Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 50

Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 50
BÍLAR Vetnið er komið til að vera fyrir stóra og smáa Í samtali við verkfræðing frá Toyota kom fram að fyrirtækið ætlar að veðja á vetnið sem orkugjafa Toyota-bíla, fyrst og fremst stærri bíla þar sem rafgreinirinn sem breytir vetni í rafmagn er dýr. Svo er vert að hafa í huga að vetnisbílar eru fullt eins hentugir fyrir Ísland með sína umhverfisvænu raforku. Vincent Mattelaer er verk fræðingur hjá Toyota í Evrópu, þar sem hann starfar við þróun á sviði vetnis-mála og rafgreina. Hann var staddur á Íslandi í síðustu viku í tilefni af 20 ára afmæli Íslenskr- ar nýorku og flutti erindi á afmælis- ráðstefnu sem haldin var af sama til- efni. Mikil eftirvænting hefur verið eftir útspili eins stærsta bílafram- leiðanda í heimi, Toyota, þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Átta vetnisbílar Toyota Í máli Vincents kom fram að Toyota framleiði nú þegar nokkrar gerðir vetnisbifreiða og hafa verkfræðingar fyrirtækisins hannað átta bíla sem ganga fyrir vetni. Fyrirtækið hefur kynnt nýjan vetnisbíl, Mirai, sem miklar væntingar eru bundnar við og segir Vincent þann bíl jafn mikil- vægan framþróun Toyota og Prius var fyrir fyrirtækið, en Prius var einn fyrsti Hybrid-bíll sem fram- leiddur var í heiminum í verulegu magni. Vetnisbíllinn Toyota Miari er nú þegar kominn í sölu og er salan mest í Japan, þar sem seld hafa verið um 2.900 eintök. Um 5.000 bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum og um 500 í löndum Evrópusambandsins. Mirai kom til Íslands á síðasta ári og eru fimm bílar nú í notkun. Vincent sagði vetni henta einkar vel í stærri bíla, jeppa og flutninga- bíla þar sem rafgreinirinn („fuel cell“) sem breytir vetninu í rafmagn er dýr og því hlutfallslega ekki hagkvæmt að setja hann í minni og ódýrari bíla. Eins eru tankar fyrir vetnið pláss- frekir og því heppilegra, upp á drægi, að hafa pláss sem finnst í stærri bif- reiðum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að framleiða um 30.000 rafgreina í bif- reiðar árið 2020 og hefur byggt nýja verksmiðju í þeim tilgangi. Vincent segir að einn meginkosturinn við vetnið sé að aðeins þurfi að bæta við tönkum sem séu hlutfallslega ódýrir til að auka þannig drægi verulega með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þetta er ólíkt rafbílum þar sem raf- hlaðan er enn mjög stór hluti af framleiðslukostnaði og aukið drægi kallar á mun stærri raf hlöður og aukna þyngd. Því mun Toyota leggja áherslu á nýtingu vetnis við fram- leiðslu stærri bifreiða. Toyota mun framleiða rafbíla í framtíðinni en þar verður megináherslan á minni bíla. Fyrirtækið ætlar sér að taka fullan þátt í orkuskiptum í samgöngum og er innkoma Mirai mikilvægur þáttur á þeirri leið. Mirai er geggjaður Sá er þetta ritar fékk í tilefni afmæl- isráðstefnunnar að prófa einn af þeim fimm Mirai-vetnisbílum sem Toyota á Íslandi hefur flutt inn og í sem fæstum orðum má gefa bílnum þann dóm að hann sé geggjað góður bíll. Væntingarnar til bílsins voru hófstilltar en við akstur hans færð- ist f ljótt bros yfir ökumann og var hvers ekins kílómetra notið. Fyrir það fyrsta eru aksturseiginleikar