Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 52
Yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon stendur nú yf ir í Listasafni Íslands. Auk þess er sýnd viðtalsmynd við listamanninn sem var unnin sérstaklega í tengslum við sýninguna. Yfirskrift sýningarinnar er Hverra manna ertu? „Þetta eru verk frá 1983 til dagsins í dag. Þau eru 70 en eitt verkið er 347 stykki, þannig að annaðhvort eru verkin 70 eða rúmlega 400,“ segir Hulda Hákon. Þetta eru skúlptúrar, málverk og lágmyndir. Mér finnst gott að hoppa þarna á milli og það heldur mér gangandi. Það er alltaf mikil frásögn í verkum mínum og þau eru fígúratíf, þar er enginn mínímal ismi. Stundum skrifa ég texta á verkin sem lýsa því sem þau sýna eða þá ég skrifa texta sem er út í bláinn og stundum er enginn texti í verkunum. Ég fylgist mjög vel með umhverfinu og verkin endurspegla einmitt mjög oft umhverfi mitt.“ Spurð hvort hún komi auga á einhverja þróun í verkum sínum segir Hulda Hákon: „Þetta er eins og ferðalag, maður byrjar einhvers staðar og heldur áfram nema hvað ég er alltaf að fara fram og til baka. Mér finnst ég alltaf vera nokkuð eins, en það hefur orðið tæknileg þróun. Ég er orðin mun flinkari.“ Ein heild Sýningin er í tveimur sölum lista- safnsins og í öðrum salnum eru málverk áberandi. „Ég fékk allt í einu nóg af því að gera lágmyndir þannig að ég fór að gera málverk, en þau eru nokkuð nálægt skúlptúr. Rammarnir sem ég nota eru smíð- aðir sérstaklega fyrir málverkin og ég mála þá sjálf. Mér fannst mjög gaman að gera þessa málverka- seríu. Þarna er til dæmis portrett af útkallsdeild leitarhunda höfuð- borgarsvæðisins, Hvammstangi í næturhúmi og skip við strönd landsins í myrkri. Ein mynd er úr hruninu en þá fór fólk sem kveikti bál fyrir utan Þjóðleikhúsið inn í garðinn okkar og kveikti í hliðinu.“ Aðspurð segist Hulda Hákon ekki hafa reiðst þessari skemmdarstarf- semi, henni hafi staðið á sama en fundist merkilegt að sjá tvo lög- regluþjóna vakta garðinn. Spurð hvernig tilfinning það sé að sjá verk sín á yfirlitssýningu í svo glæsilegu safni segir Hulda Hákon: „Það er algjörlega frábært. Það kemur mér á óvart að þetta skuli hafa gerst af því verk mín eru á víð og dreif. Það fór mikil vinna í að safna þeim saman. Það er mjög hollt fyrir mig sem listamann að ganga í gegnum þessa sali og skoða verkin, gömul og ný, sem eru nú á sama stað. Mér finnst lífsstarfið vera ein heild.“ Heillandi lestur Harpa Þórsdóttir er sýningarstjóri þessarar sýningar. „Mér finnst svo Sögumaður og samfélagsrýnir „Það er alltaf mikil frásögn í verkum mínum,“ segir Hulda Hákon. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Meðal verka á sýningunni er Höfði og Miðgarðsormur. Þjóðleikhúsið og fólkið. Í Listasafni Íslands er yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon. Hún segir verkin endurspegla umhverfi sitt. ÞAÐ ER MJÖG HOLLT FYRIR MIG SEM LISTAMANN AÐ GANGA Í GEGNUM ÞESSA SALI OG SKOÐA VERKIN, GÖMUL OG NÝ, SEM ERU NÚ Á SAMA STAÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is áhugavert að sjá í verkum Huldu hversu mikill Íslendingur hún er. Hún er í senn sögumaður og sam- félagsrýnir,“ segir hún. „Þegar Hulda var í New York við upphaf ferils síns var hún að hugsa heim, myndefnið var íslenskt, goðafræðin og þjóð- sögurnar, en þegar hún kom heim fór hún að f létta heimsviðburði sem gerðust á Íslandi í sum verkin. Sem dæmi má nefna að í einu verka hennar hringar Miðgarðsormur sig í kringum Höfða eftir leiðtogafund- inn. Þegar maður gengur inn í sýning- arsalina mætir manni fígúratíft sjón- arspil, sem við getum kallað sagnaarf Huldu. Verkin eru aðgengilegar frá- sagnir og oft auðlesin, en við nánari skoðun reynast þau margræð og í þeim má greina í senn hispursleysi, gráglettni og finna ýmsar óræðar vísanir. Íslensk tunga er Huldu kær og hún málar áhrifamikil og falleg íslensk orð í verk sín. Oft eru þetta orð sem við notum nánast ekki leng- ur og lýsa til að mynda veðurfari eða ákveðnum tíma dagsins og fléttast saman við myndina þegar við lesum letur og mynd í sömu andrá. Það er heillandi lestur. En verkin eru langt í frá að vera hlutlaus, Huldu er oft mikið niðri fyrir í verkum sínum.“ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 1 -E 3 4 0 2 3 2 1 -E 2 0 4 2 3 2 1 -E 0 C 8 2 3 2 1 -D F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.