Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 14

Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að viðskiptakjör þjóð- arinnar muni versna frekar í ár. Hækkun olíuverðs á þátt í því. Þetta er niðurstaða greiningar Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica. Lækkandi afurðaverð í sjávar- útvegi og álframleiðslu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu. Fyrir vik- ið dragist verðmætasköpun saman. Við það bætist hækkandi olíuverð. Því séu horfur á að íslenskir laun- þegar muni geta keypt minna af er- lendum vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Hugtakið viðskiptakjör vísar til hlutfalls milli verðlags út- og inn- fluttrar vöru og þjónustu. Hafa rýrnað frá miðju ári 2017 Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu umfram verð á útflutn- ingi þá rýrna viðskiptakjörin. Þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar hins vegar umfram innflutn- ing batna viðskiptakjörin. Viðskiptakjör þjóðarinnar styrkt- ust í kjölfar mikillar lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Sú þróun ásamt innfluttri verðhjöðnun og fleiri þáttum jók kaupmátt almenn- ings. Sú styrking er að ganga til baka með versnandi kjörum. Þannig kemur fram í síðasta Fjármálastöð- ugleika Seðlabankans að viðskipta- kjörin hafa rýrnað samfleytt frá miðju ári 2017. Þau hafi þannig í lok síðasta árs verið áþekk því sem þau voru um mitt ár 2014. Þróunin skýr- ist m.a. af almennri hækkun inn- flutningsverðs. Vegna vægis áls og fisks í útflutn- ingi notar Yngvi þessar vörur sem mælikvarða á viðskiptakjörin. Hann bendir á að fiskverð sem hlutfall af olíuverði hafi náð hámarki árið 2016 en síðan gefið eftir. Sama megi segja um álverðið. „Við mat á verðhlutfalli fiskafurða og olíu miða ég við nýjustu upplýs- ingar Hagstofu Íslands um fiskverð frá í febrúar og að það haldist óbreytt. Álverð og olíuverð eru rauntölur fyrir fyrsta fjórðung en fyrir annan fjórðung miða ég við óbreytt verð frá því sl. þriðjudag. Viðskiptakjörin í heild toppuðu seint á árinu 2017. Þau hafa síðan rýrnað og horfur eru á að þau geri það áfram. Olíuverð hefur hækkað tölu- vert undanfarið,“ segir Yngvi. Verð á tunnu af Brent-Norður- sjávarolíu fór niður í rúma 50 dali í desember en kostar nú um 74 dali. Fá minna fyrir krónurnar Yngvi segir aðspurður að þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir sé útlit fyrir að íslenskir launþegar muni geta keypt minna af erlendum vörum fyrir útborguð laun. „Þjóðin hefur orðið fyrir afkomu- skerðingu. Ytri skilyrðin eru að versna og þjóðarbúið hefur orðið fyrir áföllum. Þrennt vegur þar þyngst. Þ.e.a.s. gjaldþrot WOW air, loðnubresturinn og vandræðin með Boeing Max-þotur Icelandair,“ segir Yngvi sem telur þessa þróun geta þrýst gengi krónunnar enn frekar niður enda sé raungengið enn hátt í sögulegu samhengi. Viðskiptakjörin hafi í gegnum söguna haft gríðarleg áhrif á afkomu íslensku þjóðarinnar. Þjóðin sé enda háð utanríkisviðskiptum. Á að skila ábatanum Samkvæmt lífskjarasamningun- um fá launþegar mögulega hagvaxt- arauka á samningstímanum, sem tryggja á hlut þeirra í verðmæta- sköpun þjóðarbúsins. Verður hann reiknaður út frá hagvexti á mann. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, bendir á að fjölgun íbúa hafi verið umfram hagvöxt á síðustu misserum. Það endurspeglist í því að meðalhagvöxtur á mann síðustu tvö ár hafi verið 1,8% þrátt fyrir að með- alhagvöxtur hafi verið 4,6%. Með hægari fólksfjölgun, eða jafnvel fólksfækkun vegna brottflutnings erlends vinnuafls, kunni að draga saman með þessum stærðum. „Það eru horfur á því að það verði ekki hagvöxtur í ár heldur samdrátt- ur, hvort sem á heildina er litið eða á mann,“ segir hann. Það sem vegur þyngst í þeirri spá Arion banka er að erlendum ferða- mönnum fækkar í ár í