Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á þessari stundu liggur ekki ljóst
fyrir hvenær framkvæmdir geta
hafist við langþráða breikkun
Reykjanesbrautar í Hafnarfirði,
milli Kaldárselsvegar og Krýsuvík-
urvegar.
Hafnfirðingar hafa þrýst mjög á
úrbætur í samgöngumálum í bæn-
um undanfarin ár. Umferð í gegn-
um bæinn hefur stóraukist, ekki
síst vegna fjölgunar ferðamanna
sem aka þar um á leið frá og til
Keflavíkurflugvallar. Þar sem
Reykjanesbrautin er þjóðvegur
ber ríkinu að fjármagna fram-
kvæmdina.
Tilboð í fyrrgreint verk voru
opnuð fyrir rúmum mánuði og var
sameiginlegt tilboð Ellerts Skúla-
sonar ehf., Borgarvirkis ehf. og GT
verktaka ehf. lægst, eða rúmar
1.864 milljónir króna.
Við yfirferð gagna frá lægs-
tbjóðendum kom í ljós að verk-
reynsla bjóðenda fullnægði ekki
kröfu sem áskilin er í grein 1.8 í
útboðslýsingu og er svohljóðandi:
„Bjóðandi skal á sl. 7 árum hafa
lokið við a.m.k. eitt sambærilegt
verk fyrir verkkaupa eða annan
aðila. Með sambærilegu verki er
átt við verkefni svipaðs eðlis og að
upphæð verksamnings hafi að lág-
marki verið 50% af tilboði í þetta
verk. Við þennan samanburð mun
verkkaupi taka tillit til verðbreyt-
inga miðað við byggingarvísitölu.“
Ístak átti næstlægsta boðið
Á grundvelli þessa ákvæðis
hafnaði Vegagerðin tilboðinu. Að
sögn G. Péturs Matthíassonar,
upplýsingafulltrúa Vegagerð-
arinnar, hefur verktakinn ekki
kært þessa ákvörðun en gert við
hana athugasemdir. Er Vegagerðin
með þær til skoðunar. Hvað þetta
tekur langan tíma getur G. Pétur
ekki sagt til um. Væntanlega verð-
ur gengið til samninga við það
fyrirtæki sem átti næstlægsta til-
boðið. Það var Ístak hf., sem bauð
rúmar 2.106 milljónir króna í verk-
ið. Áætlaður verktakakostnaður
Vegagerðarinnar var 2.050 millj-
ónir króna. Alls bárust fjögur til-
boð í verkið. Í verkinu felst tvö-
földun Reykjanesbrautar í
Hafnarfirði milli Kaldárselsvegar
og Krýsuvíkurvegar, auk allra
vega- og stígagerðar sem nauðsyn-
leg er til að ljúka gerð vegafram-
kvæmdanna endanlega. Lengd út-
boðskaflans er um 3,2 kílómetrar.
Þá er innifalin breikkun vegbrúar
yfir Strandgötu og gerð tveggja
göngubrúa yfir Reykjanesbraut við
Ásland og Þorlákstún. Einnig er
innifalin gerð umtalsverðra hljóð-
varna, bæði hefðbundinna hljóð-
mana, hljóðveggja og mana með
jarðvegshólfum. Þá eru í verkinu
breytingar á lagnakerfum veitufyr-
irtækja sem og nýlagnir og veglýs-
ing. Loks er innifalinn
frágangur á landi og landmótun.
Verkið er samstarfsverkefni Vega-
gerðarinnar, Hafnarfjarðar og
veitufyrirtækja. Samkvæmt verk-
áætlun áttu framkvæmdir að hefj-
ast í næsta mánuði en ljóst er að
sú áætlun mun ekki standast.
Verkinu verður skipt í tvo aðal-
áfanga. Á þessu ári verður brautin
tvöfölduð vestan Strandgötu og
brúin yfir Strandgötu breikkuð. Á
árinu 2020 verður brautin svo tvö-
földuð milli Kaldárselsvegar og
Strandgötu. Verklok eru áætluð í
byrjun nóvember 2020.
