Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL
Oumph! – borið fram „ÚMF“ – er hrikalega góður matur gerður úr baunum,“ segir
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir,
framkvæmdastjóri Veganmatar,
sem er heildsala með hugsjónir.
Oumph! er þó fyrst og fremst
hráefni í matargerð sem hægt er að
nýta á ótal marga vegu.
„Oumph! getur verið allt frá
grunni flókinnar máltíðar til ein-
faldrar skyndimáltíðar á nokkrum
mínútum. Auðvelt er að skipta
Oumph! inn fyrir ýmsa prótíngjafa
og minnka þannig eigið kolefnis-
spor á einfaldan og ljúffengan hátt,“
upplýsir Sæunn.
Oumph! hugað um jörðina
Oumph! er gert úr hreinu, óerfða-
breyttu sojaprótíni, með áferð sem
er engri lík.
„Oumph! er framleitt af sænska
fyrirtækinu Food for Progress sem
var stofnað til að breyta neyslu-
venjum fólks til hins betra og veita
mengandi matariðnaði harða
samkeppni. Þau trúa á mat sem fær
munnvatnið til að streyma, því ef
hann er ljúffengur og auðvelt að
elda hann þá hverfa allar fyrirstöð-
ur,“ útskýrir Sæunn. „Matur sem
gleður öll skilningarvitin, er góður
fyrir umhverfið og dýrin – þannig
breytum við heiminum.“
Gott fyrir Oumph!hverfið
Samkvæmt útreikningum
umhverfisverkfræðings Eflu er
sláandi munur á kolefnisspori
Oumph! og ýmissa kjötvara, jafnvel
þótt flutningur Oumph! á milli
landa sé tekinn með í reikninginn.
„Í útreikningum Eflu er tekið til-
lit til millilandaflutninga. Oumph!
er flutt með skipum til Íslands og á
skýringarmyndum má sjá hlutfall
sjóflutnings. Bleika súlan sýnir
aðra þætti kolefnislosunar og sjó-
flutningur er sýndur með grárri
viðbót við súluna,“ upplýsir Sæunn
og hægt er að skoða súluritin hér á
síðunni.
„Áhrifin eru svo lítil í hlutfalli við
aðra ræktun og framleiðsluþætti
að þau sjást varla. Þegar dýr eru
framleidd til manneldis eru þau
fóðruð á jurtafæði mánuðum eða
árum saman. Með því eru dýrin
notuð sem óhagkvæmur milli-
liður fyrir orku og næringu sem
að stórum hluta fer í vöxt þeirra
og líkamsstarfsemi. Í stað þess að
vinna næringu og orku í gegnum
dýrin er auðvelt að næra mannfólk
á jurtafæði og stytta þannig í fæðu-
keðjunni svo um munar. Þannig
nýtast landsvæði betur, dýrum er
þyrmt og umhverfisáhrif af uppeldi
þeirra minnka,“ segir Sæunn um
það hvernig innfluttur matur geti
haft lægra kolefnisspor en innlend
framleiðsla.
Oumph! er hollt
Oumph! er matur úr jurtaríkinu,
gerður úr sojabaunum. Baunirnar
eru óerfðabreyttar og koma frá
sjálfbærum ræktunarsvæðum í
Evrópu og Norður-Ameríku. Fram-
leiðandinn hefur þróað aðferð til
að gera einstaka áferð sem kemur
auðveldlega í stað hvaða prótín-
gjafa sem er.
„Í grunninn er Oumph! einfald-
lega hreint prótínþykkni, unnið
úr baunum. Ókryddað Oumph!
inniheldur eingöngu prótín úr
sojabaunum, vatn og salt, en fólin-
sýra, járn og trefjar fylgja með frá
náttúrunnar hendi. Prótínið inni-
heldur allar nauðsynlegu amínó-
sýrurnar og er Oumph! því frábær
prótíngjafi. Krydduðu Oumph!
tegundirnar eru jafn ólíkar og þær
eru margar en eiga það sameigin-
legt að innihalda engin skaðleg
aukefni, heldur einungis náttúruleg
hráefni og lífrænar kryddblöndur,“
segir Sæunn.
