Fréttablaðið - 30.05.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 30.05.2019, Síða 14
Það er okkur öllum eðlislægt að vilja vera heilsuhraust og við erum jafn-vel tilbúin að ganga ansi langt til þess að endurheimta heilsuna ef henni hrakar. Iðulega er það svo að maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur og á það sérstaklega við um þetta efni. Það að vera sjúklingur er erfitt hlutskipti og gildir þá einu hvaða vanda er við að eiga þó svo augljóslega geti verið munur þar á. Læknisfræðin á svör við ansi mörgum spurningum og okkur hefur vegnað ágætlega á síðastliðnum árum í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma. Það er þó enn svo að við erum í vanda víða og þegar okkur skortir svör eða ef við náum ekki árangri leita sjúklingar víðar að lausnum. Læknisfræði hefur þróast mikið með tímanum og það sem áður voru oft reynsluvísindi hefur breyst í það að krafan um gagnreynda þekkingu hefur aukist mjög. Það er eðlilegt að virkni lyfja og meðferða sé sönnuð og gamla reglan sem enn er í gildi, „primum non nocere“, sem þýðir að skaða ekki, er enn í hávegum höfð. Þekking sjúklinga hefur einnig aukist mjög mikið og Google frændi ásamt öðrum slíkum hefur gert það að verkum að upplýsingar dreifast mun hraðar og þekking, hvort heldur sem hún er gagnreynd eður ei, er aðgengi- legri en áður. Samskipti lækna og sjúklinga eru flókin og byggja að miklu leyti á trausti og gagnkvæmri virðingu aðila sem á stundum báðir virðast þó gleyma að heiðra. Augljóslega getur verið mikill munur á þekkingu aðila á virkni líkamans og að tengja saman ólíka þræði til þess að komast að niðurstöðu. Sú þekking er hins vegar á stundum verulega takmarkandi þegar kemur að því að meta og átta sig á líðan, tilfinningum og umhverfisþátt- um sem geta verið verulegar breytur hvað varðar heilsufar fólks og hvernig það svarar meðferð. Þannig skapast samtal og jafnvel togstreita á milli aðila um það hver sé rétta leiðin í greiningu og meðferð sjúklings sem er í raun það sem að hluta gerir starfið jafn spennandi og raun ber vitni. Hver einstaklingur er mismunandi, við vitum það í dag og erum að feta okkur með aukinni tækni hratt í átt að einstaklingsmiðaðri læknisþjónustu, sem ég persónulega tel að sé framtíðin. Við munum þó ekki fara af þeirri braut gagnreyndrar þekkingar sem hefur verið ákveðið að fylgja á næstunni, hins vegar er ljóst að margt af því sem við í dag fylgjum með þeim hætti var tilraunastarfsemi í upphafi. Margt hefur breyst og meðferðir komið og farið. Þannig má segja að það sem kann að vera nýtt í dag og spennandi hljóti staðfestingu og verði hluti af hefðbundnum nálgunum í meðferð framtíðar, en með sama hætti að ýmislegt slíkt verði afsannað og öðlist ekki hljómgrunn. Hægt er að horfa á mörg dæmi þessa efnis undanfarin ár og þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með, hlusta eftir virkni og aukaverk- unum, rannsaka þær vel og staðfesta eða hrekja. Leitin að lækningu Það er þó enn svo að við erum í vanda víða og þegar okkur skortir svör eða ef við náum ekki árangri leita sjúkl- ingar víðar að lausnum. Teitur Guðmundsson læknir Hefur ekki fengið floga- kast í nær 1.000 daga Tinna Bjarnadóttir fékk heilablóð- fall fyrir 10 árum, aðeins 16 ára gömul. Í kjölfarið byrjaði hún að fá flogaköst reglulega sem skerti lífsgæði hennar verulega. Lítið breyttist þrátt fyrir að hún væri sett á lyf og þegar mest var tók hún 10 töflur á dag. Fjórar af þeim voru þríhyrningsmerktar. „Flogin hrjáðu mig dag hvern. Ég fékk flog um það bil einu sinni í mánuði og ef ég fékk ekki flog þá fékk ég svona aðsvif sem voru hálfgerð flogaköst. Það tekur mann tíma að jafna sig eftir svona. Ég gat ekki unnið, man lítið dag frá degi og svaf mikið. Ég var gríðar- lega mikill sjúklingur,“ segir Tinna sem byrjaði að nota CBD-olíu fyrir um þremur árum. „Kærasti minn fór að leita annarra leiða á netinu og fann svokallaða CBD-olíu. Hann skoðaði reynslusögur og las sig mikið til um olíuna sem varð til þess að ég ákvað að prófa.