Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 58
Stöllurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guð-mundsdóttir létu langþráðan draum rætast í lok síðasta árs og stofnuðu Pastel blóma-stúdíó. Þær höfðu lengi rætt það sín á milli að stofna blómabúð. Báðar höfðu þær mikinn áhuga á blómum og segjast báðar reyna að framkalla það listræna í blómaskreytingum. „Við höfðum oft áður rætt um sameiginlegan draum um að opna blómabúð en það hafði aldrei náð lengra en spjall yfir drykk. Þegar við sáum að blómaskreytir sem við vorum báðar að fylgja á Instagram var að auglýsa nokkur laus sæti á námskeiði hjá sér í Kaup- mannahöfn ákváðum við að slá til og skelltum okkur upp í f lugvél. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Sigrún. Þær höfðu lengi haft mikinn áhuga á blómum og samsetningum. „Okkur langaði til að gera eitthvað öðruvísi en þess- ar hefðbundnu samsetningar. Á námskeiðinu í Kaup- mannahöfn var ekki unnið eftir ströngum reglum og við sáum að það væri hægt að gera svo margt annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð,“ segir Elín. Sigrún segir stóran part af áhuga þeirra á blómum að finna útrás fyrir sköpun. „Allir litirnir og áferðirnar. Margir fallegustu blóm- vendirnir okkar hafa orðið til þegar við erum ekki að reyna að gera eitthvað sérstakt heldur bara treystum á okkur sjálfar og innsæið,“ bætir hún við. Sigrún segir þær fyrst hafa fengið almennilega reynslu af þurrkuðum blómum á námskeiðinu í Kaup- mannahöfn. „Þau eru mikið í tísku akkúrat núna. Þegar við vorum að byrja að prófa okkur áfram sjálfar þurrk- uðum við þau sjálf og spreiuðum svo í öllum regnbog- ans litum. En núna er nóg að gera svo við erum farnar að kaupa blóm að utan líka. Við notum líka fersk blóm en eins og er höfum við bara verið með þau þegar um stærri verkefni er að ræða,“ segir Sigrún. Viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Fólk virðist taka vel í að brjóta aðeins upp þetta hefðbundna form. Við höfum fengið verkefni sem við hefðum ekki einu sinni látið okkur dreyma um fyrir örfáum mánuðum,“ segir Elín En hvaða verkefnum eruð þið að vinna að núna? „Eins og er erum við erum að selja þurrkuðu vend- ina okkar í versluninni Norr11 á Hverfisgötu 18A og svo eru alltaf einhver ný og spennandi verkefni á borð- inu. Við erum líka sjálfar með endalausar hugmyndir sem okkur langar til að framkvæma,“ svarar Sigrún. Þær segja öll verkefnin sem þær hafi tekið sér fyrir hendur verið skemmtileg. „Við vinnum ólíkt fyrir hvern og einn viðskiptavin. Við tökum að okkur skreytingar fyrir veislur, brúð- kaup og aðra viðburði og líka stærri innsetningar, erum algjörlega til í að skoða allt,“ segir Sigrún. Elín segir þær vera með með mjög líkan stíl en koma báðar með ólíkar hugmyndir og þeim takist mjög vel að vinna saman. Þær segja þetta vera stúdíó í bili en ekki búð þar sem þær vinni vendina á heimilum sínum. „Þetta eru bara tvö heimili í austur- og vesturbæ Reykjavíkur lögð undir starfsemina. Við erum að leita okkur að hentugra rými til að geta unnið og tekið á móti viðskiptavinum. En maður kvartar ekki yfir því að vera með íbúð undirlagða blómum,“ svarar Sigrún hlæjandi. En hvaðan kemur nafnið Pastel? „Okkur finnst Pastel tengjast sköpun og litagleði,“ svarar Elín glaðlega að lokum. steingerdur@frettabladid.is Heimili undirlögð blómum Elín og Sigrún stofnuðu saman Pastel blómastúdíó. Þær gera vendi og skreytingar úr þurrum blómum. Viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar. Vinkonurnar Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir stofnuðu Pastel blómastúdíó undir lok síðasta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Elín segir þær hafa áttað sig á að margt sé hægt að gera annað með blóm en að vera með hefðbundna blómabúð. Sigrún segir marga fallegustu blómvendina hafa orðið til þegar þær treystu á innsæið og slepptu hugarmyndafluginu lausu. Vinkonurnar fóru saman á námskeið í blómaskreyt- ingum í Kaupmannahöfn. Sigrún og Elín nota bæði þurrkuð og fersk blóm í blóm- vendina sína. 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 2 -0 5 D 0 2 3 2 2 -0 4 9 4 2 3 2 2 -0 3 5 8 2 3 2 2 -0 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.