„Vegna þess að Oumph! er hrein
jurtaafurð er ekki hætta á matar-
sýkingum á borð við salmónellu
og aðrar sem geta fylgt neyslu
dýraafurða.“
Gómsætt og fljótlegt
Oumph fæst frosið, tilbúið beint á
pönnuna. Það er dásamleg matar-
upplifun að nota Pulled Oumph! í
stað rifins svínakjöts, The Burger
í stað nautaborgara og The Chunk
í stað kjúklings, eða smakka dýrð-
legar pitsurnar, hakkið og gómsætu
krydduðu Oumph! tegundirnar.
„The Chunk er ókryddað
Oumph! í rifnum bitum og kemur
auðveldlega í stað kjúklings í
næstum hvaða uppskrift sem er.
Einu innihaldsefnin eru soja-
prótín, vatn og salt. Í hverjum 100
grömmum eru 17 grömm af prótíni
og 0,4 grömm af fitu, samtals 84
hitaeiningar. Einnig eru 3,3 mg af
náttúrulegu járni, 54,1g af fólín-
sýru, 5,1g af trefjum en aðeins 0,6 g
af salti,“ útskýrir Sæunn.
Oumph! minnkar
kolefnisspor
Spurð hvort ræktun sojabauna sé
umhverfisspillandi, svarar Sæunn:
„Í sumum tilfellum er það
rétt en stundum þvert á móti.
Ástæða þess að sojabaunafram-
leiðsla hefur oft verið tilgreind
sem umhverfisvandamál er sú að
stærsti hluti sojabaunaræktunar
er nýttur í dýrafóður. Skógaeyðing
vegna sojabaunaræktunar er bein
afleiðing af aukinni kjötfram-
leiðslu. Til að fæða vaxandi mann-
fjölda heimsins á kjötafurðum
þarf sífellt meira ræktunarland til
fóðurframleiðslu. Með því að nýta
sojabaunirnar beint til manneldis
eru auðlindirnar nýttar með miklu
skilvirkari hætti og því minna
sem neytt er af kjöti, því minna
landsvæði þarf til ræktunar. Fram-
leiðandi Oumph! tekur ábyrgð sína
mjög alvarlega og tryggir að baunir
til Oumph! framleiðslu komi ein-
göngu frá sjálfbærum svæðum
sem leiða ekki til frekari eyðingar
skóga.“
Þegar fólk vaknar til vitundar um
umhverfisáhrif matarneyslu sinnar
sé plastnotkun oft næsta áhyggju-
efnið.
„Flestar Oumph! vörur koma í
loftþéttum, endurvinnanlegum
plastumbúðum til að gæta mat-
vælaöryggis og ferskleika. Notað
er eins lítið plast og mögulegt er,
og eru vörurnar fluttar á milli
staða í pappakössum og á marg-
nota trébrettum. Með því að pakka
vörunum sjálfum í poka frekar en
kassa sparast hins vegar dýrmætt
pláss í flutningi og við geymslu.
Búast má við að Oumph! verði
pakkað í niðurbrjótanlegt jurta-
plast fyrr en síðar, en fram að þeim
tíma mælum við með því að skola,
þurrka og endurvinna plastpokana
sem það kemur í,“ segir Sæunn.
Oumph! fæst í Hagkaup, Fjarðar-
kaupum, Krónunni, Nettó, Mela-
búðinni, Super1, Pétursbúð og á
Boxid.is. Stóreldhúspakkningar
fást hjá Garra. Nánari upplýsingar á
oumphhverfid.is
Girnilegur og
gómsætur
grænkera
hamborgari
með buffinu
The Burger frá
Oumph!
Rósa María Hansen, einn þriggja eigenda og gleðistjóri Veganmatar, útbýr hér brakandi ferskan Oumph! hamborgara sem er einstök sælkeraupplifun fyrir
grænkera á veitingastaðnum Jömm í Kringlunni en Jömm er einn fjölmargra veitingastaða á Íslandi sem bjóða upp á Oumph! rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
1
-F
B
F
0
2
3
2
1
-F
A
B
4
2
3
2
1
-F
9
7
8
2
3
2
1
-F
8
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K