Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN galleríið Smáralind Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alda Ingibergsdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafn- arborg í dag kl. 12, á sumardaginn fyrsta, annað árið í röð. Á efnisskrá tónleikanna eru sumarperlur. Meðal verka sem flutt verða eru Kossavís- ur eftir Pál Ísólfsson, Il bacio eftir L. Arditi og aríur úr Brottnáminu úr kvennabúrinu og Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Þar sem aríurn- ar eru ekki sungnar á íslensku mun Antonía kynna söguþráðinn stutt- lega fyrir tónleikagestum. Því má segja að hún bregði sér í hlutverk eins konar sögumanns á tónleik- unum. „Það er bara aukaglaðningur fyrir Hafnfirðinga,“ segir Antonía, sem verið hefur listrænn stjórnandi hádegistónleikanna í Hafnarborg frá upphafi, en þeir fara ávallt fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Tónleikarnir á sumardaginn fyrsta eru því sérstakur viðburður að sögn Antoníu. „Alda kom með þá hugmynd í fyrra að halda tónleika á sumardaginn fyrsta. Hún er Hafn- firðingur og það er henni mjög hjartfólgið að gleðja Hafnfirðinga á sumardaginn fyrsta,“ segir Antonía. Hádegistónleikarnir eru því haldnir annað árið í röð í Hafnarborg á sumardaginn fyrsta. Meðal hlutverka sem Alda hefur tekið að sér eru Pamína í Töfra- flautunni, Lillian Russell í The Mother of Us All eftir Virgil Thom- son og Dísa í Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar. Vill fjölga tækifærunum fyrir óperusöngvara hérlendis Á hverjum tónleikum koma mis- munandi söngvarar fram en Ant- onía er ávallt listrænn stjórnandi. Hún segir að yfirleitt séu frægar óperur fluttar á tónleikunum. „Hug- myndin kringum hádegistónleikana er að bjóða upp á ókeypis og að- gengilega tónleika. Ég kem ekki með nútímalög sem eru ekki lag- ræn, heldur yfirleitt frægar óperur. Svo er ég líka að fylgjast með íslenskum söngvurum sem eru starfandi í útlöndum og reyni að krækja í þá þegar þeir eru á land- inu,“ segir Antonía. Antonía vill halda tónleikana til að virkja Hafnfirðinga en Alda Ingi- bergsdóttir sem mun koma fram á tónleikunum er einmitt Hafnfirð- ingur. „Hafnfirðingar eru velkomnir og svo er ég líka að reyna að gefa ungum söngvurum tækifæri til að syngja opinberlega. Að mínu mati eru ekki mörg tækifæri fyrir óperu- söngvara á Íslandi – það eru of fá tækifæri og kemur sjaldan út í plús,“ segir Antontía og bætir við að hún vilji bjóða nýliðum tækifæri til að spreyta sig á tónleikunum í Hafnarborg. Morgunblaðið/Hari Gleðigjafar Antonía Hevesi píanóleikari og Alda Ingibergsdóttir sópran gleðja tónleikagesti í dag. Sumarperlur hljóma  Hádegistónleikar í Hafnarborg sumardaginn fyrsta  Alda Ingibergsdóttir sópran syngur aríur og sönglög Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Djasshátíð Garðabæjar hefst að kvöldi sumardagsins fyrsta með tónleikum í Kirkjuhvoli í Vídal- ínskirkju á persónulegum og inni- legum tónleikum með fámennum flytjendahópi. Þar munu Björn Thoroddsen gít- arleikari og Unnur Birna Bassadóttir söng- og fiðlu- leikkona mætast í dúói. „Þetta er per- sónulegt og inni- legt vegna þess að þetta eru lög sem hafa haft áhrif á þau bæði og það gerir það persónulegt. Það verður óhjákvæmilega innilegt þegar flytjendurnir eru svona fáir, þau eru bara tvö. Það er frekar sjaldgæft í svona tónlist að það sé ekki heil