Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 32

Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 32
Ólíkt með túr- tappana þá þarf ekki að taka bikarinn út oft á dag. Hægt er að hafa hann inni í 10-12 tíma í senn. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Ein leið að vistvænni lífsstíl er að skipta út túrtöppum og dömubindum fyrir álfa- bikarinn. Álfabikarinn er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi og er án allra aukaefna. Hann virkar þannig að í stað þess að draga í sig tíðablóð þá grípur hann það og geymir. Þó svo að bikarinn hafi verið til frá um 1930 þá er hann ekki eins vinsæll og hann ætti að vera. 98% kvenna í Bandaríkj- unum nota túrtappa eða dömu- bindi, sem þýðir að afar lítill hluti kvenna notar álfabikarinn. Hann er lítið auglýstur og yfirleitt ef konur byrja að nota hann þá hafa þær af lað sér upplýsinga á netinu eða heyrt um þá frá vinkonu. Álfabikarinn er fjölnota og hægt er að nota hann í hátt í 10 ár án þess að þurfa að kaupa nýjan. Ólíkt með túrtappana, þá þarf ekki að taka bikarinn út oft á dag, en hægt er að hafa hann inni í 10-12 tíma í senn. Það er vissulega misjafnt hversu oft konur þurfa að losa úr honum en það fer eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Ekki þarf að hafa áhyggjur af óæskilegum efnum þar sem bikar- inn er gerður úr náttúrulegur gúmmíi, er án allra aukaefna og veldur ekki ertingu. Álfabikarinn þurrkar ekki, heldur geymir tíða- blóðið og veldur því ekki truf lun á starfsemi slímhúðar og þar af leiðandi er minni hætta á sveppa- sýkingum og öðrum óþægindum sem gjarnan fylgja í kjölfar blæðinga. Konur sem hafa blæðingar einu sinni í mánuði og nota ekki álfabikarinn eru að henda um 10-12 túrtöppum eða dömu- bindum ásamt öllum þeim plast umbúðum sem þeim fylgja. Ekki nóg með það að álfabikarinn er töluvert umhverfisvænni þá er hann einnig góður fyrir budduna þar sem túrtappar og dömubindi kosta sitt. Helga María Ragnarsdóttir, bloggari á Veganistur og nemi í Svíþjóð hefur notað álfabikarinn í nokkur ár. „Ég veit að það er kannski klisjulegt að segja að álfabikarinn hafi breytt lífi mínu, en það er virkilega það sem gerðist. Síðan ég lærði almenni- lega að nota hann þá hef ég litið á blæðingarnar mínar allt öðrum augum en ég gerði áður. Það tók mig nokkur skipti að læra hvernig á að nota hann og ég varð dauð- hrædd í fyrsta skiptið þegar ég náði honum ekki út og hélt ég myndi þurfa að fara á spítala og láta draga hann út,“ segir Helga. Það getur verið snúið að læra á bikarinn en auðveldar leiðbein- ingar er hægt að finna á netinu. „Ég komst að því að nota eigi kvið- vöðvana til að ýta honum niður þar til fingurnir ná taki á honum. Mér fannst rosa spennandi að læra á þetta og það kom ótrúlega hratt,“ útskýrir Helga. „Ég finn aldrei fyrir bikarnum og upplifi Betri lausn fyrir umhverfið og þig Það eru margir þættir sem hægt er að huga að til þess að passa betur upp á umhverfið okkar. Notkun álfabikarsins í stað túrtappa og dömubinda er stórt skref í átt að hreinna umhverfi. Helga María Ragnarsdóttir kynntist álfabikarnum þegar hún var tvítug og gæti í dag ekki hugsað sér að nota neitt annað á meðan á blæðingum stendur. Hún er fegin að sleppa við það að kaupa vöru sem fer beint í ruslið eftir notkun. Það er hægt að eiga sama álfa- bikarinn í hátt í 10 ár ef hugsað er vel um hann. Þetta er einnig þróun sem fyrirtæki eins og Google, Apple, Philips og Unilever eru farin að setja