Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 36
Talið er að allur sá
jarðvegur sem nú
þekur jörðina og not-
aður er í landbúnaði í
dag hafi orðið til á síð-
ustu 10 þúsund árum
fyrir tilverknað plantna
af ýmsum gerðum.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Umhverfisstofnun rekur umhverfismerkið Svaninn, sem er notað til að votta
umhverfisvæna framleiðslu,
meðal annars á fatnaði. Birg-
itta Stefánsdóttir, sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun, segir að
Svanurinn taki til alls lífsferils
fatnaðarins.
„Þá erum við bæði að skoða
hráefnin, framleiðsluna, neyslu
og meðhöndlun úrgangs á meðan
lífræn vottun nær bara til hráefna.
Það er ekki víst að hún nái til
þátta sem koma á eftir því, eins og
hvernig fataefnið er litað og svo
framvegis. Lífræn ræktun þýðir í
raun bara að það sé ekki verið að
nota tilbúinn áburð og verið að
viðhalda gæðum jarðvegs.“
Birgitta segir að ef íslenskur
fatnaður sem er til dæmis búinn til
úr íslenskri ull ætti að fá Svans-
vottunina, þyrfti í raun að endur-
skoða sauðfjárrækt í heild sinni.
„Þú þarft að rekja framleiðsluna svo
langt aftur, maður þarf að skoða
reksturinn á öllu búinu. Þannig að
þetta er mjög stórt verkefni.“
Neytendur bera ábyrgð
Guðrún Lárusdóttir er einn fata-
hönnuða vistvæn fataframleiðsla
og endurnýting textíls brennur á.
„Ég kláraði mastersnám í umhverf-
isvænni fatahönnun í Berlín fyrir
um fimm árum.
Það er hægt að skoða vistvæna
fataframleiðslu út frá til dæmis
dýraverndunarsjónarmiðum og
vegna þeirra að sleppa því að ganga
í loðfeldum, mannréttindasjónar-
miðum, hvort fólkið sem býr til
fatnaðinn fái sanngjörn laun og
sanngjarna meðferð, eða efnunum
sjálfum og hvernig þau eru búin til.
Húðin er náttúrulega stærsta líffæri
líkamans og maður verður að vanda
valið á efnunum sem er í snertingu
við húðina. Það sem er kannski
mest áberandi í þessari umræðu í
dag er fatasóun, fjöldaframleiðsla
og umhverfissjónarmið. Við sem
neytendur berum gríðarlega mikla
ábyrgð og þurfum að hugsa okkur
vel um þegar við erum að kaupa
fatnað. Við þurfum bæði að hugsa
um hvort okkur raunverulega vanti
hann, og hvort hann muni endast
lengur en eftir nokkra þvotta. Hins
vegar er flóran á fatamarkaðnum
svo breið og fjölbreytt að fólk lendir
oft í vandræðum með að velja sér
fatnað og finnst þægilegra að stinga
höfðinu í sandinn heldur en að taka
ábyrga afstöðu.“
Til þess eru lífrænar og
umhverfisvænar vottanir ágætis
hjálpartæki, og bendir Guðrún á
Global Organic Textile Standard
(GOTS) og Bluesign sem er vottun
fyrir umhverfisvænan textíl og
fatnað. Guðrún segir að það sé ein-
föld leið fyrir fataframleiðendur
að huga að umhverfinu með því að
endurnýta föt og fataefni.
Endurnýting fyrsta skrefið
„Ungum hönnuðum finnst það
kannski vera óyfirstíganlegt
verkefni að fá allar þessar vottanir,
en þeir geta annaðhvort keypt
af birgjum sem eru með þær, eða
endurunnið efni, sem er náttúru-
lega framtíðin.“ Hringrásarhag-
kerfið er að koma sterkt inn í fata-
iðnaðinn en það byggir á að koma
efnum sem hefði annars verið
hent, aftur í umferð og nýtingu.
