Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Pústþjónusta
SAMEINUÐ GÆÐI
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Rithöfundurinn Bergrún Íris Sæv-
arsdóttir hlaut í gær við hátíðlega at-
höfn í Höfða barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur fyrir barna-
og ungmennabókina Kennarinn sem
hvarf. Verðlaunin, sem eru fyrir
frumsamið handrit að barna- eða
unglingabók, eru nú veitt í fyrsta
sinn í Reykjavík. Í sömu athöfn voru
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
veitt fyrir bestu frumsömdu barna-
og unglingabókina, best myndlýstu
bókina og bestu þýðingu á barna- og
unglingabók sem gefin var út 2018.
Í umsögn dómnefndar um bók
Bergrúnar segir að sagan beri mik-
ilvæg einkenni höfundarverka Guð-
rúnar Helgadóttur, hún sé hlý, fjöl-
breytt, tali til barnanna og þvingi
ekki boðskap upp á lesandann.
Bergrún segist hafa forðast það við
skrif bókarinnar: „Bókin er í anda
Guðrúnar Helgadóttur og hún gerir
þetta svo vel. Hún heldur fast í sitt
innra barn og hitt er síðan eitthvað
sem seytlar inn með.“
Bergrún segir að aðstæður í bók-
inni séu fyndnar, einn daginn mæti
kennarinn ekki og krakkarnir þurfi
að bregðast við því. Síðan renna á
þau tvær grímur þegar gátumeist-
arinn sendir þeim skilaboð. Titillinn
að bókinni, Kennarinn sem hvarf,
fæddist þegar Bergrún beið á meðan
bíllinn hennar var í viðgerð.
„Ég sat einhvers staðar og var að
bíða eftir bílnum mínum á meðan
hann var í viðgerð og heyrði út undan
mér í útvarpsfréttunum eitthvað sem
hljómaði eins og „kennarinn hvarf“.
Ég sperri eyrun og fer að hlusta bet-
ur og þá heyrðist bara alls ekkert um
það, mér misheyrðist bara. En mér
fannst þetta eitthvað svo skemmti-
legt og af því að ég var með klukku-
tíma að drepa á meðan bíllinn var í
viðgerð skrifaði ég fyrsta kaflann að
Kennaranum sem hvarf.
Þá fór hún samstundis að hugsa
um í hvaða aðstæðum kennari myndi
hverfa og hvað krakkarnir í kennslu-
stofunni myndu gera.
„Myndu þau til dæmis fagna því að
það væri enginn kennari viðstaddur
eða jafnvel nýta tímann til að hanga
bara í símanum sínum?“ segir Bergr-
ún. Snjallsímar koma einmitt við
sögu í bókinni og er hún því vel tengd
hversdagslífi barna í nútíma-
samfélagi. Bergrún hefur ágæta inn-
sýn í líf barna þar sem hún á tvo
stráka, níu og fjögurra ára. Bókin er
eins konar ráðgátubók, þar sem
krakkarnir reyna að leysa málin þeg-
ar kennarinn er horfinn.
„Ég hafði svo gaman af því sjálf
þegar ég var krakki að lesa bækur
þar sem hópur krakka þurfti að leysa
einhverja ráðgátu eða bjarga ein-
hverjum úr aðstæðum og þurfa jafn-
vel að leysa þrautir til þess.
Þetta eru svo fyndnar aðstæður –
einn dag mætir kennarinn ekki,
hvernig ætla krakkarnir að bregðast
við?“ segir Bergrún.
Skrítið hús kveikti hugmyndina
Hildur Knútsdóttir hlaut verðlaun
fyrir bestu frumsömdu barna- og
ungmennabókina Ljónið, sem jafn-
framt var tilnefnd til Íslensku barna-
bókmenntaverðlaunanna í ár. Ljónið
er ungmennasaga sem gerist í sam-
tímanum en teygir anga sína til ógn-
vekjandi atburða í fortíðinni. Hún er
fyrsta bókin í þríleik Hildar og hefur
fengið góðar viðtökur. Sagan gerist í
miðbæ Reykjavíkur og fjallar um
Kríu sem er nýflutt frá Akureyri og
byrjar í MR. Sjálf var Hildur í MR og
bjó í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir
að innblástur að sögunni hafi komið
af miklu leyti frá hennar eigin
menntaskólaárum.
„Þetta kemur að miklu leyti frá
mínum eigin menntaskólaárum.
Þetta eru mikil mótunarár og ég man
vel eftir þessum tíma,“ segir Hildur
og bætir við að sagan sé þó ekki al-
farið byggð á henni sjálfri.
