Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 18

Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnar- ness lauk fyrir páska þegar bæjar- yfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Við- reisnar fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar í fyrra. Þar áður var verslunin Systrasamlagið rekin þar við miklar vinsældir bæjarbúa og annarra sem sækja sundlaugina og líkamsræktar- stöðina. Sú verslun hraktist þaðan vegna þess að ekki reyndist unnt að tryggja framtíðarleigusamning á húsinu. Ástæðan var sú að bæjar- yfirvöld áformuðu að nýta svæðið undir bílastæði. Eldað í örbylgjunni Sundlaug Seltjarnarness var vígð í september 1984. Ekki leið á löngu áður en reistur var söluturn í jaðri lóðar sundlaugarinnar. Þá sem nú þótti mörgum óhugsandi annað en að pylsa eða önnur hressing fylgdi í kjölfar góðrar sundferðar. Sjoppa þessi naut frá upphafi mikilla vin- sælda bæjarbúa. Hún fékk nafnið Nesturninn en var í daglegu tali yfirleitt nefnd í höfuð þess sem opn- aði hana, Skaraskúr eða einfaldlega Skari. Í Skaraskúr var í upphafi hægt að kaupa Sinclair Spectrum- tölvuleiki sem nutu mikilla vinsælda. Vertinn tók líka í sína þjónustu nýtt undratæki á markaðinum, örbylgju- ofninn. Í honum voru matreiddar heimagerðar samlokur með leyni- sósu. Svindlsamlokur í samloku- brauði á 25 krónur og Blöffborgarar í hamborgarabrauði á 30 krónur. Þá voru gamaldags íslenskir kleinu- hringir, GB-kleinuhringir nánar til- tekið, hitaðir í örbylgjunni og seldir á tíkall. Hlölli og Gilli komu og fóru Sá Skaraskúr sem fjarlægður var á dögunum var reistur á tíunda ára- tugnum. Þegar kom fram á nýtt ár- þúsund gekk á ýmsu í rekstrinum samfara breyttum verslunarháttum á Íslandi og nokkuð var um eig- endaskipti. Þannig var skúrnum breytt í einhvers konar útibú Hlölla- báta árið 2008. Árið 2010 var nafninu breytt í Gilla Grill og þáverandi eig- andi bauð upp á kjúklingarétt frá Bótsvana sem rétt hússins. Með til- komu World Class og aukinni áherslu gesta á heilsubót virtist orð- ið útséð með hefðbundinn sjoppu- rekstur í Skaraskúr. Systrasamlagið var opnað í húsnæðinu árið 2013 og passaði eins og flís við rass við stemninguna á svæðinu. Systra- samlagið var valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi árið 2015. Systrasamlagið hraktist burt Mikill styr stóð um framtíð Skara- skúrs síðla árs 2016 og fram á 2017. Fimmtán ára lóðaleigusamningur eigandans rann út árið 2014 og þar sem áformað hafði verið árið 2007, þegar World Class var reist, að gera bílakjallara undir lóðinni vildu bæj- aryfirvöld aðeins gera leigusamning til eins árs í senn. Því gátu systurnar í samlaginu ekki unað: „Nú er ekki rekstrargrundvöllur fyrir okkur hér lengur. Húseigand- inn hefur aðeins fengið árs leigu- samninga í senn undanfarin þrjú ár. Vegna óvissunnar hefur hann ekki viljað kosta viðhald á húsinu. Við systurnar höfum því ákveðið að færa okkur um set og opnum á Óðinsgötu 1 um miðjan janúar. Við hefðum vilj- að vera áfram því hér eigum við djúpar rætur,“ var haft eftir Guð- rúnu Kristjánsdóttur í lok árs 2016. Íbúar á Seltjarnarnesi lýstu mik- illi óánægju með þessa þróun mála, sögðu Systrasamlagið límið í sam- félaginu og efndu til undirskrifta- söfnunar um að brugðist yrði við með einhverjum hætti. „Algjörlega ótrúlegt þegar loksins einstaklingar eru tilbúnir að hefja rekstur á Nesinu, byggja upp öflugt vörumerki í anda stefnu bæjarins; fjölskylduvænt og grænt – að þá er bærinn ekki tilbúinn að framlengja samning,“ skrifaði einn íbúa í face- bookhóp þeirra. Björn Leifsson, eigandi World Class, tók undir sjónarmið bæjarbúa og sagðist vilja hafa Systrasamlagið áfram enda skapaði það líf í hverf- inu. „Fyrir níu árum var á teikni- borðinu að gera bílakjallara sem hefði bætt við um 30 stæðum. Það er alltof dýr framkvæmd fyrir svona lítinn ávinning,“ sagði Björn. Málaferli um skúrinn Að endingu kom til málaferla um framtíð Skaraskúrs. Seltjarnarnes- bær stefndi eiganda söluskálans fyr- ir Héraðsdóm Reykjavíkur en hann hafði talið að lóðarleigusamningur hefði verið framlengdur til fimmtán ára og neitaði að fjarlægja skálann. Bærinn hafði sigur í héraðsdómi en eigandinn áfrýjaði til Landsréttar sem úrskurðaði bænum í vil snemma árs 2018. Ári síðar var svo Skara- skúr felldur. En hvað verður nú gert á svæð- inu? Ásgerður Halldórsdóttir, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, sagði í samtali við Morgunblaðið að engin ákvörðun hefði verið tekin um nýt- ingu þess. „Samkvæmt núgildandi deili- skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinni byggingu þarna. Þegar World Class var byggt á sínum tíma var alltaf gert ráð fyrir því að þetta myndi hverfa.“ – Hvað með þessi gömlu áform um bílakjallara? „Það hefur ekkert verið ákveðið með það en það hefur verið í um- ræðunni hvort það þurfi að gera bílakjallara þarna á einni og hálfri hæð. Eða að endurskipuleggja bíla- stæðin á svæðinu. Það hefur engin ákvörðun verið tekin.“ Skúrinn felldur Skaraskúr við Sundlaug Seltjarnarness var rifinn rétt fyrir páska. Fyrsti söluturninn var reistur á þessum stað um miðjan níunda áratuginn og því lauk þarna ríflega þrjátíu ára verslunarsögu. Lengi var rekin hefðbundin sjoppa þarna en svo voru gerðar tilraunir með ýmsa matsölu. Síðast var Systrasamlagið í skúrnum en vegna áforma um bílakjallara var það flutt. Morgunblaðið/Hari Umdeildur skúr á Nesinu rifinn  Skaraskúr rifinn eftir áralangar deilur  Upprunalegi skúrinn reistur um miðjan níunda áratug- inn  Naut mikilla vinsælda bæjarbúa  Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvað kemur í staðinn Morgunblaðið/Eggert Systrasamlagið Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdóttir nutu sín vel í Skaraskúr um nokkurra ára skeið. Þær hröktust þaðan í ársbyrjun 2017. Nesturninn Auglýsing úr bæjar- blaðinu Nesfréttum frá 1992. m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.