Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 22
Það er mitt verkefni sem skýrist með tíma og æfingum að finna besta liðið sem KR getur teflt fram næsta vetur. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR GOLF Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag, einu af fimm risa- mótum ársins í Charleston, Suður- Karólínu. Þetta er þriðja risamót ársins af fimm og annað árið í röð sem Ólafía Þórunn, sem leikur fyrir hönd GR, tekur þátt í Opna banda- ríska meistaramótinu eftir að hún missti af niðurskurðinum í fyrra. Alls er þetta sjöunda risamótið sem Ólafía tekur þátt í. Ólafía Þórunn tryggði sér þátt- tökurétt á mótinu með því að sigra á úrtökumóti í Kaliforníu á dög- unum. Aðeins eitt sæti á mótinu var í boði sem Ólafía tók með því að leika hringina tvo á fimm höggum undir pari. Ólafía Þórunn er í næstsíðasta ráshóp dagsins og fer út um hálf sjö í kvöld að íslenskum t í m a . Ólafía hefur leik á tíundu holu og er með Jiyu Jung frá Suður-Kóreu og á huga k yl f ing nu m bandar íska Ginu Kim í ráshóp. M e ð g ó ð u m árangri í mótinu gæti Ólafía tryggt sér þáttökurétt á LPGA-mót a- röðinni á seinni hluta tímabils- ins. – kpt Ólafía hefur leik á risamóti í dag FÓTBOLTI Jón Þór Hauksson til- kynnti í gær hvaða leikmenn hann hefði valið fyrir æfingaleiki gegn Finnlandi í júní sem eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en undan- keppni Evrópumótsins 2021 hefst í haust. Eftir að hafa tef lt fram breyttu liði í síðustu æfingaleikjum liðsins eru flestar af sterkustu leik- mönnum Íslands komnar aftur í hópinn, þar á meðal Guðbjörg Gunnarsdóttir í markið. Ekkert verður úr því að Rakel Hönnudóttir leiki sinn 100. leik fyrir kvennalandsliðið í næsta mánuði og verður sá áfangi því að bíða til haustsins. Jón Þór staðfesti á blaðamannafundinum í gær að Rakel, sem leikur með Reading, og framherjinn Svava Rós Guðmunds- dóttir, sem leikur með Kristianstad, gætu ekki gefið kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla. „Rakel og Svava Rós eru þær einu sem gáfu ekki kost á sér í þetta verkefni. Þær eru báðar að glíma við smávægileg meiðsli,“ sagði Jón Þór aðspurður út í stöðuna á leik- mannahópnum í gær. Fyrri leikurinn fer fram í Turku þann 13. júní og sá síðari í Espoo 17. júní. Ísland hefur mætt Finnlandi sjö sinnum og hefur Ísland unnið tvo, Finnar þrjá og tveimur leikjum lokið með jafntefli. „Finnar eru með sterkt lið. Anna Signeul sem var áður með skoska landsliðið er að stýra liðinu núna og þær eru búnar að þétta raðirnar og efla varnarleikinn.“ Alls eru tveir nýliðar í hópnum, liðsfélagarnir úr Breiðablik, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karó- lína Lea Vilhjálmsdóttir. – kpt Fara með sterkan hóp í æfingaleikina gegn Finnum Þjálfarateymi íslenska landsliðsins, Jón Þór og Ian Jeffs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI KR-ingar sem hafa orðið Íslandsmeistarar síðustu sex árin blésu í herlúðra í gær með því að tilkynna komu þriggja afar öfl- ugra leikmanna í leikmannahóp liðsins fyrir sjöundu titilvörn sína í röð. KR endurheimti þrjá leikmenn sem ólust upp í Vesturbænum og hafa allir spilað undir handleiðslu Inga Þórs Steinþórssonar þjálfara liðsins. Matthías Örn Sigurðarson kemur frá andstæðingum KR-liðsins í rimmunni um Íslandsmeistara- titilinn í vor, ÍR, eldri bróðir hans Jakob Örn kemur frá sænska liðinu Borås og Brynjar Þór Björnsson snýr til baka eftir eins árs veru í Skaga- firðinum. Matthías Örn er að koma til baka í Vesturbæinn eftir að yfirgefið her- búðir KR 18 ára gamall árið 2013 en hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR vorið 2011 en Matthías var þá ungur að árum og í litlu hlutverki í liðinu. Nú er honum ætlað stærra hlutverk og að vera einn af lyklum þess að Íslandsmeistaratitillinn verði um kyrrt í KR-heimilinu. „Þegar það varð ljóst að Jakob væri að koma heim til þess að spila með KR þá fannst mér rétti tíma- punkturinn núna til þess að klæð- ast KR-búningum aftur. Við bræð- urnir höfum aldrei spilað saman áður og okkur fannst við þurfa að strika það út af listanum áður en hann hættir. Það er svo líka bara mikið tilhlökkunarefni að bætast við þennan frábæra hóp leikmanna