hljómsveit,“ segir Sig- urður Flosason sem hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. Fáar konur í djassheiminum „Unnur og Björn hafa verið að vinna saman og síðan höfum við verið að reyna að hafa augun opin fyrir ungum konum sem stunda þessa tónlist. Íslenski djassheim- urinn á ekki margar konur, þannig að það var upplagt að grípa eina hæfileikaríka,“ segir Sigurður. Hann segir að hátíðin sé fastur liður í Garðabæ og vel sótt á hverju ári, en nú fer hún fram í 14. sinn. „Það sem er mér efst í huga er að við erum að sinna bæði ungum og öldnum. Við höfum fjöl- breytnina að leiðarljósi og reynum að höfða til ólíkra hópa og ólíks smekks áheyrenda þannig að það sé eitthvað fyrir alla. Þetta er fastur liður og vel sótt, skemmti- legur vorboði sem hefst á sumar- daginn fyrsta. Þetta er það sem segir að vorið sé komið í Garða- bæ,“ segir Sigurður. Hátíðin fer fram í 14. sinn dag- ana 25.-27. apríl. Hún skartar fjöl- breyttu úrvali íslenskra djass- tónlistarmanna og boðið verður upp á ólík stílbrigði djasstónlistar, þar má nefna „færeyskt fusion“, tónleika sveiflubandsins Arctic Swing Quintet og tónleika hljóm- sveita úr Tónlistarskóla Garða- bæjar. Þær munu hita upp fyrir alla kvöldtónleikana klukkan 20. Á föstudag fer fram „færeyskt fusion“ en þá stígur kvintett fær- eyska bassaleikarans Anrolds Ludvigs á svið. Hann mun leika á bandalausan rafbassa umkringdur nokkrum af þekktustu djass- mönnum íslensku þjóðarinnar, þar má nefna Sigurð Flosason, Jóel Pálsson, Kjartan Valdemarsson og Einar Scheving. Á laugardag fer síðan fram samfelld djassveisla í félagsmið- stöðinni Jónshúsi í Sjálandi, þar sem allir gestir geta notið djass- tónlistar frá tvö að degi fram á kvöld. Þar kemur fram söngdívan Kristjana Stefánsdóttir og flytur vel valin djasslög en hátíðinni lýk- ur með tónleikum sveiflubandsins Arctic Swing Quintet í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Djassinn er vorboðinn Dúó Björn Thoroddsen og Unnur Birna Bassadóttir koma fram á hátíðinni.  Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi Sigurður Flosason Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands hefst í dag, fimmtudag, með tónleikum Hilmu Kristínar Sveinsdóttur tón- smíðanema í Stúdíó Sýrlandi kl. 20. Þar flytur hún verk sitt „ég segi þér bara meira seinna“, en Hilma hefur lært undir handleiðslu Atla Ingólfssonar tónskálds. Hilma lauk BMus-námi í klarínettu- leik við LHÍ undir handleiðslu Ármanns Helgasonar vorið 2015. Síð- ustu ár hefur Hilma stundað söng- nám hjá Hallveigu Rúnarsdóttur, sungið í Hamrahlíðarkórnum í mörg ár, verið starfsnemi hjá Jóhanni Jóhannssyni sumarið 2016, starfað sem klarínettukennari og tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutningi. Um verkið segir Hilma: „„ég segi þér bara meira seinna“ er samið fyrir átta flytjendur og samanstendur af fimm stuttum verkum. Verkin eru sjálfstæðar einingar, öll sprottin úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að búa til og þróa síðustu mánuði. Verkin eru öll ólík að stærð, en unnið er með mismunandi blandanir hljóðfæra og aðferða.“ Samtímis flutningi verksins verður flutningur á verkinu tacet: extrinsic eftir Hildi Elísu Jónsdóttur, sem er útskriftarverk hennar úr myndlistar- deild LHÍ. „ég segi þér bara meira seinna“ í kvöld Hilma Kristín Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.