Morgunblaðið - 25.04.2019, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Fyrsta viðkynn-
ing flestra okkar af
Steina var í byrjun
árs 2004 er hópur
stráka ákvað að fara til Túnis í
golfferð. Í þessari ferð varð til
hópur sem kallaði sig Kónga og
Gosa og eftir þetta var Steini
hjartakóngur í okkar hópi. Þessi
fimmtán ár hafa gefið okkur öll-
um margar einstakar og
skemmtilegar stundir, mikið golf,
innanlands sem utan, fullt af mat
og drykk og miklar umræður um
lífið, tilveruna og kannski pínu
pólitík.
Steini var einn af þessum
drengjum sem alltaf var gaman
að vera í kringum, mætti þér með
bros á vör og þéttu faðmlagi, tal-
aði hátt og skýrt en hafði þessa
nærveru að manni leið vel í kring-
um hann. Steini naut lífsins og
kunni að fá okkur hina til að gera
það líka. Keppnisskapinu var nóg
af og margar stórar sveiflur tekn-
ar til að vinna sinn leik.
Við kveðjum núna með söknuð
í hjarta, allt of snemma þennan
vin okkar og félaga.
Kæra Ágústa, Daði og Óttar
og fjölskylda, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gosar,
Halldór Þórðarson, Örn
Andresson, Filippus Gunnar
Árnason, Ellert Schram,
Kristján Gíslason.
Nú þegar styttist í enn eitt
golfsumarið og undirbúningur að
hefjast með æfingum hér heima
og golfferðum erlendis þá barst
sorgarfrétt um skyndilegt og
ótímabært fráfall vinar míns Þor-
steins Snædal. Sagt var við mig
að hann hefði hreinlega ekki ver-
ið búinn að fá leyfi til að fara frá
okkur og sýnir það hvað hann
hafði góð áhrif á vina- og kunn-
ingjahóp sinn sem var fjöl-
mennur.
Kynni okkar Þorsteins hófust í
gegnum Knattspyrnufélagið
Þrótt, en þar var hann ásamt
Ólafi Morthens í forystu fyrir
barna- og unglingastarfi félags-
ins. Síðan voru þeir í stjórn
knattspyrnudeildar í eitt ár og
skiluðu af sér haustið 1999. Í
framhaldi af því tókst með okkur
og mökum okkar mikil vinátta og
farið var í margar borgarferðir
og síðar golfferðir eftir að ég og
makar okkar tókum upp þá iðju.
Golfið hefur verið mikil áhrifa-
valdur í lífi okkar frá því við
kynntumst og árið 2003 var
stofnaður lítill golfselskapur 12
manna undir nafninu Teygar fyr-
ir ferð til Englands og þessi hóp-
ur starfar enn í dag og nýtur
golfs bæði hér heima og erlendis.
Þorsteinn var án vafa hrókur alls
fagnaðar í þessum hópi, enda var
samvera með honum alltaf upp-
lífgandi, skemmtileg og mann-
bætandi. Það er mikil sorg og
söknuður í þessum hópi nú við
fráfall hans.
Þorsteinn var frændrækinn og
stoltur af uppruna sínum úr
Jökuldalnum, enda held ég að
hann hafi bundið fólk saman en
ekki sundrað með einstakri nær-
veru og gestrisni. Hann og Einar
Sveinsson leiddu þannig hóp
saman og bjuggu til ógleyman-
lega samveru fólks í matarboði
hjá Þorsteini og Ágústu á aðvent-
unni. Slík augnablik rifjast nú
upp og með þakklæti frá þeim
sem þar hafa notið gestrisni.
Þorsteinn var gæfumaður í
fjölskyldulífi, giftur einstakri
konu, henni Ágústu, og þau um-
kringd sonunum og fjölskyldum
þeirra.
Þorsteinn Snædal
✝ ÞorsteinnSnædal fædd-
ist 11. febrúar
1953. Hann lést 7.
apríl 2019.
Útför Þorsteins
fór fram 24. apríl
2019.
Við leiðarlok
þökkum við Dagný
og fjölskylda Þor-
steini fyrir vináttu
og samleið, sem því
miður var alltof
stutt.
