Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Páll Winkel, fangelsismálastjóri 468 ábendingar um dýra- velferð bárust til Matvælastofnunar frá almenningi í fyrra. Fleiri voru vegna illrar meðferðar á gælu- dýrum en búfénaði. 26 þúsund manns heimsóttu Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í seinasta mánuði. Er það metaðsókn frá því að garður- inn var opnaður. 39,8% velja bálför í stað hefðbund- innar útfarar. Umhverfis- sjónarmið eru sögð ástæðan. 20.000 fermetra byggingu verður bætt við þá uppbyggingu sem í bígerð er við nýjan Landspítala. 125 fyrirspurnir þing- manna bíða svara ráð- herra. Berist ekki svör falla fyrirspurnirnar niður við þinglok. Ragnar Sigurðsson knattspyrnumaður skoraði bæði mörk Íslendinga í 2-1 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvelli. Tyrkir höfðu ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum undan- keppni Evrópumótsins. Íslend- ingar, Tyrkir og Frakkar eru allir með níu stig og verma þrjú efstu sæti riðilsins. Bæði mörkin skoraði Ragnar með skalla og hefur hann nú sett sex mörk í 88 landsleikjum. Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjár- málaráðherra sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem hann dró til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra. Hann sagði starf hæfisnefndarinnar „í hæsta máta óeðlilegt“ og varaði for- sætisráðherra við mistökum. Anna Svava Knútsdóttir eigandi Valdísar hefur selt mun meiri ís það sem af er sumri en hún gerði í fyrra. Hún segir veður- spána stjórna því hversu margir eru á vakt í versluninni hverju sinni og hefur ekki áhyggjur af áhrifum ísáts á holdafar Íslendinga. Fólk er að hennar sögn með tvo maga, einn fyrir mat og annan fyrir ís. Þrjú í fréttum Bolti, banki og blíðviðrisís FANGELSI  Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega til- tekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn vald- stjórninni og var í héraði úrskurð- aður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Land- spítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigð- isþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fang- elsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fang- elsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðis- þjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjár- lögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjón- usta fyrir fanga og málefni geð- sjúkra af brotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroska- skertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlits- stofnanir hafa ítrekað gert athuga- semdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mann- réttindabrot hafi verið framin gagn- vart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafn- vel fólk sem svipt hefur verið sjálf- ræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjón- ustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raun- heimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga lands- ins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geð- heilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. adalheidur@frettabladid.is Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sér- staklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismála- stofnunar, sem býst við verulegum athugasemdum frá pyndinganefnd Evrópu sem var nýlega á Íslandi. Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK NÝR RAM 3500 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 A -E 5 F 4 2 3 3 A -E 4 B 8 2 3 3 A -E 3 7 C 2 3 3 A -E 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.