Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 24

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhann- esson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Bo- eing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því hér í blaðinu að tekist hefði að staðsetja flak bandaríska flug- móðurskipsins USS Wasp í Kóral- hafinu. Skipinu var grandað af jap- önskum kafbáti haustið 1942 og fórst stór hluti skipverja, 166 manns, en nokkrum var bjargað um borð í önnur bandarísk herskip á svæðinu. Wasp tengist íslenskri sögu því það var hér við land um tíma á stríðsárunum í flotadeild sem gætti kaupskipa er sigldu um Norð- ur-Atlantshafið á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Í ágúst 1941 flutti USS Wasp alls 30 bandarískar orrustuflugvélar af gerðinni P-40 og þrjár æfingaflug- vélar 33. flugsveitar Bandaríkja- manna til Íslands. Þá voru þeir að taka við hervernd landsins úr hönd- um Breta. Þessar flugvélar tóku á loft frá flugmóðurskipinu undan Reykjanesi og lentu á hinum ný- byggða Reykjavíkurflugvelli. TF-KAU í Múlakoti er ein þess- ara þriggja æfingaflugvéla, tvíþekja sérsmíðuð til æfinga- og kennslu- flugs fyrir bandaríska herinn. Alls voru framleiddar um 11 þúsund vél- ar af sömu gerð vestanhafs og hófu nánast allir bandarískir herflug- menn á stríðsárunum feril sinn um borð í slíkri vél. TF-KAU var glæný þegar hún kom til Íslands. Fyrstu fjögur árin, eða fram að stríðslokum, var hún notuð til æfingaflugs hersins. Í upp- hafi var hún máluð blá og gul eins og nú, en síðan silfurlituð. Þegar bandaríski herinn fór heim var vélin seld Vélflugdeild Svif- félagsins og var í ýmiss konar flugi fram til 1953 þegar henni hlekktist alvarlega á í lendingu við Búðir á Snæfellsnesi. Í frásögn Morgunblaðsins af slys- inu 23. júní það ár segir: „Flugvél þessi, sem er tvíþekja, hefur iðulega verið hér á flugi yfir bænum, hefur m.a. dregið svifflugur á loft af Reykjavíkurflugvelli. Óhapp þetta vildi til í lendingunni, en við Búðir er lent í fjörusandinum. Stakkst flugvélin litla fram yfir sig og hvolfdi. Við þetta stórskemmdist flugvélin og er ókannað hvort hægt verði að gera við hana, eða hvort viðgerð þyki borga sig.“ Hvorki flugmaðurinn né farþegi hans slös- uðust. Næstu áratugina var TF-KAU geymd, illa farin og hirðulaus, í flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli. Það var svo árið 1985 að Erling, sem er lærður flugmaður og flugvirki og starfaði lengi hjá Grænlandsflugi, eignaðist vélina og hóf að gera hana upp með hjálp ættingja, vina og kunningja. Viðgerðin var afar tíma- frek, þótt vel hafi gengið að fá vara- hluti eða láta smíða þá. Hún var líka mjög kostnaðarsöm. Þótt ódýrara hefði verið að fá aðra samskonar vél að utan vildi Erling frekar gera TF- KAU upp sögu hennar vegna. Við- gerðinni lauk árið 2005 og hafði þá tekið tuttugu ár með hléum. Erling hefur notið tímans með TF-KAU, en segist nú hættur að fljúga. Hann á að baki um tuttugu þúsund flugtíma. Hafa tveir sona hans, Carl Hemming og Erling Pét- ur, tekið við vélinni sögufrægu. Litrík Erling um borð í TF-KAU fyrir framan flugskýlið í Múlakoti í Fljótshlíð. Erling, sonur hans, í farþegasætinu. Ljósmyndir/Erling Karl Erlingsson. TF-KAU Erling dyttar að vélinni. Í baksýn má greina fleiri flugvélar. Elsta flughæfa vélin á Íslandi Elsta flughæfa vélin TF-KAU tilbúin til flugtaks. Vélinni er núorðið eingöngu flogið í góðu veðri að sumri til. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðgerð lokið Erling við stjórnvölinn þegar vélin fór í loftið 2005. 20% afsláttur af öllum sófa og hliðarborðum Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.