Elsku Ágústa,
synir, Óttar og Daði
og fjölskyldur, miss-
ir ykkar er mikill og
sár og vinir syrgja,
en minningin um
einstakan mann mun lifa.
Tryggvi og Dagný.
Strákar, heyriði mig. Ég skal
sjá um grillið, tilkynnti Steini
með sinni glaðlegu og hrjúfu
rödd. Það er mitt sérsvið. Iðu-
lega fylgdi síðan með lauflétt
saga, sem hann flutti á sinn ein-
staka og litríka hátt.
Undanfarin ár höfum við
nokkrir strákar í félagi farið í
Flatey á Breiðafirði á vorin og
dvalið í nokkra daga, siglt um
fjörðinn, brölt um fjörur og
eyjar, skoðað fugla, tínt egg,
borðað góðan mat og notið sam-
vista hver við annan. Steini naut
sín vel í þessu umhverfi, ávallt
glaður og skrafhreifinn.
Við vorum farnir að leggja
drög að næstu ferð þegar okkur
barst sú sorgarfregn að Þor-
steinn Snædal hefði orðið bráð-
kvaddur. Nú verður þóftan hans
í bátnum tóm. Það verður ekki
sama andrúmsloftið hjá eggja-
hópnum þegar við mætum í
Klausturhóla í vor. Þorsteinn
skilur eftir sig skarð sem ekki
verður fyllt.
Eiginkonu, börnum og ástvin-
um öllum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann mun
lifa.
Fyrir hönd Eggjahópsins,
Kristinn H. Þorsteinsson.
Þá heyri ég þrumur í lofti fara
gjarnan um mig ónot þó svo ég
viti að þruman sé eftirfari ljóss
eða eldingar sem olli. Þrumu
sem skall á mér sunnudaginn 7.
apríl þegar hringir til mín
Ágústa þessi yndislega eigin-
kona Þorsteins Snædals og segir
mér hann látinn. Það olli mér
verulegum ónotum, en skynjaði
þó strax að undanfari þessarar
þrumu var líka ljós – snæljós.
Á Reykholtsskóla í Borgar-
firði kynnist ég dreng frá Skjöld-
ólfsstöðum á Jökuldal, Þorkeli
Snædal. Var hann borðfélagi
minn vetur allan og féllu hugir
okkar allvel saman. Nokkrum
árum síðar kynnist ég bróður
hans, Þorsteini Snædal, sem þá
er tengiliður fyrirtækis míns við
tryggingafélagið VÍS, en þar
starfaði Steini stóran hluta
starfsævinnar. Okkur Steina
samdi strax vel og vinátta varð
snemma, kannski að hluta vegna
fyrri tengsla minna við bróður
hans. Steini Snæ var hvers
manns hugljúfi og ber um það
öllum saman. Hvar sem hann
kom eða fór var öllum ljóst að
þarna var á ferð skemmtilegur
maður, léttur í lund, fróður, vís
og hrókur alls fagnaðar.
Hann þekkti ekki bara Jökul-
dælinga heldur og líka fræga
fólkið hvar sem það var eða fór.
Ég naut þess að eiga Þorstein
að vini, ganga með honum til
rjúpna til að afla jólamatarins,
eins og við báðir höfðum alist
upp við, ýmist upp á heiðar hér
syðra eða í Jökulsárhlíð upp frá
Hótel Svartaskógi, hvar við
dvöldum í skjóli Svarta-Bensa
sem lék fyrir okkur á harmon-
ikku og söng svo glumdi í Jökuls-
árhlíðum og hömrum.
Hjá Þorsteini stóð alltaf svo
margt til með fjölskyldunni, golf-
félögum eða vinum og nú er svo
komið að við verðum öll að end-
urskoða plönin. En ef ég þekkti
Þorstein rétt þá mun hann aldrei
yfirgefa okkur sem unnum hon-
um. Hann mun finna leiðir til að
minna okkur á sig og trúa mín er
sú að þessi maður muni aldrei
gleymast.
