Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 53

Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Of fljótur var ég á mér á þessum vettvangi fyrir viku þeg- ar ég skrifaði um þörf á bygg- ingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir. Fljótfærnin fólst í að halda því fram að blak- fólk hefði ekki ályktað á ársþingi sínu um brýna þörf á byggingu hallarinnar og tekið þar með undir með KKÍ og HSÍ. Nýkjörinn formaður Blak- sambandsins (BLÍ), Grétar Egg- ertsson, var ekki lengi að taka við sér og senda mér ályktun sem var samþykkt á ársþinginu. „47. ársþing Blaksambands Ís- lands haldið í Reykjavík 29. mars 2019 skorar á ríkisstjórn landsins og borgarstjórn Reykja- víkur að sjá til þess að þjóðar- leikvangur verði byggður hið fyrsta. Leikvangurinn þarf að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til íþróttamannvirkja í al- þjóðlegri keppni. Einnig þarf að tryggja það að þjóðarleikvang- urinn nýtist til landsliðsæfinga og eftir atvikum íþróttafélögum í viðkomandi íþróttagreinum eft- ir skipulagi þeirra.“ Ályktunin finnst á heima- síðu BLÍ innan um annað efni frá ársþinginu undir liðnum „Um BLÍ“. Hennar var reyndar ekki getið í ítarlegri tilkynningu sem BLÍ sendi fjölmiðlum í þinglok. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fljót- færni mín varð til þess að for- veri Grétars, Jason Ívarsson, sendi mér póst í skrifaðan í föð- urlegum tón. Ekki vonum seinna. Á 12 ára ferli Jasonar í formannsembætti minnist ég þess ekki að hann hafi áður séð ástæðu til að hafa samband við mig. Var þó vafalaust einhvern- tímann ástæða til fyrir formann- inn að minna á þá skemmtilegu íþrótt sem blakið er og það góða starf sem hreyfingin undir hans stjórn til 12 ára vann og vinnur enn. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þegar Björn Viðar Björnsson flutti á síðasta sumri frá Noregi til Vest- mannaeyja ásamt sambýliskonu sinni, Sunnu Jónsdóttur handknatt- leikskonu, og ungum syni þeirra, ór- aði hann ekki fyrir að nokkru síðar yrði hann aðalmarkvörður hand- knattleiksliðs ÍBV og kominn í und- anúrslit á Íslandsmótinu. „Ég var hættur. Það var ekkert í kortunum sem benti til að ég færi að spila með ÍBV þegar við fluttum heim í sumar sem leið. Í fyrravetur lék ég með liði í fjórðu deildinni í Noregi með þungavigtarmönnum og passaði vel inn í hópinn,“ sagði Björn Viðar léttur í bragði þegar Morgunblaðið truflaði hann við vinnu á Vélaverkstæðinu Þór í Vest- mannaeyjum. „Það er langur vegur frá liði í fjórðu deild í Noregi í lið þrefaldra meistara síðasta árs eins og ÍBV-liðið er.“ Björn Viðar var senuþjófur í viðureignum ÍBV og FH í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í hand- knattleik um páskahelgina. Ekki síst í fyrri leiknum þegar hann varði annað hvert skot sem á markið kom, m.a. þrjú vítaköst. Á sama tíma voru kollegar hans í marki FH lítt með á nótunum. Björn Viðar sló FH-inga út af laginu í leiknum í Kaplakrika sem ÍBV vann örugglega. ÍBV fylgdi sigrinum eftir með öðrum á heima- velli á öðrum degi páska sem innsigl- aði sæti í undanúrslitum. Björn Við- ar stóð þá einnig vel fyrir sínu. Vinna að koma til baka „Það gekk bærilega hjá mér og mjög vel hjá liðinu í heild,“ sagði Björn Viðar hæverskur en hann hef- ur jafnt og þétt unnið sig til baka allt tímabilið eftir því sem líkamlegt form hefur batnað. Hann neitar því ekki að mikil vinna liggur að baki síðustu mánuðina við að komast í al- mennilegt leikform. „Ég viðurkenni fúslega að það hefur reynt verulega á mig að koma til baka og komast í leikform aftur til þess að verða liðinu að gagni. Ég var fyrir löngu hættur í alvöru bolta og reiknaði ekki með að snúa til baka í efstu deild á Íslandi.