Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 30
Við finnum út
hversu oft við
þurfum að tæma hvern
stað miðað við hve fljótt
söfnunarílátin fyllast.
Það er líka alltaf hægt að
hafa samband við okkur
ef það verður yfirfullt og
við komum og tæmum.
Fyrir utan að það
eru oft notuð skað-
leg efni til að lita textíl
þá er vatnssóunin mikil.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Ellis og Boytrup hafa ferðast víða um heim og haldið nám-skeið í jurtalitun og umhverf-
isvænum aðferðum í textíllitun og
þrykki í áraraðir, samkvæmt Rögnu
Fróða, deildarstjóra textíldeildar
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
„Ellis er þekktust fyrir aðferðir
sínar í shibori-vefnaði,“ en shibori
er gömul japönsk tækni við litun.
„Boytrup er efnafræðingur og
hefur alla starfsævi sína unnið með
textíllistamönnum við að þróa
textíllitunaraðferðir fyrir þrykk
og litun. Hún kenndi reglulega
við textíldeildina í Myndlista- og
handíðaskólanum á meðan hann
starfaði. Í þrykki og litun er algengt
að nota kemísk efni sem eru ekki
svo holl umhverfinu. Í samvinnu
hafa Ellis og Boytrup þróað aðferðir
sem eru umhverfisvænar og í stað
kemískra efna eru til að mynda
notuð efni úr matvælaiðnaðinum.“
Ragna segir mörg hjálparefni
í textíllitun líka notuð í mat-
vælaframleiðslu. „Þá er notaður
sítrussafi og matarsódi til dæmis,
efni sem eru notuð við matreiðslu
og þar af leiðandi umhverfisvæn.“
Á námskeiðinu var áhersla lögð á
litun og þrykk með indígó. Indígó
litir eru blá litbrigði, og það er hægt
að nota þessa liti til að prenta og lita
á efni og þræði úr plöntutrefjum, til
dæmis bómull eða hör. Indígó litar-
efnið sem var notað á námskeiðinu
er unnið úr plöntum og kemur frá
Tamil Nadu á Indlandi. Það á að
vera hægt að nota aðferðirnar sem
voru kenndar á námskeiðinu til að
prenta á til dæmis gamla boli eða
sængurver að sögn Rögnu.
Fyrir utan að það eru oft notuð
skaðleg efni til að lita textíl þá
er vatnssóunin mikil í stórum
fataframleiðslufyrirtækjum. „Í Hol-
landi er verið að þróa aðferð til að
minnka vatnssóun, og þá er ekkert
vatn notað. Á mörgum stöðum er
mikil vatnsnotkun í litunarferlinu
mjög alvarlegt mál. En ef maður
er að handlita efni í mun minna
magni en stórir fataframleiðendur,
þá notar maður vissulega eitthvað
vatn, en það er svo lítið að það
skiptir ekki eins miklu máli.“
Ragna telur það mikilvægt að
framleiðsla fatnaðar sé gagnsæ
fyrir hönnuði og neytendur. „Því
meira sem maður lærir sjálfur
um textílframleiðslu og aðferðir,
til dæmis prjón eða að þrykkja á
textíl, því meiri skilning öðlast
maður á því að fataframleiðslan
gerist ekki bara sjálfkrafa. Hún
þarfnast fullt af orku. Plöntur þurfa
að vaxa, það þarf að hreinsa og
Indígó litur notaður til að lita fatnað
Í Myndlistaskólanum í Reykjavík héldu Catherine Ellis, sem er frá Bandaríkjunum, og Joy Boytrup,
frá Danmörku, námskeið í vistvænum litunaraðferðum með indígó frá Tamil Nadu á Indlandi.
Ragna Fróða,
deildarstjóri
textíldeildar
Myndlistaskól-
ans í Reykjavík.
Textíll litaður
með indígó eftir
aðferðum Ellis
og Boytrup.
þvo, lita, og síðan er öll eftirmeð-
höndlunin. Það er þvottaferlið og
alls konar efni sem eru notuð og
okkur ber að vera meðvituð um
afleiðingar fyrir umhverfið.“
Grænir skátar hafa fundið fyrir aukinni þörf fyrir þessa þjónustu við hús-
félögin vegna þeirri þróunar að
fólk er farið að flokka meira, og
einnota drykkjarumbúðir (flöskur
og dósir) eru einn flokkurinn sem
fólk vill geta skilað í sinni sorp-
geymslu.
„Grænir skátar koma með
söfnunarílát í sorpgeymsluna,
tæma þau reglulega, og greiða
húsfélaginu hluta af skilagjald-
inu. Þessi þjónusta hefur verið í
boði um nokkurt skeið en það er
verið að hleypa henni almenni-
lega af stokkunum núna. Grænir
skátar hafa í nokkur ár þjónustað
fyrirtæki með svipuðum hætti,
bæði veitingastaði og skrifstofur.
Eftir að hafa fengið fyrirspurnir
um að veita þessa þjónustu líka
til húsfélaga fórum við að snúa
okkur að því að finna lausnir sem
gætu hentað í þetta verkefni,“ segir
Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóri
Grænna skáta.
„Með því að nýta sér þessa
þjónustu losnar fólk við það vesen
sem fylgir því að fara með flöskur
og dósir í burtu, þannig að við
bjóðum upp á þennan á valkost til
aukinna þæginda,“ segir Júlíus.
Í dag eru Grænir skátar að
þjónusta um tuttugu húsfélög
og hátt í 100 fyrirtæki, en fyrir-
tækjaþjónustan er búin að vera í
boði frá árinu 2012. Júlíus segir að
í meðalstórum stigagangi falli til
um 500 flöskur og dósir á viku. „En
húsfélögin eru auðvitað misstór
og mismunandi hvað neyslan er
mikil. Því finnum við út hversu oft
við þurfum að tæma hvern stað
miðað við hve fljótt söfnunarílátin
eru að fyllast. Það er líka alltaf
hægt að hafa samband við okkar ef
það verður yfirfullt og við komum
og tæmum.“
Skátar sækja en
húsfélagið fær greitt
Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Grænna Skáta
Nú geta íbúar í
fjölbýli safnað
einnota drykkj-
arumbúðum í
sorpgeymslunni.
Grænir skátar
bjóða nú þá þjón-
ustu að annast
flokkun og
talningu einnota
drykkjarumbúða
fyrir húsfélög
fjölbýlishúsa.
“Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi
almennings að upplýsingum og ráðgjöf
um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,,
Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is
Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
1
-E
8
3
0
2
3
2
1
-E
6
F
4
2
3
2
1
-E
5
B
8
2
3
2
1
-E
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K