Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
MEÐ TUDOR
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
Eitt mesta úrval landsins
af rafgeymum í allar
gerðir farartækja
25. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.23 120.81 120.52
Sterlingspund 156.37 157.13 156.75
Kanadadalur 89.85 90.37 90.11
Dönsk króna 18.109 18.215 18.162
Norsk króna 14.101 14.185 14.143
Sænsk króna 12.87 12.946 12.908
Svissn. franki 117.91 118.57 118.24
Japanskt jen 1.0742 1.0804 1.0773
SDR 166.68 167.68 167.18
Evra 135.22 135.98 135.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.893
Hrávöruverð
Gull 1273.45 ($/únsa)
Ál 1838.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.38 ($/fatið) Brent
● Skeljungur hækkaði um 2,8% í Kaup-
höll Íslands í gær. Hækkunin kom í kjöl-
far tilkynningar þess efnis að 365 miðl-
ar ehf. hefðu óskað eftir hluthafafundi í
fyrirtækinu og stjórnarkjör fari þar
fram. Nýlega keypti félagið ríflega 10%
hlut í fyrirtækinu og segir í tilkynningu
Skeljungs til Kauphallarinnar að 365
telji „vegna talsverðra breytinga sem
orðið hafa í hluthafahópi félagsins ný-
verið sé rétt að umboð stjórnar verði
endurnýjað“. Eftir viðskiptin eru 365
miðlar stærsti hluthafi fyrirtækisins en
þar á eftir kemur Gildi lífeyrissjóður
með 9,2%.
Hækkar í kjölfar beiðni
um hluthafafund
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Alexander Haraldsson og Guðmund-
ur Hlífar Ákason stofnuðu bílaleig-
una Lotus Car Rental árið 2014, að-
eins 19 ára gamlir en þá um vorið
urðu þeir stúdentar frá Verzlunar-
skólanum. Á þeim tímapunkti voru
Alexander og Guðmundur komnir
með leið á bókunum og vildu gera
eitthvað nýtt. Þar hefst saga Lotus
Car Rental sem í sumar verður með
rúmlega 300 bíla í útleigu og nýjan
flota en félagið skilaði rekstrarhagn-
aði (EBITDA) upp á 184 milljónir
króna í fyrra. Fyrirtækið er staðsett
í Keflavík en þeir félagar hyggjast í
haust hefja byggingu á 1.400 fer-
metra húsi við Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar fyrir starfsemina.
Beyglaður bíll á uppboði
„Þetta byrjaði þannig að við
keyptum tvo bíla á uppboði, Volvo
S60 og BMW 1. Fyrst ætluðum við
bara að gera þá upp með smá hagn-
aði en svo kom hugmyndin að bíla-
leigunni. Það hafði verið mikil
gróska í ferðamannageiranum og við
hugsuðum einfaldlega með okkur:
Af hverju ekki bara að prófa að
leigja þá út? Ég hafði sjálfur nýlega
keypt mér nýjan Volkswagen Up og
Guðmundur átti einnig bíl,“ segir Al-
exander í samtali við Morgunblaðið.
Þeir félagar settu því upp einfalda
Wordpress-síðu. „Hún var mjög
frumstæð til að byrja með en það
var alla vega hægt að bóka bíla og
greiða fyrir þá,“ útskýrir Alexander
og nefnir einnig að þeir hafi farið þá
leið að auglýsa starfsemina á Google
en sú leið hefur reynst þeim vel þar
sem 80-90% af bókunum fyrirtækis-
ins eru í dag gerðar beint í gegnum
vefsíðu þeirra og kemst fyrirtækið
því hjá því að greiða erlendum bók-
unarsíðum umboðstekjur.
Hinir ungu athafnamenn unnu
langa vinnudaga á þessum tíma sem
fóru ekki undir 12 tíma. Auðvitað
var ekki um neitt helgarfrí að ræða.
„Þetta var alveg svakalegt til að
byrja með. Við byrjuðum í bílskúrn-
um heima hjá Guðmundi í Safamýr-
inni fyrstu sex mánuðina. Þetta var
25 fermetra bílskúr og svo þrifum
við bílana úti á plani. Guðmundur er
sveitastrákur frá Bakkafirði, hafði
farið á sjó og kunni hitt og þetta.
Þessi Volvo sem við keyptum á bíla-
uppboðinu var svolítið klesstur en
Guðmundur tók sig til og sprautaði
hann bara í bílskúrnum, lagaði hann
allan til og gerði flottan.“
Til að byrja með var bílaleigan
hugsuð fyrir sparneytnari ferða-
menn enda um gamla bíla að ræða.
„Við höfðum ekki möguleika á því
að fara tvítugir niður í banka og fá
bílalán til þess að kaupa nýja bíla.
Fyrstu tvö árin staðgreiddum við
alla bíla sem við keyptum. Eldri bíla.