Ég var vitni að fallegu hjóna-
bandi Þorsteins sem ég geri að
minni fyrirmynd. Ágústa Axels-
dóttir og niðjar ykkar, megið þið
um alla framtíð njóta þess að
Þorsteinn Snædal var hluti af
ykkur. Kannski sá hluti sem
verður að ykkar farsæld. Megi
hans lengi minnst.
Magnús Víkingur Grímsson.
Þorsteinn Snædal var einstak-
ur gleðigjafi á alla lund og vin-
margur. Ekki við öðru að búast.
Hjartahlýjan, ræktarsemin við
alla sína og eðlislæg gjafmildin
blasti við þeim sem kynntust
honum. Við vorum lánsöm og
höfum lengi notið vináttu þeirra
hjóna, hans og stóru ástarinnar
hans hennar Ágústu. Í minning-
unni eru margar góðar vin-
astundir á golfvöllum innanlands
og utan, önnur útivist og sam-
vistir þar sem sönn vinátta og
gleði ríkti.
Steini og Ágústa voru höfð-
ingjar heim að sækja, listakokk-
ar bæði tvö og samrýnd í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Steini var ástríðumaður.
Hann var veiðimaður góður, tók
golfíþróttina föstum tökum á
seinni árum, var fjölfróður í bók-
menntum og mikill áhugamaður
um myndlist. Betri íslenskumað-
ur var hann heldur en margur
langskólagengnari enda víðles-
inn og fróður.
Steini var hrókur alls fagnað-
ar, hvar sem hann kom. Sögu-
maður frábær, eftirherma góð
og minnugur á hið skondna í til-
verunni. Kímnigáfa hans var
þessi af hlýju gerðinni og þó
hann gæti verið stríðinn í tali ef
svo bar við var það allt innan
marka góðsemi og velvildar í
garð allra viðmælenda. Frjáls-
lyndur hægrimaður í pólitík og
óhræddur að viðra skoðanir sín-
ar á þeim vettvangi.
Það hefur verið gæfa okkar að
fá að vera samferðamenn þeirra
Ágústu í svo mörg ár. Fyrir
þeirra tilstilli höfum við jafn-
framt eignast fleiri góða vini.
Það er ótrúlegt áfall fyrir ynd-
islega fjölskylduna og nána vini
þegar svo gott hjarta bregst svo
skyndilega þegar enginn átti sér
ills von. Að elsku Steini skuli
ekki lengur vera meðal okkar er
bara óskiljanlegt og breytir
heimsmyndinni.
Samúð okkar með hans nán-
ustu er óendanleg. Blessuð sé
minning Þorsteins Snædal.
Signý Pálsdóttir
og Árni Möller.
Tilvera okkar í þessari veröld
er undarlegt ferðalag og ómögu-
legt að sjá fyrir hvað dagur hver
kann að bera í skauti sér. Þrátt
fyrir þessa staðreynd lífsins átti
ég engan veginn von á því að fá
þær fréttir að Þorsteinn Snædal,
vinur minn og vinnufélagi til
margra ára, væri farinn yfir
móðuna miklu langt fyrir aldur
fram. Við kynntumst fyrst árið
1993 þegar við sátum bæði á
skólabekk í gamla Trygginga-
skólanum. Vinátta okkar efldist
með ári hverju og það voru ansi
margir kaffibollar sem við
drukkum saman þegar færi
gafst.
Það sem ég kunni best að
meta við Steina var hve hreinn
og beinn hann var og hvorki til í
honum fals né flaður. Það var
aldrei lognmolla í kringum hann
því fjörugar samræður og litrík-
ar frásagnir hans höfðu mikið
aðdráttarafl. Það var svo gaman
að spjalla við Steina því að hann
vissi ýmislegt og hafði upplifað
svo margt. Sögurnar höfðu mik-
inn sjarma og hann sagði svo
skemmtilega frá. Ég sé hann
ljóslifandi fyrir mér að segja frá
einhverju, hlæjandi dátt á milli
þess sem sagði frá einhverju sem
hann hafði upplifað á sinni litríku
ævi. Hann lagði gjarnan áherslu
á orð sín með djúpum digur-
barkalegum rómi og handa-
hreyfingum. Við ræddum oft
landsmálin því við vorum sam-
herjar í pólitíkinni.
