Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 50
50 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
DVERGARNIR R
Frábær hönnun, styrkur
og léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýjuheimasíðuna
islandshus.is
40 ára Halldór er
Akureyringur en býr í
Garðabæ. Hann er BS
í tölvunarfræði og
M.ed. í stærðfræði frá
HR. Frá 2006 hefur
hann kennt forritun,
tölvugreinar og
stærðfræði við Verzlunarskóla Íslands.
Maki: Guðrún Sigríður Pálsdóttir, f.
1985, kennari við Sjálandsskóla.
Börn: Arnar Páll, f. 2007, Sigurjón
Kári, f. 2012, og Halldór Bragi, f.
2014.
Foreldrar: Kári Gíslason, f. 1956, fv.
sjómaður, bús. á Akureyri, og Hafdís
M. Magnúsdóttir, f. 1961, leikskóla-
kennari. Stjúpfaðir er Bragi Ingimars-
son, f. 1957, kerfisstjóri hjá Þekkingu.
Hafdís og Bragi eru bús. í Garðabæ.
Halldór Ingi Kárason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Rannsóknir þínar leiða margt
ánægjulegt í ljós. Vertu á verði því það eru
miklar líkur á einhverju óvæntu úr óvæntri
átt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í forgangi. Eitthvað sem virðist
meinlaust í litlum skömmtum á samt eftir
að leiða til glötunar ef þú passar ekki upp á
þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þig langar til að eyða peningum í
dag. Ekki horfa um öxl, það er fylgst með
þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu þér tíma til þess að leyfa
sköpunargáfunni að njóta sín jafnvel þótt
annað verði að sitja á hakanum á meðan.
Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeild-
arhring sinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leystu vandamál í ástarsambandi.
Taktu ábyrgð á þér áður en það verður of
seint. Settu skýrar línur um það hvað þú ert
tilbúin/n til að gera og hvað ekki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er óþarfi að ríghalda í hluti sem
þú hefur litla eða enga þörf fyrir. Æ sér gjöf
til gjalda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú verður þú að hrökkva eða stökkva
því ekkert annað getur þokað málum þínum
áfram. Þú lifnar við eins og náttúran.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er aldrei til góðs að eyða
fé fyrirhyggjulaust, jafnvel þótt góðir tímar
séu. Láttu ekki þrýsta þér til eins eða neins,
heldur taktu þér tíma til að hugsa málin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft ekki að halda að fólk
beini sjónum sínum að þér, ef þú nennir
ekki að hafa fyrir því að vekja athygli þess.
Tilraunastarfsemi getur af sér tekjur, nýja
vini eða ný áhugamál.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver þér eldri lumar á góðum
ráðleggingum í dag. Reyndu að verja tím-
anum til gönguferða eða hollrar útivistar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki áhyggjur af framvindu
mála á vinnustað sliga þig því þótt syrti í ál-
inn birtir öll él upp um síðir. Reyndu að
hlusta á það sem vinir hafa að segja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að fara vel með þig því at-
hugunarleysi getur leitt til þess að þú verðir
að leggjast í rúmið. Leggðu allt kapp á að
finna farsæla lausn í deilumáli svo þú getir
sofið róleg/ur.
Ó
lafur Páll Gunnarsson
fæddist 25. apríl 1969 á
Akranesi og ólst þar
upp. Fyrstu árin átti Óli
Palli, eins og hann er
ávallt kallaður, heima í Sigurhæð, húsi
sem stóð við Bárugötu en hefur nú
verið rifið, síðan fluttist fjölskyldan á
efri hæðina í húsi á horni Skólabraut-
ar og Vesturgötu, þar sem var bóka-
búð Andrésar Níelsonar á þeirri
neðri. Foreldrar hans byggðu sér síð-
an hús á Víðigrund og þangað flutti
Ólafur þegar hann var 11 ára. Hann
var tvö sumur í sveit á Brekku í
Skagafirði 1975 og 1976 og svo hluta
úr sumri á Blesastöðum á Skeiðum
hjá skyldfólki, 1977 og 1978.
Óli Palli gekk í Barnaskóla Akra-
ness, Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi, Iðnskólann í Reykjavík og
lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun á
haustönn 1990.
