Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.06.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Páll Winkel, fangelsismálastjóri 468 ábendingar um dýra- velferð bárust til Matvælastofnunar frá almenningi í fyrra. Fleiri voru vegna illrar meðferðar á gælu- dýrum en búfénaði. 26 þúsund manns heimsóttu Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í seinasta mánuði. Er það metaðsókn frá því að garður- inn var opnaður. 39,8% velja bálför í stað hefðbund- innar útfarar. Umhverfis- sjónarmið eru sögð ástæðan. 20.000 fermetra byggingu verður bætt við þá uppbyggingu sem í bígerð er við nýjan Landspítala. 125 fyrirspurnir þing- manna bíða svara ráð- herra. Berist ekki svör falla fyrirspurnirnar niður við þinglok. Ragnar Sigurðsson knattspyrnumaður skoraði bæði mörk Íslendinga í 2-1 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvelli. Tyrkir höfðu ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum undan- keppni Evrópumótsins. Íslend- ingar, Tyrkir og Frakkar eru allir með níu stig og verma þrjú efstu sæti riðilsins. Bæði mörkin skoraði Ragnar með skalla og hefur hann nú sett sex mörk í 88 landsleikjum. Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjár- málaráðherra sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem hann dró til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra. Hann sagði starf hæfisnefndarinnar „í hæsta máta óeðlilegt“ og varaði for- sætisráðherra við mistökum. Anna Svava Knútsdóttir eigandi Valdísar hefur selt mun meiri ís það sem af er sumri en hún gerði í fyrra. Hún segir veður- spána stjórna því hversu margir eru á vakt í versluninni hverju sinni og hefur ekki áhyggjur af áhrifum ísáts á holdafar Íslendinga. Fólk er að hennar sögn með tvo maga, einn fyrir mat og annan fyrir ís. Þrjú í fréttum Bolti, banki og blíðviðrisís FANGELSI  Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega til- tekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn vald- stjórninni og var í héraði úrskurð- aður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Land- spítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigð- isþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fang- elsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fang- elsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðis- þjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjár- lögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjón- usta fyrir fanga og málefni geð- sjúkra af brotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroska- skertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlits- stofnanir hafa ítrekað gert athuga- semdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mann- réttindabrot hafi verið framin gagn- vart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafn- vel fólk sem svipt hefur verið sjálf- ræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjón- ustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raun- heimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga lands- ins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geð- heilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. adalheidur@frettabladid.is Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sér- staklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismála- stofnunar, sem býst við verulegum athugasemdum frá pyndinganefnd Evrópu sem var nýlega á Íslandi. Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK NÝR RAM 3500 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 A -E 5 F 4 2 3 3 A -E 4 B 8 2 3 3 A -E 3 7 C 2 3 3 A -E 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.