Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Björg Þorsteinsdóttir
myndlistarkona lést
22. apríl sl., 78 ára að
aldri. Hún fæddist 21.
maí 1940.
Björg var þekktur
listmálari og grafík-
listamaður. Hún
stundaði myndlist-
arnám m.a. við Mynd-
lista- og handíðskóla
Íslands, Akademie der
bildenden Künste í
Stuttgart, École Nat-
ionale Supérieure des
Beaux Arts og við hið
þekkta grafík-
verkstæði Atelier 17 í París.
Björg hélt yfir 30 einkasýningar
og tók þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum á Íslandi og víða um heim.
Eftir hana liggja fjölmörg mynd-
listarverk sem er að finna í öllum
helstu listasöfnum á Íslandi og í
opinberum söfnum og einkasöfnum
á Íslandi og erlendis. Björg hlaut
margar viðurkenningar fyrir verk
sín, m.a. námsstyrk frönsku ríkis-
stjórnarinnar 1971-1973 og var
nokkrum sinnum handhafi starfs-
launa listamanna.
Björg tók þátt í félagsstörfum og
sat m.a. í stjórn félagsins Íslensk
grafík, Félags ís-
lenskra myndlist-
armanna, í ráði Nor-
rænu myndlistar-
miðstöðvarinnar NKC
í Finnlandi og í full-
trúaráði Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar.
Hún starfaði sem
kennari við Myndlista-
og handíðaskóla Ís-
lands, Myndlistaskól-
ann í Reykjavík og
var forstöðumaður
Safns Ásgríms Jóns-
sonar 1980-1984.
Björg vann óslitið
að listsköpun sinni til æviloka.
Hennar helstu myndlistarmiðlar
voru málverkið, teikning og list-
grafík. Björg hélt sífellt áfram að
þróa list sína og náði einstökum ár-
angri sem einn af okkar fremstu
listamönnum.
Björg giftist Ragnari Árnasyni
mælingaverkfræðingi (1926-2016),
þau skildu. Dóttir þeirra er Guðný,
f. 1963, bókasafnsfræðingur og
leikkona.
Sonur Guðnýjar og Ólafs Rögn-
valdssonar kvikmyndagerðar-
manns, f. 1958, er Ragnar Árni
tónlistarmaður, f. 1991.
Andlát
Björg Þorsteinsdóttir
Hermann Einarsson,
kennari og útgefandi í
Vestmannaeyjum, lést
20. apríl síðastliðinn.
Hermann fæddist í
Vestmannaeyjum 26.
janúar 1942 og ólst upp
í Eyjum, en var í mörg
sumur í sveit undir
Eyjafjöllum. Foreldrar
hans voru Ásta Stein-
grímsdóttir, f. 31.1.
1920, d. 23.4. 2000, og
Einar Jónsson, f. 26.10.
1914, d. 25.2. 1990.
Hann útskrifaðist
með kennarapróf árið
1965 og próf úr framhaldsdeild
Kennaraskóla Íslands 1969. Hann
kenndi við Æfingaskóla KÍ veturinn
1965-1966 og við Barnaskóla Vest-
mannaeyja 1966-1974. Hermann
starfaði sem skólafulltrúi Vest-
mannaeyja 1977-1987. Hann hóf aft-
ur kennslu við Barnaskóla Vest-
mannaeyja árið 1987 og kenndi þar
til starfsloka.
Hermann starfaði mikið að út-
gáfumálum og gaf út vikublaðið Dag-
skrá í rúm 30 ár. Einnig kom hann að
útgáfu ýmissa rita, m.a. Þjóðhátíðar-
blaðs Vestmannaeyja og Eyja-
skinnu, ársrits Sögufélags Vest-
mannaeyja. Hin seinni ár sinnti hann
bókbandi af mikilli ánægju og batt
inn prentverk sem fjalla um Vest-
mannaeyjar.
Hann var varabæj-
arfulltrúi í Vest-
mannaeyjum 1966-
1970 og starfaði enn
fremur mikið fyrir
íþróttahreyfinguna í
Vestmannaeyjum.
Hermann var fréttarit-
ari RÚV 1992-1997.
Hermann var félags-
málamaður og heið-
ursfélagi í AKÓGES,
félagi í Oddfellowregl-
unni, Veiðifélagi Suð-
ureyjar og Listvina-
félagi Vestmannaeyja.
Hann var formaður Vestmanna-
eyjadeildar Rauða kross Íslands
1998-2009 og hlaut gullmerki RKÍ
árið 2016. Hermann var tóm-
stundabóndi á Breiðabakka í Vest-
mannaeyjum þar sem hann sinnti
búskap ásamt félögum sínum með
sauðfé og fiðurfé.
Hermann kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Guðbjörgu Ósk Jóns-
dóttur, f. 26.12. 1952, hinn 23. júní
1973. Dætur þeirra eru Sigurborg
Pálína og Steinunn Ásta, barnabörn-
in eru átta og eitt langafabarn.
Útför Hermanns verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum kl.
14 laugardaginn 27. apríl. Minning-
arathöfn verður um Hermann kl. 13
hinn 3. maí í Neskirkju í Reykjavík.
Hermann Einarsson
Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
Sumarfrakkar í úrvali
Verð frá kr.
29.900
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Nýjar sumarvörur frá
Str.
38-58
Ársfundur VIRK
Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn
þriðjudaginn 30. apríl í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík
kl. 13.30-16.00.
DAGSKRÁ
• Starfsemi VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
• Reynslusaga einstaklings sem lokið hefur
starfsendurhæfingu
• Reynslusaga stjórnanda úr atvinnulífinu
• Styrkir VIRK 2019
Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri hjá VIRK
• Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá
Ársfundurinn er öllum opinn en meðlimir
fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt.
Skrá skal þátttöku á virk.is
Alvarlegt vinnuslys varð í álveri
Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um
klukkan tvö í gærdag þegar karl-
maður féll fjóra metra á merktri
gönguleið í skautsmiðju álversins.
Þetta staðfesti Dagmar Ýr Stef-
ánsdóttir upplýsingafulltrúi
Fjarðaáls í samtali við mbl.is í
gær.
Fluttur með sjúkraflugi á
Landspítalann í Fossvogi
Lögreglan á Eskifirði var kölluð
á vettvang og var maðurinn fluttur
með sjúkrabíl til Neskaupstaðar
og þaðan með sjúkraflugi á Land-
spítalann í Fossvogi. Ekki er unnt
að veita frekari upplýsing-ar um
líðan hans.
Nokkrar gönguleiðir eru í skaut-
smiðjunni og eru þær í mismun-
andi hæð. „Þetta á að vera örugg
gönguleið en þarna var eitthvað
sem gaf sig,“ sagði Dagmar.
Slysið hefur verið tilkynnt til
Vinnueftirlitsins.
Alvarlegt vinnuslys
Morgunblaðið/ÞÖK
Álver Fjarðaáls Maðurinn féll fjóra
metra í skautsmiðju álversins.