Morgunblaðið - 25.04.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.2019, Síða 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Við erum að sigla í að sam-anlagður fjöldi krakkannasem hafa komið til okkarað Reykjum séu 60 þús- und. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, for- stöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Nú sér fyrir endann á átjánda vetr- inum sem þau Karl og Halldóra Árnadóttir kona hans starfrækja búðirnar sem eru í húsum gamla héraðsskólans að Reykjum. 100 krakkar í húsi Það var haustið 2001 sem þau Karl og Halldóra hófu störf við skólabúðirnar, en starfsemin hófst upphaflega árið 1988 – fyrir 31 ári. Að Reykjum koma á vetri hverjum krakkar úr 7. bekk grunnskólans, 12-13 ára. Eru þau á staðnum frá mánudegi til föstudags og á hverjum tíma eru yfirleitt um 100 krakkar í húsi, ásamt kennurum. „Fyrstu hóparnir koma hingað upp úr 20. ágúst og svona rekur þetta sig alla veturinn. Alls verða dvalarvikurnar þennan veturinn 34 og síðasti hóparnir eru hér í lok maí. Það þýðir að hingað koma á þessu skólaári nærri 3.400 krakkar fæddir árið 2006, en í árganginum öllum eru um 4.400 börn, segir Karl. Framandi veröld Aðstaða að Reykjum hentar, að mati Karls, einkar vel fyrir starfs- semina. Í gömlu skólahúsunum eru rúmgóð salarkynni og gistiaðstaða, það er í gömlu heimavistinni. Þá eru á hlaðinu lítið íþróttahús, 25 metra sundlaug og kippkorn frá því er byggðasafnið, sem Húnvetningar og Strandamenn standa sameiginlega að. Þangað var einmitt stór krakka- hópur kominn til að skoða og fræð- ast þegar blaðamaður leit við á Reykjum fyrir nokkrum dögum. Í öndvegi á safninu er hákarlaskipið Ófeigur, en almennt má segja að safnið gefi góða innsýn í veröld sem var og er ungri kynslóð framandi á flesta lund. „Krakkarnir eru ræst klukkan átta á morgnana, það er morg- unmatur klukkan hálfníu og eftir það tekur við þétt dagskrá sem stendur allan daginn. Bæði er farið í útileiki, íþróttahúsið, sundlaugina og byggðasafnið og svo er þetta um- hverfi heill ævintýraheimur. Bæði eru náttúran hér, gróður og fjara, forvitnileg. Svo eru hér sögulegar minjar, rústir af herstöð Breta sem hér var starfrækt á stríðsárunum, 140 braggar og 1.000 hermenn þegar mest var. Svo endum við alltaf á kvöldin með skemmtilegri kvöld- vöku, þar sem krakkarnir sjálf og svo við starfsfólkið – harðfullorðið – bryddum upp á ýmsu skemmtilegu,“ segir Karl og heldur áfram: Sjálf okkur næg með afþreyingu „Hér erum við sjálfum okkur næg með alla afþreyingu og að þurfa að komast í síma og tölvur er krökk- unum fjarlægt í þessu umhverfi. Strax þegar krakkarnir koma hing- að á mánudegi eru þau tekin á sal og þeim kynntur staðurinn og þær regl- ur sem hér gilda. Þær eru einfaldar og skýrar; ekki stríða, berum virð- ingu fyrir hvort öðru og það er bann- að að skemma eigur annarra. Klárt og kvitt og aldrei nein vandamál. Það er bara ekki nokkurt einasta mál að hafa hér 100 krakka í eina viku. Börnin fara eftir þeim reglum sem þeim eru settar og heilt yfir eru þau alveg til fyrirmyndar og skemmtileg,“ segir Karl að síðustu. Skemmtilegar skólabúð- ir! Að Reykjum í Hrúta- firði er ævintýraveröld, sem tugir þúsundir krakka hafa sótt. Úti- leikir, íþróttir, fjör og fræðsla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gleði Kátir krakkar í upphafi dvalarviku á Reykjum. Í mörgum skólum er þetta einn af hápunktum skólaársins og er safnað fyrir ferðinni allan veturinn. Skólahús Á Reykjum var lengi starfræktur héraðsskóli fyrir Húnavatnssýslur og Strandir. Byggingunum á staðn- um var svo fengið nýtt hlutverk með starfsemi skólabúðanna, sem eiga sér orðið ríflega tuttugu ára sögu. Áhugasamir Jóhannes Fei Birgisson, til vinsti, og Eivin Gitonga frá Akureyri. Karl Örvarsson Krakkarnir alveg til fyrirmyndar 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 það er opið í öllum Pssst ... Krónu verslunum í dag Afgreiðslutímar á www.kronan.is G le ði legt sum ar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.