Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 47

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Hrærivél Drottning allra brúðargjafa er hin eina sanna KitchenA- id-hrærivél. Það er ástæða fyrir því að þessi elska hefur trónað á toppnum á brúðargjafalistum síðastliðna áratugi og gerir enn. Lita- og auka- hlutaúrvalið hefur aldrei verið meira. Vinsælast er að gefa klassíska liti á borð við svarta, hvíta eða gráa vél en það má þó ekki útiloka hressari litina þar sem ekki er óalgengt að fólk skipti á vélum á þar til gerðum skiptisíðum og njóti þess að upp- lifa nokkra liti af hrærivélum í gegnum ævina. Verð frá 85.900 kr. Steypujárnspottur með 30 ára ábyrgð Frönsku snillingarnir hjá Le Creuset vita svo sannarlega hvernig á að gera potta. Það er því ekki að undra að pottarnir eru meðal þeirra vinsæl- ustu í heimi og svo fallegir að þeir sóma sér vel á hvaða borði sem er og virka á öllum tegundum af hellum. Pottarnir mega fara í bakarofn og á grill og henta sérstaklega vel til hægeldunar. Steypujárnssnúllurnar koma í öllum stærðum og gerðum. Svarti matti liturinn er sér- staklega vinsæll um þessar mundir sem og nýi liturinn chiffon pink. Verð frá 27.995 kr. KitchenAid-sódavatnstæki Fullkomin gjöf handa umhverfissinnuðum heilsupörum. Tækið gerir allt að 60 lítra af gosdrykk, t.d. sódavatni, með hverjum kolsýrukút. Minna plast og burður úr búðinni auk sparnaðar. Algjör snilld. Fæst í nokkrum litum. Verð 49.990 kr. Flippskál Ef brúðkaupshjónin eiga nú þegar hrærivél eða fá hana að gjöf er gaman að eiga aukaskál. Bæði er það prakt- ískt og skemmtilegt að geta sett flippskálina upp til að hressa upp á eld- húsið. Kitchenaid-hrærivélarskál. Verð 14.990 kr. Holmegard-vasi Gullfallegur og tímalaus vasi úr munnblásnu gleri. Vasinn er 34 cm. Ekki er verra að setja nokkrar greinar eða blóm í vasann svo hann er strax orð- inn senuþjófur á gjafaborðinu. Verð 35.990 kr. Kay Bojesen-fuglar Kay Bojesen-tréfuglarnir eru ákaflega fallegir og koma bæði stakir og sem par sem nefnist ástarfuglar. Stöku fuglarnir eru stærri og fást í ýmsum litum en hver litur hefur sitt nafn. Verð 10.650 krónur stakur stærri fugl en ástarparið er á 14.500 krónur. Georg Jensen- damaskrúmföt Hveitibrauðsdagarnir verða án efa ljúfir í þessum guðdómlegu rúmfötum frá Georg Jensen Damask. Góð rúmföt eru svo sannarlega ávísun á vellíðan. Verð 29.990 kr. settið. KitchenAid-töfrasproti Sprotinn góði kemur í tösku með öllum mögulegum fylgi- hlutum. Góður töfrasproti er gulls ígildi hvort sem á að þeyta, mylja, mauka, saxa eða hræra. Verð 27.995 krónur. Blomst-matarstellið Blomst stell frá Royal Co- penhagen kostar skildinginn en það má vel blanda því sam- an við hvítt ódýrara stell og því gerir ekkert til þótt ekki séu til nema nokkrir hlutir til að byrja með. Til dæmis kem- ur mjög vel út að blanda köku/forréttadiskum saman við hvíta matardiska. Verð frá 9.590 krónum. Georg Jensen- vasar Cafu línan frá Georg Jensen inni- heldur tímalaus djásn. Í línunni er að finna vasa, kerta- stjaka og skálar úr gleri og ryðfríu stáli. Verð frá 7.790 til 27.950 króna. Tobba velur tíu brúðargjafir Almennt er talað um að það taki heilt ár að undirbúa almennilegt brúðkaup en eitt af því sem skiptir töluverðu máli er gjafalistinn góði því það er til siðs að mæta með gjöf á slíkar gleðisamkomur. Þá er eins gott að vera með á hreinu hvað vantar í búið svo að gestirnir kaupi ekki bara eitthvað. Hin eina sanna Tobba tók saman það sem við köllum skotheldan brúðargjafalista sem inniheldur gripi sem ættu að endast brúðhjónunum um aldur og ævi. Morgunblaðið/Íris Ann Sigurðardóttir Fagurkeri Hin geðþekka og ofur smekklega Tobba Mar- ínósdóttir. Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.