“ Þau reyndu að leita leiða til að finna olíuna þar sem hún er ekki fáanleg á Íslandi. „Ég hef ekki fengið flogakast núna í næstum 1.000 daga eftir að ég byrjaði að nota olíuna. Læknar skilja ekkert hvað gerðist. Ég er búin að minnka lyfjaskammtinn niður í fjórar töflur og mér finnst ég vera á lífi aftur. Ég get unnið og ég get sinnt daglegum verkum, sem ég gat ekki áður. Þetta hefur hjálpað mér svo mikið að mér finnst mikilvægt að ræða þetta.“ Sjúkraþjálfarinn átti ekki orð yfir framfarir Lára Guðnadóttir Lindgreen býr í Kaupmannahöfn. Hún greindist með MS fyrr á árinu og fór í kjöl- farið að kynna sér sjúkdóminn vel. Á netinu las hún ýmsar reynslu- sögur og rakst oft á CBD-sögur. „Ég ræddi málin við taugalækninn minn sem sagði að það væri því ekkert til fyrirstöðu að prófa CBD- olíu. Reynslan af henni væri góð,“ segir Lára. Olían er ekki komin á opinn markað í Danmörku en MS-félagið þar í landi hefur barist fyrir því að hún sé gerð lögleg, vegna já- kvæðra viðbragða sjúklinga. Lára segir að olían hafi hjálpað henni að ná markmiðum sínum, bæði líkamlega og andlega. „Þegar ég byrjaði í endur- hæfingu í byrjun mars, var ég með sama sem engan mátt í hægri hlið líkamans, Ég gat ekki tekið þátt í heimilislífinu, átti erfitt með að ganga upp tröppurnar á heimilinu mínu og átti erfitt með að ganga þá 450 metra sem eru að næsta strætóskýli, vegna máttleysis og jafnvægistruflana,“ segir Lára. „Sjúkraþjálfarinn minn og ég settum okkur þau markmið að við enda endurhæfingarinnar, ætti ég að geta þetta og rúmlega það. Þegar ég svo sagði henni það fyrir tveimur vikum að ég hefði gengið 1,5 km á 17 mínútum og gengið 20.000 skref helgina áður átti hún ekki orð, þar sem að hún bjóst við að þurfa að hafa mig í endurhæf- ingu í allavega sex mánuði miðað það ástand sem að var á mér.“ Lára segist heldur ekki hafa upplifað þunglyndi sem fylgir oft sjúkdómnum. Sérstaklega í byrjun, þegar þarf að aðlagast breyttum aðstæðum og sætta sig við þær. „Aftur á móti hef ég tekið þessu öllu saman með jafnaðar- geði og fengið tryggan stuðning maka og barna,“ segir Lára. „Það að geta keypt olíuna á opnum markaði ætti að vera möguleiki fyrir alla. Þar sem ekki er öruggt að versla á „svörtum markaði“, þá hlýtur að vera betra að það sé selt undir eftirliti og keypt af löggiltum fyrirtækjum.“ Segir að CBD-olía sé í raun og veru ofurfæða Árið 2015 greindist Selma Karls- dóttir, framleiðandi og athafna- kona, með krabbamein í eitlum. Krabbameinið var hæggengt en leit hins vegar ekki vel út. „Ég þurfti hins vegar ekki að taka ákvörðun um að fara í meðferð strax, en ég varð hins vegar mjög fljótt veik. Ég var orðin rosalega létt áður en ég fór í meðferð og húðin á mér var eins og ónýtt leður. Ég fann fyrir kúlum úti um allan líkamann sem voru bólgnir eitlar,“ segir Selma. „Vinur dóttur minnar hafði misst móður sína úr krabbameini og hann og dóttir mín fóru að nefna CBD-olíu og ræða að fólk væri að nota þetta erlendis. Ég fór á stúfana og fann ýmsar upplýsingar sem endaði með því að ég ákvað að prófa þetta.“ Selma fór með barnsföður sínum til Bandaríkjanna í þrjá mán- uði. „Ég var mjög veikburða þegar ég fór. Ég kastaði upp af hungri en á sama tíma hafði ég enga matarlyst. Ég kynntist alls konar fólki sem þekkir vel til olíunnar. Ég fékk olíuna og tók inn dropa sem eru notaðir sem fæðubótarefni. Munurinn sem ég fann á mér eftir smá tíma var magnaður.“ Selma hafði bætt á sig um 10 kílóum eftir þrjá mánuði á olíunni og gat því farið í lyfjameðferð þegar hún sneri heim aftur. „Ég hefði aldrei getað farið í lyfjameðferð aðeins 35 kíló sem ég var. Þetta hjálpaði mér gríðar- lega mikið og ég er krabbameins- laus í dag. Ég held þó áfram að taka kúra þegar ég fer til útlanda enda er þetta ákveðin ofurfæða, en ég myndi ekki gera það hér heima því það er ólöglegt. Ég myndi vilja sjá að fólk hefði val um svona. Við erum svolítið eftir á hvað varðar svona mál og það eru miklir fordómar enn þá,“ segir Selma. Reynslusögur af notkun CBD-olíu TILVERAN F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 12F I M M T U D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 1 9 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -D E 5 0 2 3 2 1 -D D 1 4 2 3 2 1 -D B D 8 2 3 2 1 -D A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.