Stefnan - 01.04.1923, Síða 18

Stefnan - 01.04.1923, Síða 18
STEFNAN V íslendingum fækkar. Liðhlaupum fjölgar. Liðhlaupar eru allir sjergóðir menn, er einskis svífast og ekkert hjartans málefni eiga. Liðhlaupar eru þeir, er fúsír eru til að selja þjóðernið fyrir peninga. Liðhlaupar eru þeir, er ásælast og ná yfirráðurn á rjettind- um annara, í því skyni að geta svalað eigingjörnum hvötum. Liðhlaupar eru þeir, er sjálfrátt eyðileggja starfsemi og starfs- gleði vinnumannsins. Liðhlaupar eru þeir, er óbeit hafa á vinnunni, og ekkert göfugt takmark hafa sett sjer að keppa að, en lifa í algjöru hugsunar- og tilfinningarleysi — á öðrum. Liðhlaupar hafa aldrei fána á lofti, en þeir svívirða hann er þeir stíga yfir landamærin. 3* Æ til leng'dar lætur, ef hana vantar. En hver þjóð lítur sínum augum á fána sinn. Við hann eru tengdar end- urminningar um sigurvinninga þjóð- arinnar á umliðnum öldum í barátt- unni fyrir frelsi og fjöri. Ekkert ilt, sem þjóðin hefir unn- ið, fær að loða við fánann fyrir aug- um sona og dætra þjóðarinnar. Hann táknar og geymir og ber frá einni kynslóð til annarar það eitt, sem þjóðin getur lifað fyrir öld eftir öld. Hver þjóð sækir að sínu marki. Hún berst fyrir því, sem hún finnur að líf hennar liggur við. Og fáninn ei merki sóknar og varnar í þessari baráttu. Fáninn er borinn í brjóstfylkingu, um hann safnast alt, sem veit fram, vonin, áræðið og karlmenskan. Flótta- menn hafa aldrei fána á lofti. Fán- inn er því helgur dómur þjóðarinn- ar, einskonar sáttmálsörk, sem geym- ir lögmálstöflur hennar. þar eru rit- uð öll þau boðorð, sem þjóðin verð- ur að hlýða, ef hún á að verða lang- líf í landinu. Vjer viljum eiga fána til þess að tengja við hann vitundina um alt það, sem oss er heilagt í eðli og sögu lands og þjóðar. Vjer viljum skrifa í þann fána allar vonir vorar um fagra fram- tíð þjóðarinnar, hverja drengilega hugsjón, sem vakir í huga sona henn- ar og dætra. Vjer getum ekki skrif- að þetta í fána neinnar annarar þjóðar, og viljum það ekki heldur. það erum vjer og eftirkomendur vorir í þessu landi, sem eigum að gera þennan fána frægan. Vort er að skapa honum frægð og gengi, og framtíð hans á að geta orðið því fegri, þar sem engar fortíðarsyndir fylgja honum úr garði.

x

Stefnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.