og fara að berjast um þá titla sem í boði eru með uppeldisfélaginu,“ segir Matthías Orri um vistaskiptin. Dró Kristófer með sér í salinn „Það er hins vegar á sama tíma mjög erfitt að yfirgefa Breiðholtið þar sem ég átti einstakt samband við leikmenn, þá sem koma að liðinu og stuðningsmenn liðsins. Sím- tölin til þeirra sem stýra málum hjá ÍR þar sem ég var að tilkynna þessa ákvörðun mína voru mjög erfið. Mér finnst ég hins vegar skilja við ÍR á þeim stað þar sem það stór- veldi á heima og ég held að þegar fram í sækir muni þeir skilja þetta og virða,“ segir hann enn fremur. „Innan þessa leikmannahóps eru margir leikmenn sem ég á langa og innihaldsríka sögu með. Þar kannski kemur fyrst upp í hugann æskuvinur minn Kristófer Acox en það vorum við pabbi minn [Sigurð- ur Hjörleifsson] sem drógum hann á fyrstu körfuboltaæfingarnar hans og sáum til þess að hann hætti ekki. Hann hafði engan áhuga á þessu þegar hann var að byrja en ég held að hann sjái ekki eftir þessu núna. Það verður geggjað að spila með honum aftur en við náðum mjög vel saman í yngri f lokkunum í KR,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi. „Svo verður gaman að æfa og spila aftur með leikmönnum á borð við Brynjar Þór og Helga Má Magnús- son. Þetta er hópur með blöndu af reynslumiklum leikmönnum sem eru stútfullir af hæfileikum og svo ungum og gröðum körfubolta- mönnum eins og mér sem hafa það að markmiði að halda þessum eldri á tánum með ferskleika okkar. Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja að æfa með liðinu. Við verðum að átta okkur á því að við þurfum að vinna vel og vera einbeittir frá fyrstu æfingu ef við ætlum að viðhalda þeim góða árangri sem hefur verið í Vesturbænum undanfarin ár,“ segir Matthías um framhaldið. Ljóst er að KR hefur sett tóninn með þessum félagaskiptum og nú er annarra liða að svara þessu með styrkingu á leikmannahóp sínum og svo auðvitað inni á körfubolta- vellinum næsta vetur. Það er að minnsta kosti ljóst að KR-ingar ætla ekki að sleppa hendinni af Íslands- meistarabikarnum á komandi keppnistímabili. hjorvaro@frettabladid.is Við bræðurnir stefndum að því að ná að spila saman í KR Vesturbæingarnir Matthías Örn Sigurðarson, Jakob Örn Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson voru kynntir til leiks sem nýir leikmenn karlaliðs KR í körfubolta í gær. Allt eru þetta uppaldir KR-ingar sem eru að snúa aftur til KR eftir mislanga fjarveru. Vesturbæjarliðið stefnir á sjöunda meistaratitilinn í röð. Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson hafa ásamt Jakobi snúið aftur í KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir náði að fylgja eftir fyrsta gulli Smáþjóða- leikanna með öðrum gullverð- launum í gær á sama degi og Anton Sveinn McKee vann tvenn gullverð- laun í Svartfjallalandi. Eygló Ósk kom fyrst í mark í 100 metra bak- sundi í gær á tímanum 1:02,02, degi eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 200 metra baksundi á 2:17,36. Anton Sveinn kom fyrstur í mark í 50 metra bringusundi á tímanum 27,93 og fylgdi því eftir með því að næla í gullverðlaunin í 200 metra bringusundi á 2:10,41. – kpt Eygló Ósk og Anton með gull FÓTBOLTI Hinn 33 ára gamli fram- herji Kjart an Henry Finn boga son hef ur fram lengt samn ing sinn við danska knatt spyrnufélagið Vejle en nýr samningur hans gildir til ársins 2021. Kjart an Henry kom til Vejle frá ungverska liðinu Ferencváros í janú ar fyrr á þessu ári og skor- aði fimm mörk í 13 leikj um fyrir danska liðið. Kjart an og samherjar hans hjá Vejle féllu úr dönsku efstu deildinni eftir baráttu við Hobro um að forð- ast fall í vor og munu þar af leiðandi leika í B-deildinni á næstu leiktíð. „Fyrir mér var mjög auðvelt að taka þá ákvörðun að vera hér áfram næstu tvö árin. Það voru mikil von- brigði að falla í B-deildina. Nú er það verkefni mitt og liðs- félaga minna að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Það er klárlega stefnan,“ seg ir Kjart an Henry á heimasíðu Vejle. – hó Kjartan verður áfram hjá Vejle 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 2 -0 0 E 0 2 3 2 1 -F F A 4 2 3 2 1 -F E 6 8 2 3 2 1 -F D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.