Ekki vorum við þó alltaf sam-
mála en það mátti alveg segja
sína skoðun og Steini var alveg
til í að rökræða ef honum þótti
það rökræðunnar virði. Ég var
ekki flokksbundin en það þótti
honum ómögulegt og dag einn
bauðst hann til að fara með mig
niður í Valhöll og aðstoða mig við
að skrá mig í flokkinn. Ég tók því
boði.
Þorsteinn var mikill víngæð-
ingur og spænsk rauðvín voru í
miklu uppáhaldi hjá honum. Við
tókum okkur saman nokkrir
rauðvíns-elskandi félagar í VÍS
og stofnuðum lúxus-rauðvíns-
happadrættisklúbb og að sjálf-
sögðu var Steini stofnfélagi. Þar
var ekki var leyfilegt að leggja
inn eitthvert ódýrt sull. Frábær
félagsskapur sem hélt árlega
árshátíð á meðan klúbburinn
starfaði.
Því miður lagðist hann af fyrir
nokkrum árum vegna ýmissa
breytinga. Það eru ekki nema
örfáar vikur síðan við hittumst
öll í lúxus-rauðvínsklúbbnum
okkar og nutum góðra veiga
heima hjá Steina þar sem hann
lék á als oddi. Gestgjafahlut-
verkið var honum eðlislægt og
hann var alveg í essinu sínu
þetta kvöld, klæddur fjólubláum
fötum sem hann var alveg viss
um að væru rauð. Það er ekki
hægt annað en að brosa að því
núna því það fór mikill tími í að
sannfæra hann um að þetta væri
fjólublátt en ekki rautt.
Mikið er ég þakklát fyrir að
við létum verða af þessum
endurfundi klúbbsins okkar því
að þá fengum við að faðma kall-
inn og knúsa, að sjálfsögðu grun-
laus um að samverustund okkar
yrði sú síðasta í þessu jarðríki.
Fráfall Steina skilur eftir sig
stórt skarð sem seint verður
fyllt. Honum vil ég þakka vináttu
og góðar stundir. Söknuðurinn
er mikill en minning um litríkan
góðan mann stendur eftir.
Kæra Ágústa og fjölskylda,
sorg ykkar er mikil og ég bið
góðan Guð um að veita ykkur
styrk til að komast yfir þennan
erfiða missi. Innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Við viljum með fáeinum orð-
um kveðja góðan vin og vinnu-
félaga til margra ára, hann
Steina Snæ, eins og hann var
venjulega kallaður.
Þorsteinn vann lengi í sölu-
deild VÍS og var þekking hans á
vátryggingum eftirtektarverð og
öðrum til eftirbreytni.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst og starfað með slíkum
manni, sem kom öllum í gott
skap með glaðværð sinni og
skemmtilegum sögum.
Frásagnarlist var honum í
blóð borin, og til marks um það
þá gat hann átt það til að segja
sömu söguna oft, með einhverju
millibili, en alltaf vakti það jafn-
mikla kátínu viðstaddra.
Hann sá jafnan jákvæðu og
spaugilegu hlið málanna og hafði
þannig góð áhrif á vinnumóral-
inn og var alltaf miðdepillinn í
öllum samkvæmum.
Steini var félagslyndur í
meira lagi, vinamargur og höfð-
ingi heim að sækja. Traustur fé-
lagi sem verður sárt saknað af
þeim mörgu sem kynntust hon-
um á lífsleiðinni.
Við félagarnir hittumst síðast
í janúar, og var þá glatt á hjalla
og Steini hrókur alls fagnaðar.
Hittingur var skipulagður með
vorinu á heimavelli Steina og
Ágústu og Steini sjálfskipaður
nefndarmaður. Minning um góð-
an dreng lifir, hvíl í friði, elsku
vinur.
Við sendum Ágústu, Daða,
Óttari og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bjarki Þór Atlason,
Guðmundur Ólafsson,
Guðni Þór Jónsson,
Hafsteinn Ragnarsson,
Jón Einarsson,
Ólafur Jón Ásgeirsson.