Í sögunni kemur gamalt hús við
sögu, Skólastræti 5a. Þar býr vin-
kona Kríu úr MR og finna þær nokk-
uð forvitnilegt í húsinu, sem er með
þeim elstu í Reykjavík. Húsið skipar
stóran sess í sögunni og kom hug-
myndin að húsinu til Hildar þegar
hún var að skoða fasteignaauglýs-
ingar: „Ég sá að húsið var til sölu og
hugsaði að þetta væri skrítið hús og
hérna gæti eitthvað hafa gerst.
Þannig kom hugmyndin til mín.“
Hildur vinnur nú að annarri bók þrí-
leiksins og er því framhald af Ljón-
inu væntanlegt fyrir jól.
Guðni Kolbeinsson hlaut Barna-
bókaverðlaun fyrir best þýddu
barna- og ungmennabókina, þ.e.
Bækur duftsins: Villimærin fagra
eftir Philip Pullman, sem er fyrsta
bók í þríleik Pullmans, Bækur dufts-
ins.
Þá hlaut Rán Flygenring verðlaun
fyrir best myndlýstu bókina , Sagan
um Skarphéðin Dungal sem setti
fram býjar kenningar um eðli al-
heimsins eftir Hjörleif Hjartarson.
Morgunblaðið/Hari
Verðlaunahafar Hildur Knútsdóttir, Hjörleifur Hjartarson, Guðni Kolbeinsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Kennarinn sem
hvarf verðlaunuð
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt í fyrsta
sinn Ljónið, Skarphéðinn og Villimærin einnig sigursæl
Morgunblaðið/Hari
Gleði Bergrún Íris Sævarsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
glöddust í Höfða í gær þar sem verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn.
Nokkru áður en tónlistarmaðurinn
Prince lést 57 ára gamall í upp-
tökuveri sínu í Minnesota árið 2016,
af völdum ofneyslu verkjalyfja,
hafði hann ásamt rithöfundinum
Dan Piepenbring byrjað að skrifa
endurminningar sem áttu að koma
út á bók undir heitinu The Beauti-
ful Ones. Greint er frá því í The
New York Times að bókin muni
koma út hjá Random House í haust í
breyttri mynd frá því sem fyrir-
hugað var, með sjaldséðum ljós-
myndum og myndum af handskrif-
uðum textum tónlistarmannsins.
Prince var lítið fyrir að veita inn-
sýn í einkalíf sitt en í mars árið
2016 upplýsti hann gesti á litlum
tónleikum um bókaverkefnið. „Við
munum byrja á byrjuninni, minni
allra fyrstu minningu,“ sagði hann
og að svo myndi hann fikra sig í
frásögninni inn í samtímann.
Piepenbring hefur haldið
vinnunni við bókina áfram, í sam-
starfi við erfingja Prince. Í bókinni
verður textinn sem þeir Prince
höfðu unnið að saman er hann lést,
en Prince var þá umhugað um að
verða opinskárri um líf sitt og skoð-
anir, án þess að sleppa tökum á
sinni dularfullu ímynd.
Ævisaga Prince kemur út í haust
Dáður Tónlistarmaðurinn Prince var
mörgum harmdauði er hann lést árið 2016.
Baltasar Kor-
mákur kvik-
myndaleikstjóri
er meðal þeirra
sem velja sigur-
vegara á hinni
umfangsmiklu
Tribeca-kvik-
myndahátíð í
New York í ár.
Greint er frá því
í Hollywood Reporter að alls velji
51 dómari verðlaun í tíu flokkum
og er Baltasar í nefnd er velur
bestu alþjóðlegu leiknu kvikmynd-
ina. Auk hans sitja í henni Angela
Bassett, Famke Janssen, Rebecca
Miller og Steve Zaillian.
Tribeca-hátíðin er nú haldin í 18.
skipti. Hún hófst í gær og stendur
til 5. maí.
Baltasar velur
Baltasar Kormákur
Fransk-pólski kvikmyndaleikstjór-
inn Roman Polanski hefur höfðað
mál gegn bandarísku kvikmynda-
akademíunni er veitir Óskars-
verðlaunin, til að verða aftur með-
limur í henni. Þeir Bill Cosby voru
reknir úr akademíunni í fyrra og
segir Polanski brottreksturinn hafa
verið ólöglegan.
Árið 1977 viðurkenndi Polanski
að hafa haft samfarir við unglings-
stúlku í Bandaríkjunum. Hann sat
inni í 42 daga, flúði síðan land og
hefur ekki komið til Bandaríkjanna
síðan en saksóknarar hafa árang-
urslaust reynt að fá hann fram-
seldan. Þeim Cosby var vísað úr
akademíunni fyrir brot á siða-
reglum. Polanski er nú 85 ára gam-
all. Hann hlaut Óskarsverðlaun fyr-
ir The Pianist árið 2003.
Polanski í mál