„Það þarf ekki alltaf að vera að búa
til nýjan textíl. Við eigum að nýta
það sem er til, til dæmis er hægt
að búa til ný föt úr gömlum fötum.
Það er líka hægt að vinna fataefni
aftur. Það verður samt að muna að
endurnýting er bara fyrsta skrefið,
framleiðslan á endurnýtingunni
verður líka að vera vistvæn. Það
þarf að huga að öllum þáttum
framleiðslunnar, alveg frá upphafi
og þar til varan er tilbúin.“
Guðrún starfar hjá barnafata-
merkinu As We Grow sem hannar,
framleiðir og selur vistvæn barna-
föt, en vörumerkið hlaut Hönnun-
arverðlaun Íslands fyrir vistvæna
hönnun og ábyrga neyslu. Merkið
er með fatastærðir sem spanna
breiðara aldurstímabil heldur
en í mörgum öðrum barnafata-
merkjum, svo foreldrar þurfa ekki
að kaupa föt, tvisvar á ári eða einu
sinni á ári. „Við notum alpaca ull
sem er frá Perú, og við erum með
Fair Trade vottun á ullinni. Svo
notum við lífræna bómull í nýrri
línu hjá okkur sem er bæði með
GOTS-vottunina og Oeko-tex100-
vottunina sem er jafnframt fram-
leiðandi á lífrænni bómull.
Ólífræn bómull er úðuð með
eiturefnum og svo er fólkið sem
vinnur við að tína hana kannski
að vinna við óviðunandi aðstæður
án þess að vera í hlífðarfatnaði.
Við sem neytendur verðum að
hafa þetta í huga, en það hafa
kannski ekki allir tök á að skoða
allt ofan í kjölinn. Þá er í staðinn
hægt að skoða hvort fatnaðurinn
sem maður er að spá í að kaupa sé
vottaður.“
Spyrja út í framleiðsluna
Guðrún segir að hún taki eftir
miklum breytingum sem hafa
orðið á síðustu örfáu árum í bæði
hugarfari neytenda og fatafram-
leiðenda. „Þegar ég kom heim úr
náminu, árið 2014, þá var ekkert
verið að tala um þetta heima.
Umræðan í Berlín um að endur-
nýta fatnað og kaupa umhverfis-
vottaðan fatnað var orðin almenn
þar en ekki hér á Íslandi. Guðrún
telur að þau fatamerki sem bera
ekki virðingu fyrir umhverfinu
og leggja ekki áherslu á vistvænar
framleiðslu aðferðir, munu einfald-
lega detta út á næstu árum og það
sé þegar farið að gerast. „Nú eru
fataframleiðendur og hönnuðir á
Íslandi farnir að upplifa að kúnnar
spyrja mikið út í framleiðslu
fatnaðarins. Þeir einfaldlega verða
að vera með vistvænan fatnað.“
Kúnninn farinn að spyrja
meira um framleiðsluna
Guðrún er með mastersgráðu í
umhverfisvænni fatahönnun.
Barnaföt As We Grow eru búin til úr
alpaca ull og lífrænni bómull.
As We Grow framleiðir barnaföt fyrir breiðara aldursbil en gengur og gerist.
Í fyrirsögn á frétt stendur að lífræn matvælaframleiðsla geti bundið meira en hún losar af
gróðurhúsalofttegundum (GHL).
Kristján Oddsson, sem er bóndi
á Neðra-Hálsi í Kjós og jafnframt
ritstjóri biobu.is segir að þessi
fyrirsögn miði við það að öllum
bestu aðferðum, með tilliti til lofts-
lagsmála, sé beitt í framleiðslunni.
Fólk virðist eiga eitthvað erfitt
með að átta sig á því að lífrænar
framleiðsluaðferðir séu betri en
hefðbundnar aðferðir þegar kemur
að losun og bindingu á GHL.