Þorsteinn Snædal var ákaf-
lega skemmtilegur maður. Flest
varð skemmtilegra þegar hann
var með. Golfhringurinn var
skemmtilegri af því hann var í
hollinu. Ferðin til útlanda var
skemmtilegri af því Steini var
með. Árshátíðin var skemmti-
legri af því hann var við borðið.
Þorsteinn sagði líka betur frá en
flestir aðrir. Það var sama hvort
sagan var frá Svíþjóð eða úr
heimasveitinni, alltaf voru sög-
urnar góðar og ekki var Þor-
steinn að láta nákvæmnina eyði-
leggja góða sögu.
Það var líka allt stórt við
Steina. Þegar þau Ágústa buðu í
mat var það ekki hamborgari
sem fór á grillið, aldeilis ekki.
Kannski kræklingur í forrétt,
svo kom foie gras og jafnvel
hreindýr í aðalrétt og að lokum
góður desert. Svo var ekkert sull
drukkið með heldur góður bolti
sem Steini hafði fundið á „hag-
stæðu verði“. Sögurnar voru
stórar, fögnuðurinn var mikill
þegar vel gekk og gleðin fölskva-
laus.
Þorsteinn var óttalegt íhald
og ég ráfaði á hinum vængnum
en það truflaði Steina ekki hæt-
ishót. Lífið er allt of skemmtilegt
til að slíkt þvældist fyrir. Þor-
steinn var ekki í vandræðum
með að halda samræðum gang-
andi án þess að dægurþrasið
tæki yfir. Hann ræddi það bara
við hina vinahópana sem deildu
með honum sýn á samfélagið.
Maður eins og Þorsteinn Snæ-
dal skilur eftir sig stórt skarð og
við hjónin munum sakna hans.
Söknuður okkar og missir blikn-
ar þó í samanburði við missi nán-
ustu aðstandenda. Við slíkan
missi verða orð fátækleg og von-
andi hjálpa minningar um góðan
dreng, sem fór allt of snemma,
nánustu aðstandendum við að
komast yfir erfiðasta hjallann.
En Þorsteinn mun ekki gleym-
ast. Hver myndi líka vilja
gleyma manni eins og Þorsteini
Snædal?
Kristinn Þorsteinsson.
Sunnudagurinn 7. apríl hverf-
ur mér seint úr minni, um kvöld-
matarleytið fékk ég hringingu og
var mér tilkynnt að góður vinur
minn til þrjátíu ára, Þorsteinn
Snædal, hefði látist fyrr um dag-
inn. Það var mjög erfitt að trúa
þessum sorglegu fréttum, þar
sem við Þorsteinn höfðum ásamt
tveimur vinum okkar verið að
spila golf austur í Þorlákshöfn
daginn áður. Allir glaðir og kátir.
Þorsteinn og Árni unnu okkur
Inga og settumst við félagar í
golfhúsið eftir golfið og fengu
þeir sigurlaunin, sem ávallt eru
ein krús af bjór fyrir sigurinn.
Við vorum kátir að vanda og
mikið var hlegið, ræddum vænt-
anlega golfferð sem við hlökkuð-
um mikið til, en við ætluðum að
fara til Póllands í páskafríinu
með spúsum okkar.
Kynni okkar Steina hófust í
sambandi við leik og starf fyrir
Knattspyrnufélagið Þrótt þar
sem við kynntumst í gegnum fót-
boltaiðkun drengja okkar. Við
Steini tókum að okkur, ásamt
öðrum, að stýra unglingastarfi
Þróttar og það voru mjög gef-
andi og skemmtileg ár. Steini
var mjög öflugur í þessu starfi
og vinsæll á meðal foreldra sem
og krakkanna. Alltaf hvetjandi,
og ekki síður kátur og glaður, en
samt fastur fyrir. Við ferðuð-
umst víða um landið með krökk-
unum, t.d. til Vestmannaeyja,
Akureyrar og fleiri staða. Síðar
tókum við að okkur stjórn knatt-
spyrnudeildar Þróttar í tvö ár og
var það mjög krefjandi viðfangs-
efni, sem ég fullyrði að við klár-
uðum ágætlega. Í gegnum starf-
ið í Þrótti kynntumst við hjónin
mjög skemmtilegu fólki sem enn
í dag er góðir vinir okkar.
