irlitsreglur. Ekkert bendir til þess að reglubyrðin sé hlutfallslega ein- faldari eða léttari á öðrum sviðum atvinnulífsins.“    Þetta er alvarlegt mál og eykurhættu á því, líkt og Óli Björn bendir á, „að íslensk fyrirtæki og launafólk verði undir í harðri og óvæginni alþjóðlegri samkeppni“.    Þá nefnir hann skýrslu þar semfjallað er um löggjöf áranna 2013-2016 sem sýni að mun fleiri lög hafi verið sett sem feli í sér íþyngjandi reglur en þau sem létti reglubyrðina. Ennfremur að af þeim 17 lögum sem sett voru og höfðu eingöngu íþyngjandi áhrif hafi 14 verið vegna innleiðingar EES-reglna. Ekki batnar það þegar í ljós kemur, sem bent er á í skýrsl- unni, að í mörgum tilvikum hafi verið gengið lengra við innleiðingu EES-reglnanna en nauðsyn krafði.    Þetta voru gagnlegar ábend-ingar hjá þingmanninum, en hvernig stendur á því að Alþingi hamast svo við að stimpla EES- reglurnar og gengur jafnvel lengra en nauðsynlegt er, eins og sést af ákafanum við að innleiða íþyngj- andi regluverkið?    Er einhver sérstök ástæða til aðganga lengra en nauðsyn krefur í að innleiða regluverkið frá ESB? Er ekki nóg samt? Óli Björn Kárason Er nauðsynlegt að ganga of langt? STAKSTEINAR „Við buðum 205 áframhaldandi vinnu af þessum 315. Eftir því sem ég best veit þá voru nánast allir sem tóku því,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, for- stjóri Airport Associates. Ekki er von á frekari breytingum hjá fyrirtækinu, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli og m.a. þjónustaði WOW air en það sagði upp 315 manns í kjölfar gjaldþrots WOW air. Fríhöfnin, sem heyrir undir Isavia, þarf að grípa til frekari uppsagna en búið var að boða en sex manns var sagt upp hjá Fríhöfninni fyrir síðustu mánaðamót. Sigþór segir ekkert slíkt á döfinni hjá Airport Associates. ,,Þetta er að spilast eins og við reikn- uðum með. Það var mjög lítið sem hægt var að gera fyrir þetta sumar, ég átti ekki von á neinum stórkostlegum kraftaverkum fyrir það,“ sagði Sigþór og vísaði í möguleikann á því að önnur félög fylli upp í skarðið sem WOW air skildi eftir sig. „Það voru einhverjir sem náðu að bæta við, Transavia og Wizz Air, en það er ekkert sem heitið getur,“ sagði hann. Aðspurður hvort frekari endur- skipulagningar sé að vænta hjá fyrir- tækinu eftir sumarvertíðina sagði Sig- þór það ekki á döfinni. „Ég á ekki von á því að hlutirnir breytist frekar hjá okkur. Þegar þessi félög sem eru hér bara á sumrin hætta þá eru fyrirtæki eins og Easy Jet sem bætir mikið við.“ Á ekki von á frekari breytingum  Ekki frekari uppsagnir hjá Airport Associates  Fleirum sagt upp í Fríhöfninni Morgunblaðið/Eggert Fríhöfnin Sex starfsmönnum var sagt upp um síðustu mánaðamót. Vík verkstæði Funahöfða 17, 110 Reykjavík Löggilding, skoðun og ísetningar á ökuritum og hraðatakmörkurum Við erum með nýjustu og fullkomnustu tæki sem boðið er upp á frá VDO til að mæla og stilla allar gerð r af digital og analong ökuritum Ágúst Magni, sími 896 1083, agustm@vikverkstaedi.is, vikverkstaedi.is Endilega hafið samband og sjáið hvort við get ekki leyst ykkar mál. i Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykja- vík lést 18. apríl síð- astliðinn, 109 ára og 159 daga. Í janúar náði hún þeim áfanga að verða elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Var hún í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum, að því er fram kemur á vefnum Langlífi á Fa- cebook, þar sem greint var frá andláti hennar í gær. Jensína var fædd 10. nóvember árið 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrand- arsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún fór til Reykjavíkur og lærði þar sauma í einn vetur. Jensína veiktist alvarlega af mænuveiki ár- ið 1955 og lamaðist þá öðrum meg- in, náði sér ekki til fulls en gat engu að síður slegið með orfi og ljá í sveitinni. Hún var vinnukona á ýmsum bæjum við Ísafjarðardjúp en flutti síðan til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld. Í fyrstu aðstoðaði hún systur sína við heimilishaldið en systir hennar eignaðist 12 börn. Jensína vann einnig víða við ræst- ingar, m.a. á heimilum og læknastofum. Hún var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi, hún var ógift og barnlaus. Á Langlífi kemur fram að aðeins fjórir aðrir Íslendingar hafa náð 109 ára aldri. Guð- rún Björnsdóttir hefur orðið elst, 109 ára og 310 daga, en hún var fædd í Vopnafirði haustið 1888 og var þriggja ára þegar hún flutti til Kanada með foreldrum sínum og systkinum. „Segja má að Jensína hafi átt Íslandsmetið en Guðrún Ís- lendingametið,“ segir á Langlífi. Alls hafa 26 Íslendingar náð 106 ára aldri og er Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi eini karlinn í þeim hópi en hann varð 107 ára og 333 daga. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslend- ingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sig- fússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára, að því er fram kemur á vefnum Langlífi, sem er í umsjá Jónasar Ragn- arssonar. Útför Jensínu Andrésdóttur fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík 3. maí næstkomandi, kl. 13. Andlát Jensína Andrésdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.