Talið er að hefðbundinn land-
búnaður sé ábyrgur fyrir 25% GHL
í heiminum. Tilbúinn áburður
veldur allt að helmingi þessara
GHL eða um 12% af öllu GHL
í heiminum. Enginn tilbúinn
áburður er notaður í lífrænni
framleiðslu. Er þá ekki lífrænn
landbúnaður með að minnsta
kosti 12% minni útblástur á GHL.
Það er ekki eingöngu að tilbúinn
áburður losi mikið af GHL, heldur
virkar hann eins og tappi í öllu
ræktunarlandinu sem hindrar
eðlilega bindingu á koltvísýringi
úr andrúmsloftinu sérstaklega
þegar tilbúinn áburður er notaður
einn og sér. Svo virðist sem jarð-
vegur tapi náttúrulegum eigin-
leika sínum til að binda og geyma
kolefni við ræktun plantna. Þá er
hann einnig ábyrgur fyrir losun
á lífrænu kolefni úr jarðvegi sem
hlýtur að teljast mjög alvarlegt. Nú
er talið að þriðjungur ræktunar-
lands sé illa skaðaður eða ónýtur
vegna þrautræktunar með til-
búnum áburði. Þetta á sérstaklega
við á hinu svokallaða kornræktar-
belti.
Talið er að allur sá jarðvegur
sem nú þekur jörðina og notaður
er í landbúnaði í dag hafi orðið til
á síðustu 10 þúsund árum fyrir
tilverknað plantna af ýmsum
gerðum. Þetta er náttúrulegt ferli
þar sem plöntur fyrir tilverknað
ljóstillífunar breyta koltvísýringi í
andrúmslofti í sykrur sem plantan
notar fyrir sinn vöxt en það sem
plantan ekki notar breytir örveru-
og sveppalífið í lífrænt kolefni og
þannig viðhelst og verður til nýr
jarðvegur. Öfugt við hefðbundna
ræktun, þá örvar lífræn ræktun
þetta náttúrulega ferli í jarðveg-
inum. Það gerum við með því að
nota búfjáráburð, moltu eða jurta-
þekju í ræktuninni. Beit jórtur-
dýra virkar einnig mjög örvandi á
bindingu kolefnis í jörðu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
orkunotkun í lífrænum landbún-
aði sé um 35% minni og kolefnis-
losun sé um 40% minni ( tilbúinn
áburður þar talinn með).
Erlendis hefur verið að þróast ný
tegund landbúnaðar sem nefnist
regenerative-organic-agriculture
sem mætti útleggjast sem endur-
nýjaður lífrænn landbúnaður og/
eða það mætti kalla hana lífræna
kolefnisræktun. Þessi landbúnaður
gengur út á það að hámarka bind-
ingu og lágmarka losun frá ræktun.
Mælt er með að sleppa plægingu
ef mögulegt er og þá aðeins að
vori, og að jarðvegurinn sé aðeins
rispaður upp fyrir nýja sáningu. Þá
er gert ráð fyrir því að öll jórturdýr
séu höfð á beit þegar árstíðin leyfir
og líka að svín og fiðurfénaður geti
notið náttúrunnar.
Lífrænar mjólkurvörur hjá Biobú
Biobú mjólkurbú vinnur og selur eingöngu lífrænar mjólkurvörur. Biobú heldur úti biobu.is.
Lífræn matvælaframleiðsla getur bundið meira en hún losar af gróðurhúsalofttegundum (GHL).
Umhverfismál
eru áberandi í
þjóðfélagsum
ræðunni, sérstak
lega hvað hver
og einn getur lagt
fram til bættrar
stöðu, allt frá
þátttöku í um
hverfisverkfalli
yfir í að flokka
rusl.
10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
1
-E
D
2
0
2
3
2
1
-E
B
E
4
2
3
2
1
-E
A
A
8
2
3
2
1
-E
9
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K