kjölfar sam- dráttar og síðan gjaldþrots WOW air. Þá valdi loðnubresturinn einn og sér sýnilegum samdrætti milli ára í landsframleiðslu. Spá greiningar- deildar Arion banka er að útflutn- ingstekjur þjóðarbúsins dragist saman um 10,9% milli ára. Spáir 16% fækkun Greiningardeild Arion banka spá- ir þannig 16% fækkun erlendra ferðamanna í ár vegna samdráttar í ferðaþjónustu í kjölfar falls WOW air. Samsvarar það því að erlendum ferðamönnum fækki um hátt í 400 þúsund, eða úr 2,3 milljónum í fyrra í 1,9 milljónir í ár. Stefán Broddi segir aukið framboð annarra flug- félaga kunna að vega þar á móti. „Kyrrsetning Boeing Max-þota hef- ur hins vegar áhrif á svigrúm Ice- landair, og fleiri flugfélaga, til að auka framboð sitt og fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig,“ segir Stefán Broddi. Hann segir aðspurður að aðlögun að minni útflutningstekjum hafi að miklu leyti komið fram í 10-12% veikingu krónu frá júlí og ágúst í fyrrasumar. Spá greiningardeildar Arion banka feli meðal annars í sér að gengi krónunnar verði á svipuðum slóðum undir lok árs og það sé í dag. Horfur séu á mun minni hagvexti næstu ár en undanfarin ár. Viðskiptakjör á niðurleið Vísitölur viðskiptakjara og verðhlutföll álverðs, fi skverðs og olíuverðs Frá mars 2000 til júní 2019 125 120 115 110 105 100 95 90 85 300 250 200 150 100 50 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Viðskiptakjör Álverð/olíuverð, fi skverð/olíuverð og raungengi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Analytica Viðskiptakjör Álverð/olíuverð Fiskverð/olíuverð Raungengi m.v. verðlag 2010=100  Mun skerða kaupmátt almennings  Hækkandi olíuverð hefur þar áhrif Yngvi Harðarson Stefán Broddi Guðjónsson Valitor var í gær gert að greiða Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell, rekstrarfélagi Wiki- leaks, 1,2 milljarða króna í bætur fyrir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyrir Wikileaks í 617 daga. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Valitor er gert að greiða SSP 1.140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Arion banki sendi síðdegis frá sér afkomuviðvörun vegna dómsins þar sem segir að áhrif óreglulegra liða á afkomu bankans á fyrsta ársfjórð- ungi 2019 verði neikvæð um 1,2 millj- arða kr. Valitor er dótturfélag Arion banka. ,,Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í til- kynningu Arion banka. Málið á rætur að rekja til lokunar Valitors árið 2011 á greiðslugátt til Datacell sem safnaði greiðslum fyrir Sunshine Press Productions, fyrir- tækið að baki Wikileaks. Gáttin var alls lokuð í 617 daga og skaðabóta- krafan byggir á tjóninu sem fyrir- tækin urðu fyrir á meðan gáttin var lokuð. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP og Datacell, sagði að niðurstaða vekti upp blendnar tilfinningar. Hann sagði að það væri jákvætt að dómurinn hefði komist að niðurstöð- unni að um væri að ræða bótaskylt brot. Hann sagði að það væri verra að mati dómkvaddra matsmanna væri ýtt til hliðar en að þeirra mati var tjón fyrirtækjanna 3,2 milljarð- ar. Segir dóminn sæta furðu Í fréttatilkynningu frá Valitor í gær er lýst furðu vegna dómsins. SPP hafi aldrei átt í neinu viðskipta- sambandi við Valitor. Auk þess hafi SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en hafi engu að síður gert margra milljarða dómkröfur á hend- ur fyrirtækinu. „Valitor hefur frá upphafi bent á að enginn grundvöll- ur sé fyrir kröfugerð SPP en meiri- hluti héraðsdóms kemst að annarri niðurstöðu í dag. Hins vegar skilaði einn þriggja dómara séráliti og vildi sýkna Valitor alfarið enda hafi ekk- ert tjón verið sannað.“ Valitor mun væntanlega áfrýja til Landsréttar. Valtor greiði 1,2 milljarða í bætur  Arion banki sendir afkomuviðvörun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.