Óli Palli hóf störf hjá RÚV sem
tæknimaður í ársbyrjun 1991 og var
það hans aðalstarf til ársins 1998. Árið
1991 tók Óli Palli að sér að stýra ein-
um þætti af „Vinsældalista götunnar“
á Rás 2 í afleysingum. Hann ílengdist
þar og sá um hann í nokkur ár. Árið
1995 fékk hann leyfi til þess að gera
tvo þætti um Glastonbury-tónlistarhá-
tíðina sem hann sótti sem gestur BBC
þá um sumarið og um haustið fór
Rokkland af stað og hefur verið í
gangi síðan vikulega. Þeir þættir eru
orðnir 1.140 talsins. Hann byrjaði síð-
an með þáttinn Poppland árið 1998
sem er á hverjum virkum degi og eru
þetta tveir langlífustu þættirnir á Rás
2. Frá 1991 hefur hann séð um alls
kyns þætti í útvarpinu og líklega er
enginn starfsmaður Rásar 2 sem á
fleiri útsendingartíma að baki en
hann. Hann var lengi tónlistarstjóri
en er núna titlaður viðburðastjóri.
Hann sá líka um sjónvarpsþáttinn
Stúdíó A, en gerðar voru þrjár seríur
af þeim þáttum.
Óalfur hefur staðið fyrir ýmsum
tónlistarviðburðum í gegnum tíðina og
hefur verið kynnir á Músíktilraunum
stanslaust frá 1996, kynnt þar á svið
meira en 1.000 hljómsveitir. Hann hef-
ur einnig margsinnis verið kynnir
Tónaflóðs Rásar 2 á Menningarnótt
en hann kom að því að Rás 2 yrði með
dagskrá á Menningarnótt og að sjálf-
sögðu var slegið í tónleika sem hafa
verið haldnir á hverju ári frá 2003.
Óli Palli hefur verið formaður
Menningar- og safnanefndar á Akra-
nesi síðan í fyrra og er einn af aðstand-
endum tónlistarhátíðarinnar HEIMA í
Hafnarfirði. Hann hlaut viðurkenningu
Samtóns, sem nefnist Lítill fugl, á degi
íslenskrar tónlistar 2012.
Helstu áhugamál Óla Palla eru tón-
list, útivera og fjölskyldan. Hann var í
ýmsum hljómsveitum á Akranesi þeg-
ar hann var yngri og var um tíma
söngvari blúshljómsveitarinnar
Magnús sem var húshljómsveit
skemmtistaðarins Langisandur. Hann
lét af hljómsveitarvafstri að mestu
þegar hann flutti af Skaganum 1991
en er núna meðlimur í Fjallabræðr-
um. Hann er aftur fluttur á Akranes
með konu sinni og yngsta syninum.
Flutti í húsið Sunnuhvol sem hann
gerði upp frá a til ö og er eitt elsta
húsið á Skaganum, byggt 1910, og
stendur í hjarta bæjarins við Akra-
torg.
Fjölskylda
Eiginkona Óla Palla er Stella María
Arinbjargardóttir, f. 20.3. 1970. Móðir
hennar var Arinbjörg Clausen Krist-
insdóttir, f. 1.12. 1954, d. 28.1. 2015,
vann við umönnun aldraðra og var bú-
sett á Akranesi.
Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður – 50 ára
Við veiðar Óli Palli ásamt börnum sínum og dótturdóttur við sumarbústað fjölskyldunnar við Vesturhópsvatn.
Málsvari íslenskrar tónlistar
Hjónin Stella María og Óli Palli í hinu sögufræga hljóðveri, Abbey Road, við
upptökur á hljómplötu Fjallabræðra sem fóru fram árið 2016.
30 ára Laufey er
Akureyingur og hefur
alla tíð búið þar. Hún
er stúdent og sjúkraliði
frá Verkmenntaskól-
anum á Akureyri og
vinnur á hjúkrunar-
heimilinu Lögmanns-
hlíð.
Maki: Helgi Már Hafþórsson, f. 1986, raf-
virki hjá Rafeyri.
Stjúpsonur: Bjarki Stefán, f. 2009.
Systkini: Valberg Már Öfjörð, hálfbróðir
samfeðra, f. 1980, Valur Fannar, f. 1986,
Inga Lísa, f. 1995, og Aldís Eir, f. 1997,
Foreldrar: Sveinn Vernharð Stein-
grímsson, f. 1956, bús. á Ólafsfirði, og
Inga Arna Heimisdóttir, f. 1966, bús. á Ak-
ureyri.
Laufey Hansen
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is