Markmiðið með framkvæmd-
unum er að auka umferðaröryggi
og bæta umferðarflæði og umferð-
arrýmd. Einnig að bæta hljóðvist í
nágrenni brautarinnar og bæta
samgöngur yfir Reykjanesbraut,
milli hverfa í Hafnarfirði. Tvöföld-
un þessa vegarkafla verður flókið
verk og vandasamt, segir Vega-
gerðin. Vegfarendur þurfi að sýna
mikla tillitssemi á vinnusvæðinu
næstu tvö árin.
Breikkun bíður enn um sinn
Lægstbjóðandi í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði var ekki talinn fullnægja kröfum
Verktakinn gerði athugasemdir við ákvörðunina Vegagerðin með málið til skoðunar
Opið hús verður í Garðyrkjuskól-
anum á Reykjum í Ölfusi frá kl.
10 til 17 í dag, sumardaginn
fyrsta. Þess er minnst um þessar
mundir að 80 ár eru frá upphafi
garðyrkjumenntunar á Íslandi.
Sumarið er komið í garðskál-
anum og hægt er að heimsækja
hitabeltið í bananahúsinu og
pottaplöntusafninu. Verkefni
nemenda í skrúðgarðyrkju verða
til sýnis og kaffiveitingar verða á
boðstólum og markaðstorg með
m.a. nýrri uppskeru af hnúðkáli,
grænkáli og gulrótum. Ýmiss
konar afþreying er í boði fyrir
börnin.
Ekki aðeins verður Garðyrkju-
skólinn opinn fyrir gesti og gang-
andi heldur verður einnig sérstök
hátíðardagskrá kl. 13:30-14:45.
Þar m.a. afhendir Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, garð-
yrkjuverðlaun LbhÍ 2019 og
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, afhend-
ir umhverfisverðlaun Hvera-
gerðis og umhverfisverðlaun Ölf-
uss. Á samkomunni afhendir
Landvernd Garðyrkjuskólanum
grænfána.
Ljósmynd/Garðyrkjuskólinn
Bananar Myndarleg planta í banana-
húsinu á Reykjum í Ölfusi.
Opið hús í Garð-
yrkjuskólanum
Nám í garðyrkju hófst fyrir 80 árum
Eftir er að tvöfalda kaflann frá
Kaplakrika að Álftanesvegi í
Engidal. Til glöggvunar skal
þess getið að þessi kafli liggur
framhjá versluninni Fjarðar-
kaupum. Opinbert heiti vegar-
kaflans er „Álftanesvegur að
Lækjargötu“ og er umferð um
hann mjög mikil.
Þó hann teljist ekki formlega
til Reykjanesbrautar nema að
hluta telst hann tilheyra henni
allur í bókhaldi Vegagerð-
arinnar. Nafn vegarins frá Engi-
dal að Kaplakrika er Fjarðar-
hraun. Engidalur – Kaplakriki
er ekki á samgönguáætlun og
ekki á 15 ára áætluninni, sam-
kvæmt upplýsingum sem blað-
ið fékk hjá G. Pétri Matthías-
syni.
Ekki á sam-
gönguáætlun
FJÖLFARINN VEGUR
Ljósmynd/Efla
Reykjanesbrautin Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur fram hjá Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Tvöföldun þessa
vegarkafla verður flókið verk og vandasamt að mati Vegagerðarinnar. Vegfarendur þurfa að sýna mikla tillitssemi.
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Frá gatnamótum við Kaldárselsveg að Krýsuvíkurvegi
H A F N A R FJ Ö R Ð U R
Hvaleyri
Setberg
Kortagrunnur: openstreetmap.com
Gatnamót við
Krýsuvíkurveg
Gatnamót við
Kaldárselsveg
Tvöföldun á
um 3 km kafla
Reyk
janes
brau
t
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
VOR
2019