“ Björn Viðar segir þjálfara ÍBV- liðsins hafa komið að máli við sig skömmu áður en Íslandsmótið hófst síðsumars og spurt hvort hann vildi ekki vera með úr því að hann væri á staðnum á annað borð. „Ég ákvað að slá til enda hef ég gaman af hand- boltanum þótt ég hafi ekki verið nærri alvörunni í nokkur ár og lítið æft. Ég náði tveimur eða þremur æf- ingum áður en ÍBV mætti Fram í Meistarakeppninni áður en keppni í Olís-deildinni hófst. Ég kom nánast beint upp úr sófanum og í fyrsta leikinn. Síðan hef ég verið með af fullum krafti og hef bara gaman af.“ Hlutverk Björns Viðars stækkaði við skyndilegt andlát Kolbeins Ar- ons Ingibjargarsonar, aðalmark- varðar ÍBV, um jólin. Björn Viðar tók þátt í öllum 22 leikjum ÍBV í deildarkeppninni og bikarleikjunum. Enginn nýgræðingur Björn Viðar er 32 ára gamall og er enginn nýgræðingur á handbolta- vellinum. Hann byrjaði ungur að æfa með Haukum en gekk til liðs við Vík- ing 2006, þá tvítugur. Með Víkingi var Björn Viðar í þrjú ár áður en hann skipti yfir í raðir Framara. Með Fram lék Björn Viðar í fjögur ár í röð að undanskildu hálfu ári leik- tíðina 2011/2012 þegar hann var lán- aður til Stjörnunnar. Björn Viðar var m.a. í Íslands- meistaraliði Fram vorið 2013. Stóð vaktina í markinu ásamt Magnúsi Gunnari Erlendssyni. Sumarið 2013 flutti Björn Viðar til Svíþjóðar ásamt Sunnu sem þar var atvinnu- kona í handknattleik. Síðar fluttu þau til Noregs þar sem Sunna lék með HK Halden í úrvalsdeildinni og átti sæti í landsliðinu. „Það er gaman að svona ævintýr- um,“ sagði Björn Viðar Björnsson, handknattleiksmarkvörður ÍBV, sem eins og Eyjaliðið í heild hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslita- keppninni ef að líkum lætur. Var hættur í boltanum en varð óvænt senuþjófur  Veður skipuðust skjótt í lofti hjá Birni Viðari  Var í þungavigtarbolta í Noregi Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sigurgleði Björn Viðar Björnsson, svartklæddur fyrir miðri mynd, fagnar með samherjum eftir að hafa sópað FH út í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á mánudaginn. Björns og félaga bíða leikir í undanúrslitum eftir helgina. Davíð Snorri Jónasson hefur valið þá leikmenn sem fara í lokakeppni EM U17-landsliða á Írlandi 3.-19. maí. Átta leikmenn í hópnum eru hjá atvinnumannafélögum. Markmenn: Adam Ingi Benediktsson (HK), Helgi Bergmann Hermannsson (Keflavík), Ólafur Kristófer Helgason (Fylki) Varnarmenn: Baldur Hannes Stefánsson (Þrótti R.), Elmar Þór Jónsson (Þór), Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA), Oliver Stefánsson (Norrköping), Ólafur Guðmundsson (Breiðabliki), Róbert Orri Þorkelsson (Aftureldingu), Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölni). Miðjumenn: Andri Fannar Baldursson (Bologna), Dav- íð Snær Jóhannsson (Keflavík), Ísak Bergmann Jóhannesson (Norrköping), Orri Hrafn Kjartansson (Heerenveen), Valgeir Valgeirsson (HK). Sóknarmenn: Andri Lucas Guðjohnsen (Real Madrid), Danijel Dejan Dju- ric (Midtjylland), Hákon Arnar Haraldsson (ÍA), Kristall Máni Ingason (FC København), Mikael Egill Ellertsson (SPAL). Strákarnir sem fara á EM Andri Lucas Guðjohnsen Ajax setti nýtt hollenskt met með 4:2 sigri liðsins gegn Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Ajax hefur þar með skorað 160 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og bætti 38 ára gamalt met AZ Alkmaar sem skoraði 158 mörk á leiktíðinni 1980-81. Ajax mun halda áfram að bæta metið því liðið á eftir að spila fjóra leiki í deildinni, bikarúrslitaleikinn og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Tottenham. Þrír leikmenn Ajax hafa skorað 20 mörk eða meira á tímabilinu. Dusan Tadic 34 mörk í 51 leik, Klaas- Jan Huntelaar 20 mörk í 39 leikjum og Hakim Ziyech 20 mörk í 44 leikjum. Ajax er í toppsæti deildarinnar, er með þriggja stiga forskot á PSV, sem á leik til góða. gummih@mbl.is Ajax er komið með 160 mörk Dusan Tadic

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.