í forgang. Í þeirra til- fellum hafa þau verið að vinna að betri nýtni hráefna, innleitt skila- stefnu á vörum, byrjað að selja lýs- ingu sem þjónustu í staðinn fyrir að selja ljósaperur o.fl. Nokkur íslensk fyrirtæki eru einnig að taka mjög spennandi skref. Ákvarðanir um svona aðgerðir eru ekki teknar í tómarúmi heldur sem hluti af heildarstefnu þessara fyrirtækja sem snýr með annars að áhættustýringu og stefnu í minnkun umhverfisáhrifa og svo framvegis. Þau átta sig þó líka á því að í þessu felast viðskiptatækifæri og möguleikar á sparnaði í rekstri. Viðskiptamannahópur sem lýtur sjálf bærni er sívaxandi og samkvæmt einni rannsókn stækk- aði um 22% á fimm ára tímabili á Norðurlöndunum. Þá er mögu- lega hægt að ná sparnaði með að skipta út hráefnum, fara í innviða- fjárfestingar í virðiskeðju, fara í samstarf með aðilum ofar og neðar í virðiskeðjunni, finna nýjar leiðir til framleiðslu, hanna nýjar vörur frá grunni og fleira. Þó ber að hafa í huga, frá sjónar- hóli fyrirtækja, að það að setja sér markmið um minnkun útblásturs leiðir ekki sjálfkrafa til vegferðar að hringrásarhagkerfinu, en það að setja sér markmið um að nálg- ast hringrásarhagkerfið er líklegra að leiða til minni útblásturs. Í grunninn felast í hringrásar- hagkerfinu þrír meginpunktar: • að hanna í burtu úrgang og mengun • að halda vörum og hráefnum í notkun • endurnýjun vistkerfa Íslenskir neytendur eru orðnir meðvitaðri um þessi mál og eru farnir að spyrja fyrirtæki erfiðari spurninga. Til að auka gagnsæi og auðvelda neytendum upplýstari ákvarðanatöku um kaup á vöru eða þjónustu er mikilvægt að not- ast við ákveðna mælikvarða. Þeir geta verið kolefnisfótspor, þyngd á pakkningu, hlutfall endur- nýjanlegs hráefnis við framleiðslu, hlutfall f lugferða í f lutningsleið og fleira. Yfirvöld á Íslandi hafa sýnt mik- inn áhuga á hringrásarhagkerfinu en þau búa yfir fjölmörgum tólum til að auðvelda innleiðingu á því. Til dæmis að lækka virðisauka- skatt á vörur og þjónustu sem endurnýta hráefni, viðgerðarþjón- ustu o.fl. Þá má einnig ná mark- miðum í gegnum innkaupastefnur, m.a. opinber innkaup og viðskipti á milli fyrirtækja. Nánari upplýsingar á síðunni www.circularsolutions.is Viðskiptatækifæri í hringrásarhagkerfinu CIRCULAR Solutions sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja og hefur sérþekk- ingu á að finna tækifæri í virðiskeðjum og að beita reglum hringrásarhag- kerfisins. Bjarni Herrera og Hafþór Ægir, á myndina vantar Reyni Smára. Umræða um hringrásarhag- kerfið (e. circular economy) hefur orðið æ hávær- ari síðastliðna mánuði. Það er í samræmi við þróun erlendis en ríkisstjórn Hollands hefur- innleitt heildar- stefnu um að verða fullkom- lega „circular“ fyrir árið 2050. alls engin óþægindi. Ég elska líka að þurfa aldrei að kaupa túrvörur lengur. Að þurfa ekki að kaupa og kaupa einnota vörur sem lenda svo í ruslinu. Ég ætla auðvitað ekki að tala fyrir allar konur og segja að þær þurfi að nota bikar og það henti öllum, því ég veit að fólk er misjafnt, en ég mæli eindregið með því að allir prufi og sjái hvort þetta er eitthvað sem hentar þeim, og gefi þessu séns í nokkur skipti. Að kaupa bikarinn er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu og ég get ekki ímyndað mér að fara til baka í einnota túrvörur.“ 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -D 4 7 0 2 3 2 1 -D 3 3 4 2 3 2 1 -D 1 F 8 2 3 2 1 -D 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.