bílsins til fyrirmyndar, fjöðrunin frábær og þar sem hann rennur um göturnar hljóðlaust er hér kominn svo skemmtilegur lúxusbíll að hann stenst f lestan samanburð. Líklega er innréttingin í bílnum sú veg- legasta og flottasta sem sést hefur í Toyota-bíl og sætin frábær. Eins og með margan annan lúxusbílinn er aðeins gert ráð fyrir tveimur aftur- sætisfarþegum og f lottur stokkur með stjórntækjum þar á milli. Fyrir 5 metra bíl er innanrýmið ekki með því stærsta, en gríðarvel fer um alla farþega. Skottið er heldur ekki með því stærsta, 361 lítri, en það helgast af öllum þeim búnaði sem í bílnum er. Með rafgreini, rafhlöðum, raf- mótorum og eldsneytistönkum sem fylgir slíkum bílum er gengið á innra rýmið, en það er samt eins og að sitja í stássstofu að dvelja inni í Mirai. 500 km drægi Með 500 kílómetra drægi fer ekki mikið fyrir þeim drægisótta sem margir hafa í rafmagnsbílum, en þar sem vetnisstöðvum er ekki mikið fyrir að dreifa á landsbyggðinni, er þessi bíll sem stendur helst hent- ugur á höfuðborgarsvæðinu. Það tekur líka aðeins um þrjár mínútur að fylla á tanka Mirai, eða svipað og að fylla á hefðbundinn brunavélar- bíl. Þetta hafa vetnisbílar umfram rafmagnsbíla, auk drægisins. Svo er vert að hafa í huga að vetnisbílar eru fullt eins hentugir fyrir Ísland með sína umhverfisvænu raforku og raf- magnsbílar, en vetnið er klofið með þeirri sömu hreinu raforku. Eitt það skemmtilegasta við Mirai er að gefa honum inn því upptakan er frábær og millihröðun einnig góð. Þetta á þó við margan rafmagnsbílinn, en það eru jú rafmótorar sem knýja hann þennan líka. Þau 152 hestöfl sem rafmótorar bílsins eru skráðir fyrir svínvirka frá fyrstu nanó- sekúndu og það hjálpar til við að gera aksturinn ánægjulegan. Lágur þyngdarpunktur og jöfn þyngdar- dreifing á milli öxla gera bílinn mjög góðan í akstri og hliðarhalli í beygj- um er nánast enginn og veggrip gott. Það er bara hrein tilhlökkun að vita til þess að vetnisbílum á íslenskum vegum á eftir að fjölga, a.m.k. miðað við hann þennan. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is S í ð a n 1 9 9 5 Borgarnes Til sölu gistiheimili og kaffihús í flottum rekstri R e y k j a v í k – S n æ f e l l s b æ – H ö f n H o r n a f i r ð i | S í m i 5 8 8 4 4 7 7 | w w w . v a l h o l l . i s Allar upplýsingar og sýningu annast Anna Gunnarsdóttir lg.fs. sími: 892-8778 og ingolfur@valholl.is Opið hús fimmtudag (Uppstigningardag) kl. 13-14. Mjög hagkvæmt viðskiptatækifæri. Kaffihús og gisti- heimili að Brákabraut 11 – 11a, við hliðina á Land- námssetrinu, á besta stað í Borgarnesi. Húsið er 225,6 fm og byggt 1876. Húsið er á þremur hæðum, mikið endurnýjað og í toppstandi. Kaffihús er á fyrstu hæð og herbergi á hinum tveimur hæðunum. Stór timbur verönd fyrir utan hús og flott aðstaða. Lítið BAKHÚS 61,3 fm fyrir aftan með tveimur svefn herbergjum, eldhúsi, klóset og stofu, tilvalið fyrir starfsfólk, eða til útleigu. Frábært verð. Stór lóð 2.634 fm. Alls 6-7 bílastæði við húsið. Einstök náttúra á svæðinu allt um kring. Einstakt útsýni. Sjón er sögu ríkari. www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 1 -C F 8 0 2 3 2 1 -C E 4 4 2 3 2 1 -C D 0 8 2 3 2 1 -C B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.