Það var margt brallað á þess-
um þrjátíu árum hjá vinahópn-
um; borgarferðir til útlanda,
golfferðir innanlands og er-
lendis, veiðiferðir, sumar-
bústaðaferðir og margt fleira.
Ef ég ætti að lýsa Steina í fá-
einum orðum þá var hann mjög
flottur á velli, mjög skemmtileg-
ur og það gustaði alltaf af hon-
um. Traustur vinur og ekki síst
vel gefinn og með mjög góða frá-
sagnargáfu. Okkur Unni þykir
mjög vænt um þá vináttu sem við
höfum átt með Steina og Ágústu
í gegnum árin og höfum við
kynnst fullt af góðu fólki í gegn-
um þau, enda eru þau umkringd
skemmtilegu fólki. Börnin okk-
ar, Guðrún, Þorbjörg og Ólafur
Páll, hafa einnig misst góðan vin,
Steina var alltaf umhugað um
velferð þeirra og þeirra fólks.
Ég get ekki sleppt því að
minnast á hið árlega jólahlað-
borð sem hefur verið haldið til
margra ára í desember á þeirra
fallega heimili á Grettisgötu. Þar
hafa Steini og Ágústa, ásamt
þeirra góða vini Einari Sveins-
syni, galdrað fram þvílíkar veit-
ingar og borðhaldið staðið yfir í
margar klukkustundir, margir
gestir og fjörugir.
Nú hefur Steini kvatt okkur
og skarð hans verður erfitt að
fylla. Ég er hræddur um að golf-
ið hjá okkur félögunum verði
ekki eins og áður að Steina fjar-
verandi en ég er viss um að hann
verður með okkur í anda og allt-
af minnisstæður.
Við Unnur mín og börn og
fjölskyldur viljum senda Ágústu,
Daða, Óttari og þeirra fjölskyld-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum í
þeirra lífi.
Minning Steina mun ávallt lifa
– takk fyrir okkur.
Ólafur Morthens.
Ég kynntist Þorsteini Snædal
fyrir mörgum árum þegar við
störfuðum saman í nokkur ár
sem sölumenn hjá Alþjóða líf-
tryggingafélaginu hf. Það var
skemmtilegur tími í góðum hópi
sölumanna og þar var Steini
áberandi og kraftmikill karakt-
er. Það var líka einkennandi fyr-
ir Steina hvað hann var frábær í
að segja sögur frá ýmsum at-
burðum og þegar við sölumenn
tókum pásur þá var gjarnan far-
ið inn á kaffistofu til að hlýða á
„eina góða“ sögu frá Steina.
Seinna skilur leiðir, Steini ræður
sig til starfa hjá VÍS og ég fer í
nám.
Fyrir tæpum tveimur árum
liggja leiðir okkar saman að nýju
þegar Steini hóf störf hjá Nýju
vátryggingaþjónustunni. Hann
smellpassaði strax inn í okkar
litla hóp gamalreyndra trygg-
ingasölumanna og það var virki-
lega gaman að rifja upp gömul
kynni.
Að hafa umgengist Steina á
hverjum degi nú í tæp tvö ár hef-
ur verið skemmtilegt og gefandi
og fyrir það er ég afskaplega
þakklátur. Það var því talsvert
áfall í okkar litla hópi að fá frétt-
ir af skyndilegu fráfalli hans og
það hefur verið tómlegt á skrif-
stofunni undanfarna daga án
Steina, enda bar hann ávallt með
sér skemmtilegan anda. Þor-
steinn Snædal var mikill höfðingi
og minning hans mun svo sann-
arlega lifa í hjörtum okkar allra.
Ágústu og fjölskyldu hans
votta ég mína dýpstu samúð.
Ómar Einarsson.
Það er myrkur í sál minni,
frændi. Þó við værum að gantast
með það viku áður en þú kvaddir
að við mundum halda undir
hornið hvor hjá öðrum þegar við
færum, þá lá ekkert á. Við áttum
eftir að gera svo margt saman,
núna þegar eftirlaunaaldurinn