Stefnan - 01.04.1923, Síða 24
S TEFNAN
Yínið og ómenskan.
Meðan bannlögin „voru í gildi“,
voru þau margbrotin. peir, sem ekki
brutu þau beinlínis: seldu vín og
drukku, brutu þau óbeinlínis: —
hilmuðu.
Sjómenn og aðrir verkamenn,
bændur, kaupmenn, kennarar, prest-
ar og aðrir embættismenn — og flest-
ar konur, — því sem næst hver ein-
asti íslendingur, er kominn var til
vits og ára, braut bannlögin. Og dóm-
ararnir í landinu voru ekki betri, —
þeir drukku vín eða hilmuðu.
Var nú hægt að vænta góðs árang-
urs af bannlögunum?
Nei. — Árangurinn gat ekki orðið
góður, og reynslan sannaði það.
Nú hefir nauðsyn knúð okkur til
að nema bannlögin úr gildi. Nú er
spurningin: hvað á að gjöra?
Bannlögin gáfust illa.
Vjer verðum því að fara aðra leið
og betri, og hún er til: Vjer verðum
að vera starfsamari en vjer erum nú.
Vjer verðum að nota tímann betur
en vjer gjörum nú.--------
þessi kenning hljómar illa í eyrum
þeirra manha, er „spekúlera" í at-
kvæðum verkamanna. Slíka spekú-
lanta mætti kalla andlega gyðinga-
kaupmenn. Verkföll, æsingar og
stjettarígur er þeirra evangelíum.
------— Reynslan er sannleikur:
vinnan göfgar manninn. Hún stælir
vöðvana, styrkir og fegrar líkamann.
Hún gjörir manninn sparsaman og
reglusaman. Hún knýr hann til að
setja sjer takmark. Hún gjörir hann
góðgjarnan og viljasterkan.
Vjer íslendingar erum fáir og verð-
um því að vinna vel og trúlega.
„Jörðin, sem okkur var trúað fyrir,
' er enn óræktuð". — Vjer erum lat-
ir — og heimilin eru köld.
Líf og heiður þjóðarinnar liggur
við, að vjer komum fram sem sóma-
menn í hvívetna. En sómamaður
gjörir ætíð skyldu sína af fremsta
megni, — hann er starfsamur.---------
— — Hvorki menningarsjóðir,
bannlög eða bleksverta geta forðað
okkur frá víndrykkju, leti og
ómensku.
En starfsemi, — sterkur og ein-
beittur vilji, það er meðalið.
-o--
&
1 NÆSTA HEFTI
verða eftirfylgjandi greinar:
Svikin stefnuskrá.
Stefna bolshvíkinga II.
. Samvinna og pólitík.
Verkamannastjettin.
Lánsverzlun ög bankar.
Gengi krónunnar (með skýringar-
myndum).
Óráðvandir kaupsýslumenn.
þjóðarskömm.
Rauðir þræðir.
o. fl.
Næsta hefti kemur út í byrjun
júnímánaðar.