Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Kim Jong-un, leiðtogi norðurkór-
esku einræðisstjórnarinnar, kvaðst
í gær hlakka til fyrsta fundar síns
með Vladimír Pútín Rússlands-
forseta sem fer fram í borginni Vla-
divostok í suðausturhluta landsins í
dag.
Þetta er fyrsti fundur Kims með
öðrum þjóðhöfðingja eftir að við-
ræðum hans við Donald Trump
Bandaríkjaforseta í Hanoi í febrúar
lauk án þess að samkomulag næðist
um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu.
Fréttaskýrendur telja að viðræð-
urnar við Pútín séu liður í til-
raunum Kims til að auka stuðning-
inn við kröfu Norður-Kóreu-
stjórnar um að refsiaðgerðum gegn
henni verði aflétt.
Stjórnvöld í Moskvu voru mikil-
vægir bandamenn einræðisherr-
anna í Norður-Kóreu í áratugi eftir
að afi Kims, Kim Il-sung, komst til
valda þar með stuðningi Sovét-
manna árið 1948. Stjórnvöld í Sov-
étríkjunum drógu úr stuðningnum
við Norður-Kóreustjórn á níunda
áratug aldarinnar sem leið þegar
þau sóttust eftir sáttum við Suður-
Kóreumenn. Pútín reyndi að bæta
tengslin við einræðisstjórnina í
Pjongjang skömmu eftir að hann
var fyrst kjörinn forseti Rússlands
og átti þrisvar fundi með Kim Jong-
il, föður núverandi einræðisherra.
Fyrsti fundurinn var haldinn í
Pjongjang árið 2000 þegar Pútín
varð fyrsti rússneski leiðtoginn til
að heimsækja einræðisríkið.
AFP
Heimsókn Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, gengur framhjá heiðursverði við móttökuathöfn í Vladivostok.
Fyrsti fundur Kims og Pútíns
Stokkhólmi. AFP. | Slökkviliðsmenn í
Svíþjóð og Noregi reyndu í gær að
slökkva skógarelda sem urðu til þess
hundruð manna þurftu að flýja
heimili sín um tíma. Tíu eldanna í
Svíþjóð voru álitnir alvarlegir, að
sögn almannavarnastofnunar lands-
ins.
Metþurrkar voru í Svíþjóð síðasta
sumar þegar alls um 25.000 hektarar
skóglendis urðu eldum að bráð, nær
tíu sinnum stærra svæði en í meðal-
ári. Almannavarnastofnunin sagði
að Svíar væru miklu betur í stakk
búnir til að takast á við slíka elda
vegna þess að ráðstafanir hefðu ver-
ið gerðar til að efla slökkviliðið, m.a.
með því að fjölga þyrlum. Samtök
sænskra slökkviliðsmanna hafa þó
sagt að fjölga þurfi þeim meira til að
tryggja að nægur mannafli sé til að
takast á við skógarelda á sumrin.
Átta þyrlur voru notaðar í gær til
að slökkva skógarelda í suðurhluta
Svíþjóðar og slökkviliðsmönnum
tókst að stöðva útbreiðslu þeirra.
Stærsti eldurinn kviknaði í grennd
við sveitarfélagið Hässleholm á
Skáni þar sem 300 hektarar skóg-
lendis brunnu og 49 manns þurftu að
flýja heimili sín. Yfirvöld telja að
flestir skógareldanna hafi kviknað af
mannavöldum, annaðhvort vegna
grillsteikingar utandyra eða tækja
sem notuð eru í skógarhöggi.
Óvenjuhlýtt og þurrkasamt vor
Óvenjuhlýtt og þurrkasamt hefur
verið í sunnanverðri Svíþjóð í vor og
talin er hætta á fleiri skógareldum
næstu daga.
Hundruð hektara skóglendis eyði-
lögðust einnig í Noregi í gær og
fyrradag. Slökkviliðsmönnum tókst
að slökkva stærsta eldinn að mestu í
suðvesturhluta landsins þar sem um
700 hektarar brunnu í grennd við
sveitarfélagið Sokndal. Um 150
heimili voru rýmd en allir íbúarnir
gátu snúið aftur heim til sín í gær.
Alls tóku 150 slökkviliðsmenn og sex
þyrlur þátt í slökkvistarfinu.
Ingvil Smines Tybring-Gjedde,
sem fer með almannaöryggi í norsku
stjórninni, sagði í útvarpsviðtali að
norsk yfirvöld hefðu dregið lærdóm
af skógareldunum á síðasta ári og
séð til þess að slökkviliðið hefði alltaf
nægan mannafla og þyrlur til að tak-
ast á við slíka elda í sumar.
Hundruð manna
flúðu skógarelda
Þurrkatíð í Suður-Svíþjóð og Noregi
AFP
Skógareldur Reykur frá eldi í
grennd við Sokndal í Noregi.