Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 24
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjóll/Túnika Kr. 8.900.- Str. S-XXL 2 litir Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTT SUMARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Embla lærði grunnnám í förðun í Reykjavík Makeup School haustið 2017. „Það var alveg mjög gaman og jók áhuga minn á förðun. Í náminu fékk ég þá hugmynd að prófa mig áfram í að gera eitthvað öðruvísi.“ Aðspurð um tilganginn sem förðun hefur fyrir henni, segir Embla að tilgangurinn sé tví- skiptur. Annars vegar er það að geta gert sig fínni og þannig aukið sjálfstraustið, og svo að fá nauð- synlega útrás fyrir sköpun. Embla teiknaði og málaði mikið þegar hún var yngri og áður en hún byrjaði að farða og hefur því alltaf verið mjög skapandi. „En ég festist aldrei í því. Þegar ég byrjaði að farða fann ég mig í einhverju listrænu sem hentaði mér betur.“ Sumarið 2018 fór Embla að birta myndir á Instagram af förðunum eftir sig og þróa sinn sérstaka stíl. „Mér finnst mjög gaman að gera Embla nýtur þess að geta leyft sköp­ unargleðinni ráða för fyrir þemapartí. Embla notar mikið líkamsmálningu og er óhrædd við tilraunamennsku. Farðanir eftir Emblu eru vinsælar í á hrekkjavökunni og fyrir þemapartí. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is alls konar listaverk með snyrti- vörum. Í fyrrasumar fór ég að skoða óhefðbundnar farðanir á Instagram. Þá fattaði ég að það væri hægt að gera eitthvað sem er aðeins meira öðruvísi.“ Í kjölfarið fór Embla að þróa sig frá því gera hefðbundnar farðanir fyrir árshátíðir og útskriftir yfir í listrænni stíl. Fleiri möguleikar erlendis Þótt förðun sem listform hafi eflaust verið lengi til, fann þessi listategund sér farveg á samfélags- miðlum á borð við Instagram og náði loksins að blómstra þar. „Ég hef séð listrænar farðanir í gömlum tímaritum, en á sam- félagsmiðlum varð til netsamfélag listrænna förðunarfræðinga, og fólk, sem hefði kannski ekki fattað að byrja að gera listræna förðun, sér það sem aðrir eru að gera á Instagram og þorir þá frekar að prófa sig áfram.“ Embla segist ekki hafa lært fant- asíuförðun í grunnnáminu sem hún kláraði í Reykjavík Makeup School, hún þróaði færni sína upp á eigin spýtur. Það eru fleiri mögu- leikar fyrir förðunarfræðinga að sérhæfa sig í námi erlendis, sjálf er hún að íhuga að læra kvikmynda- förðun, en allar dyr eru opnar. „Draumurinn er að geta lifað á því að vera förðunarfræðingur. Ég er enn að finna út hvaða mögu- leikum ég hef úr að velja.“ Þó hún fái af og til borgað frá fyrirtækjum fyrir auglýsingar á Instagram síðu sinni og fái kúnna til að farða fyrir einhver sérstök til- efni, þá eru möguleikarnir á því að geta starfað einungis á samfélags- miðlum minni hér á landi heldur en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. „Það eru fleiri mögu- leikar úti á einhvers konar sam- starfi og að geta unnið sjálfstætt. Það er algjörlega draumurinn að starfa við þetta en það er erfitt að koma sér þangað.“ Ekkert mál að þrífa af Ef þig langar að verða færari í að farða, þá segir Embla að æfingin skipti mestu máli. „Þetta er bara eins og með allt, ef þú æfir þig nógu mikið þá geturðu orðið góður í þessu. Það hjálpar líka mikið ef þú ert með einhvern grunn í förðun eða myndlist, en það geta allir æft sig og orðið góðir ef þeir hafa viljann til þess. Áður en ég fór í förðunarskóla þá æfði ég mig endalaust heima. Þegar ég byrjaði var ég alls ekki á þeim stað sem ég er á núna. Ég á alveg gamlar myndir af förðunum sem eru alls Emblu Wigum dreymir um að starfa sjálfstætt sem förðunar­ fræðingur í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR ekki f lottar. Ég er líka sjálf alltaf að reyna að bæta mig.“ Hún er enn að prófa sig áfram, og svo er auðvitað ekkert mál að þrífa förðunina af sér ef maður gerir mistök, sem er mikill kostur við þessa tegund af list. Blómstrar á hrekkjavöku Embla mælir með því að læra grunninn í förðunarfræði eins og hún gerði. „Mér fannst mjög fróðlegt að fara í þetta nám, ég lærði líka alls konar tækni. En svo myndi ég líka mæla með að halda áfram að æfa sig eftir að maður klárar skólann, ef maður vill verða betri.“ Sjálf fær hún innblástur fyrir förðunum hvaðanæva. „Ég skoða oft Instagram eða Pinterest, og finn einhverja hugmynd þar sem ég vinn mitt eigið út frá, en það getur verið hvað sem er. Einhver bíómynd, málverk, eða bara eitthvað sem ég sé í umhverfinu mínu.“ Í kringum hrekkjavöku fékk Embla auðvitað tækifæri til að blómstra. „Þá voru nokkrir sem komu til mín og ég gerði haus- kúpuförðun á. Það var mjög skemmtilegt.“ Embla nýtur þess sjálf að mála sig fyrir hrekk- javökupartí, eða einhvers konar þemapartí. „Það er mjög mikill kostur að kunna að gera einhverja svona skemmtilega förðun og að geta leikið sér.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 2 -1 4 A 0 2 3 2 2 -1 3 6 4 2 3 2 2 -1 2 2 8 2 3 2 2 -1 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.