Fréttablaðið - 15.06.2019, Page 8

Fréttablaðið - 15.06.2019, Page 8
Fyrirsögn, to ex everibus áhersla ullabor ibuscimaxi Undirfyrirsögn Meginmál STJ_UAR_augl_template_DBL_2x15.indd 1 18/02/2019 18:01 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrár- gerðarfólki, ljósmyndara eða ithöfundi fyrir umfjöllun um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undang ngna tólf mánuði (ágúst – ágúst). Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúru- verndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í síðasta lagi 23. ágúst 2019 á netfangið postur@uar.is Tilnefningar óskast til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins KJARAMÁL Vinna við árlega endur- skoðun launa Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur tafist lengur en venjulega í ár. Formaður starfskjaranefndar Orku- veitu Reykjavíkur, nefndarinnar sem hefur það eina hlutverk að end- urskoða laun forstjórans, staðfestir að úttekt innan OR síðastliðið haust þar sem forstjórinn vék tímabundið úr starfi sem og viðkvæmt ástand í kjaraviðræðum á vinnumarkaði séu meðal ástæðna þess að launa- ákvörðunin hefur ekki farið fram. Kjör forstjórans komu til umræðu á stjórnarfundi OR í síðasta mán- uði þar sem Bjarni mun hafa gert grein fyrir sínum sjónarmiðum og vék síðan af fundi. Málinu var síðan frestað. Starfskjaranefnd OR er þriggja manna nefnd sem Sig- ríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður og stjórnarmaður í OR, veitir for- mennsku. Aðspurð hverju sæti að endur- skoðun á launum forstjórans hafi tafist og hvort það tengist úttekt á vinnustaðarmenningu innan OR þegar forstjórinn vék frá störfum eða hvort þau hafi viljað bíða þar til eftir undirritun kjarasamninga, segir Sigríður það eiginlega allt ofangreint. „Það eru ýmsar ástæður, allt sem þú nefnir. Þetta hefur allt saman sín áhrif.“ Hún kveðst ekki geta tjáð sig um hvenær von sé á niðurstöðu í vinnu nefndarinnar að þessu sinni. Eins og Fréttablaðið hefur ítar- Beðið með ákvörðun launa forstjóra OR Árleg endurskoðun á launum Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykavíkur, hefur tafist í ár af ýmsum ástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vanalega er búið að endurskoða laun for- stjóra Orkuveitu Reykja- víkur í byrjun árs. Það hefur tafist í ár og enn óvíst hvenær vinnu starfskjaranefndar, sem hefur það eina hlutverk að endurskoða laun for- stjórans, lýkur. lega fjallað um hafa laun forstjóra Orkuveitunnar hækkað hraustlega ár frá ári undanfarin ár. Síðast voru grunnlaun forstjórans hækkuð í febrúar í fyrra um 6,9 prósent upp í 2.374 þúsund krónur á mánuði. Ofan á þau grunnlaun bætast svo tæplega 490 þúsund sem forstjór- inn fær fyrir að gegna stjórnarfor- mennsku í tveimur dótturfélögum OR og svo 132 þúsund krónur greiðsla, sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunn- indum, þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið. Heildarlaun for- stjórans, líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra, hafa því numið rétt tæp- lega þremur milljónum á mánuði frá síðustu ákvörðun. Líkt og einnig hafði komið fram hélt Bjarni fullum launum meðan hann, í þágu úttekt- ar, steig til hliðar. Fregnir af launaákvörðunum for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur hafa oft reynst mikið hitamál og vekja umtal og eftirtekt og virðist starfs- kjaranefnd því ekki hafa verið að f lýta sér að varpa slíkri sprengju inn í viðkvæmar kjarasamninga- viðræður í vor. mikael@frettabladid.is Þetta hefur allt saman sín áhrif. Sigríður Rut Júlíus- dóttir, formaður starfskjara- nefndar OR VÍSINDI Fimm háskólar stefna að því að setja á laggirnar sjóveikisetur á Akureyri. Fyrirhuguð er ráðstefna um hreyfiveiki í Hofi á Akureyri í byrjun júlí. Háskólarnir fimm sem standa að sjóveikisetrinu eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskól- inn á Akureyri hér á landi í sam- vinnu við franska háskóla í Caen og Normandí. Sjóveiki stendur okkur Íslendingum næst vegna útgerðar og fiskveiða en í öðrum löndum snýst þetta um lestar-, f lug- og bílveiki og þess vegna svokallaða geimveiki. Allt eru þetta kvillar undir regn- hlíf hreyfiveiki og vilja þessir fimm háskólar hefja samvinnu og form- gera bandalag sín á milli um rann- sóknir og kennslu. Hannes Peter- sen, háls-, nef- og eyrnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að ef la alþjóðlegt sam- starf um hreyfiveiki. „Hreyfiveiki mun hafa mikil áhrif á nútímamanninn. Til að mynda verður heilum eftirmiðdegi á ráðstefnunni varið í rannsóknir á hreyfiveiki í sjálf keyrandi bílum. Þær rannsóknir sem eru þegar hafn- ar benda til þess að einstaklingar upplifa meiri hreyfiveiki í þess lags bílum,“ segir Hannes. „Einnig er að ryðja sér til rúms sýndarveruleiki. Þar hafa einstakl- ingar orðið varir við hreyfiveiki og fundið verulega fyrir henni þrátt fyrir að hreyfa sig ekki.“ Hannes segir að þróun manns- ins sé á þessa leið og að við séum háðari sjóninni en áður þegar kemur að jafnvægi. „Vægi þefskyns og innra eyra í jafnvægisskynjun hefur minnkað en augun tekið að miklu leyti yfir. Þessi þróun hefur átt sér stað lengi. Þetta er því eitt- hvað sem við þurfum að rannsaka í sambandi við nútímatækni,“ bætir Hannes við. Á ráðstefnunni í júlí munu koma vísindamenn og fyrirlesarar frá um fimmtán þjóðum þar sem farið verður yfir stöðu þekkingar á þessu sviði. Vonir standa til að á annað hundrað gesta komi einnig og verði viðstaddir rannsóknina og taki þátt. – sa Fimm háskólar að baki sjóveikisetri Ráðstefnan um hreyfiveiki verður haldin í Hofi og hefst þann 7. júlí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Til að mynda verður heilum eftirmiðdegi á ráðstefnunni varið í rannsóknir á hreyfi- veiki í sjálfkeyrandi bílum. Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -0 D 7 4 2 3 3 B -0 C 3 8 2 3 3 B -0 A F C 2 3 3 B -0 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.