Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 8
SÞ vilja
Katalóna
úr haldi
Þegar þrír flokkar
ákveða að starfa
saman í anda afturhalds og
íhaldssemi og krydda að
auki með fordæmalítilli
aukningu ríkisútgjalda á
varhugaverðum
stað í hag
sveiflu
þjóðarinnar
– þá er ekki
við góðu að
búast.
Hvaða skilaboð eru
það til íslensks
almennings að við mætum
prúðbúin á fundi um allan
heim, heimsækjum erlend
fyrirmenni, bjóðum þeim til
fundar við okkur hér á
landi, en þegar kemur að
skuldbindingum íslenska
ríkisins innanlands sem
erlendis þá hefjist hér
fúkyrðaflaumur og vand
lætingar um það
hvað þetta sé
allt ömurlegt
og ekki til
neins gagns?
Við segjum gjarna
að fólk eigi að leita
sér hjálpar. Við segjum þetta
sérstaklega þegar um
geð heilbrigði er að ræða. En
hvað mætir svo fólki sem
virkilega reynir að
fá hjálp?
Ekkert annað
en úrræða
leysi.
Það verða alltaf til
stjórnmálamenn
sem vilja nota óttann og búa
þannig til ímyndaðan óvin
til að beina óttanum sem
þeir hafa sjálfir skapað í
einhvern farveg. Þeir trúa
því að ef við bara pökkum í
vörn, stingum hausnum í
sandinn og rétt
lítum upp til að
borða bara
íslenskt, þá
muni okkur
farnast vel.
Undanfarna mán
uði hafa hneyksli og
áfellisdómar dunið á Al
þingi hver á eftir öðrum.
Akstursgreiðslumálið,
Klausturmálið, óviðeigandi
hegðun þingmanna og
óviðeigandi pólitísk afskipti
af siðareglumálum. Síðasta
haust sameinuðust Íslend
ingar um það að krefjast
afsagnar þingmanna sem
höfðu uppi dólgslæti og
montuðu sig af spillingar
áformum. En mörgum
mánuðum síðar hefur
ekkert gerst – ekki annað en
það að sú kona sem upplýsti
um samtalið hefur verið
úrskurðuð
brotleg við
persónu
verndarlög.
í dag
í öllum Krónu
verslunum
Opið
Uppstigningardag
sjá nánar á kronan.is
Mörgum tíðrætt um
samstarf milli þjóða
Loftslagsmál, afturhaldssemi og alþjóðasamstarf var meðal þess sem þing-
menn ræddu í eldhúsdagsumræðum í gær, þegar þingvetur var gerður upp.
Ímyndaður ótti, orkupakkinn, efnahagsmál og Klausturmálið bar líka á góma.
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður Viðreisnar
Helga Vala Helgadóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
Anna Kolbrún
Árnadóttir
þingmaður Miðflokksins
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Halldóra Mogensen
þingmaður Pírata
Um allan heim
stígur ungt fólk
fram til að berjast fyrir
framtíðinni. Framtíðinni
sinni, sem það neitar að
leyfa okkur sem eldri erum
að stela frá sér. Þau mót
mæla aðgerðaleysi stjórn
valda. […] Loftslagsverk
fallið beinist að aðgerðaleysi
mínu. Það beinist að að
gerðaleysi okkar allra sem
sitjum hér í sal Alþingis. Það
beinist að öllum kjörnum
fulltrúum á öllum þingum
og í öllum
ríkisstjórnum
heims.
Andrés Ingi Jónsson
þingmaður Vinstri grænna
ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR
SPÁNN Gæsluvarðhald yfir þremur
katalónskum sjálfstæðissinnum á
Spáni, sem ákærðir eru fyrir upp-
reisn, er gerræðislegt og því ætti
að leysa þá úr haldi. Þetta er mat
vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna
um gerræðislegar fangelsanir. The
New York Times greindi frá í gær.
Nýkjörnu þingmennirnir Oriol
Junqueras og Jordi Sanchez og
aðgerðasinninn Jordi Cuixart ættu
að fá bætur fyrir fangelsunina og
hún ætti að sæta rannsóknar á
Spáni að mati hópsins. Þeir hafa
allir verið í fangelsi í meira en ár og
eru á meðal þeirra tólf sem réttað er
yfir í hæstarétti í Madríd um þessar
mundir vegna atburðarásar hausts-
ins 2017 þegar Katalónar greiddu
atkvæði um sjálfstæði.
Vinnuhópurinn hefur ekki völd
til þess að framfylgja ákvörðun
sinni og er það því undir Spáni
komið að ákveða framhaldið. - þea
SKOTLAND Heimastjórn Skota hefur
lagt fram frumvarp á skoska þing-
inu er snýst um umgjörð mögu-
legrar þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði frá Bretlandi. Frá þessu
greindi Nicola Sturgeon, fyrsti ráð-
herra heimastjórnarinnar, á Twitter
í gær.
Hún sagði frumvarpið til þess gert
að leyfa Skotum að ráða eigin fram-
tíð í stað þess að þurfa að sætta sig
við útgöngu úr Evrópusambandinu.
Meirihluti Skota lagðist gegn Brexit
í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.
Skotar greiddu síðast atkvæði
um sjálfstæði árið 2014. Þá sögðu
55 prósent kjósenda nei en 45 pró-
sent sögðu já. Könnun YouGov í lok
apríl sýndi 49 prósenta stuðning
við sjálfstæði, andstæðingar voru
51 prósent. – þea
Sækja aftur í
átt að sjálfstæði
BRETLAND Boris Johnson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bretlands
og leiðtogaefni Íhaldsf lokksins,
var í gær skipað að mæta fyrir dóm
vegna ummæla sem hann lét falla í
aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðsl-
unnar. Johnson fullyrti þá að Bretar
af hentu Evrópusambandinu 350
milljónir punda á viku.
Vegna þessarar fullyrðingar er
Johnson sakaður um vanrækslu í
embætti. Lögmenn Johnsons segja
að málið sé höfðað á pólitískum for-
sendum. Óljóst er hvaða áhrif það
hefur á stöðu hans í leiðtogakjöri
f lokksins. Hann hefur hingað til
mælst langvinsælastur. – þea
Boris Johnson
fer fyrir dóm
Boris
Johnson.
Katalónskir fangar í Lledoners-
fangelsinu. Sanchez og Junqueras
lengst til vinstri, Cuixart þriðji frá
hægri. NORDICPHOTOS/AFP
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í ræðustól í gær. Hún ræddi meðal annars stöðu öryrkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
2
-0
A
C
0
2
3
2
2
-0
9
8
4
2
3
2
2
-0
8
4
8
2
3
2
2
-0
7
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K