Þá vorum við að stíla inn á sparneyt-
inn kúnnahóp. Það var fínn mark-
aður fyrir það og er enn í dag,“ segir
Alexander.
Lotus Car Rental hefur þó breyst
frá þeim tíma og stækkað nokkuð
ört. Í lok árs 2014 voru bílarnir
orðnir 10 talsins. Sumarið 2015 voru
þeir 40. Vorið 2016 komu svo fjár-
festar inn í fyrirtækið með aukið
fjármagn og fór bílaleigan þá í 90
bíla. Árið eftir var svo öllum eldri
bílunum skipt út fyrir nýja og bíl-
arnir orðnir 180. Í fyrra nam fjöld-
inn 230 og í sumar stefna þeir fé-
lagar að því að vera með rúmlega
300 bíla í útleigu.
Ekki bara innantómur frasi
„Þessum eldri bílum fylgir eins og
gefur að skilja meira viðhald. Og þú
þarft sjálfur að fylgjast voðalega vel
með. Við ákváðum því að fara í nýja
bíla og gera þetta að meira „high-
end“ vörumerki þar sem við stílum
meira inn á betur borgandi við-
skiptavini,“ segir Alexander.
En plássið er ekki endilega mikið
fyrir nýja og lítt þekkta bílaleigu á
markaðnum. Til að byrja með lögðu
þeir félagar upp úr góðri þjónustu
sem vissulega kann að hljóma eins
og innantómur frasi.
„Það þykjast allir veita góða þjón-
ustu en það sem hefur almennt verið
gallinn á bílaleigum eru þessi tjóna-
mál,“ útskýrir Alexander.
„Fólk er kannski að koma í frí,
leigir bíl og þegar það skilar honum
er mögulega einhver smá rispa. Þá á
kannski að rukka þig um 100-200
þúsund krónur aukalega og ferða-
lagið orðið ömurlegt,“ útskýrir Alex-
ander og nefnir að þeir félagar hafi
frá byrjun haft lægri sjálfsábyrgð en
samkeppnisaðilarnir.
Þá hafi þeir getað litið fram hjá
smávægilegri hlutum í ljósi þess að
flotinn þeirra var eldri. En nú þegar
flotinn er orðinn nýrri hófu þeir að
bjóða viðskiptavinum upp á trygg-
ingu með engri sjálfsábyrgð. „Eftir
að við gerðum þetta hafa aðrar bíla-
leigur tekið þetta upp. Þetta er svo-
lítið nýtt á markaðnum og hefur
reynst vel,“ segir Alexander.
Stofnuðu bílaleigu í bílskúr eftir
menntó og eiga 300 bíla flota í dag
Morgunblaðið/Eggert
Bílaleiga Alexander Haraldsson og Guðmundur Hlífar Ákason stefna á að leigja 300 bíla út í sumar.
Lotus Car Rental
» Stofnað árið 2014 af Alex-
ander Haraldssyni og Guð-
mundi Hlífari Ákasyni.
» Starfsemin hófst í bílskúr en
fer í 1.400 fermetra húsnæði
» Byrjuðu á því að leigja út
fjóra bíla en flotinn mun nema
rúmlega 300 bílum í sumar.
» Skilaði 184 milljóna rekstr-
arhagnaði í fyrra.
Lotus Car Rental var stofnað árið 2014 af tveimur 19 ára piltum beint eftir Verzlunarskólann
● Hagnaður bandaríska flugvélafram-
leiðandans Boeing dróst saman um
13,2% á fyrsta ársfjórðungi frá fyrra ári
og nam 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Á
ársfjórðungnum voru allar 737 MAX-
þotur frá fyrirtækinu kyrrsettar í kjölfar
tveggja flugslysa sem kostuðu fleiri
hundruð farþega lífið.
Tekjur Boeing drógust saman um 2%
og voru 22,9 milljarðar dala enda engar
737 MAX-þotur afhentar undanfarnar
vikur. Boeing hefur ákveðið að draga til
baka fyrri spá um afkomu ársins og vís-
ar til óvissu í tengslum við 737 MAX.
Tíunda mars fórst farþegaþota Ethi-
opian Airlines og í október þota Lion
Air. Samanlagt létust 346 í þessum
flugslysum. Unnið er að endurskoðun á
sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737
MAX- þotunnar en vinna við end-
urbætur á MCAS-kerfinu hófst í kjölfar
flugslyss Lion Air-þotunnar. Boeing hef-
ur farið í yfir 135 tilraunaflug á 737
MAX-þotum við endurskoðunina og
starfar með alþjóðlegum eftirlitsaðilum
og flugfélögum að endurbótum.
Reuters
Erfiðleikar Boeing hefur átt erfitt upp-
dráttar að undanförnu vegna 737 MAX.
Hagnaður Boeing dróst saman um 13,2%