Fréttablaðið - 15.06.2019, Side 30

Fréttablaðið - 15.06.2019, Side 30
Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Innritun stendur yfir. Samtökin halda opna fundi þar sem eru haldnir fyrir-lestrar um hina ýmsu tölvu- leikjatengdu hluti. Alexandra Bjargardóttir, einn stofnenda Leikjahönnuða Íslands, segir að frá því að samtökin voru stofnuð hafi sífellt f leiri mætt á við- burði hjá þeim. Sjálf heldur hún stundum fyrirlestra um markaðs- setningu tölvuleikja enda vinnur hún sem markaðsfræðingur hjá CCP. Keppast ekki um upplýs- ingar Oft gefa Leikjahönnuðir Íslands smærri tölvuleikjaframleiðendum orðið sem fá þá að kynna starfsemi sína á fundunum. „Það er hellingur af litlum tölvuleikjafyrirtækjum að gera f lotta hluti og við viljum gefa þeim grundvöll til að koma fram og segja frá því sem þau eru að gera, hvernig og af hverju.“ Síðan eru líka afslappaðri við- burðir þar sem fólk getur komið og spjallað við einstaklinga sem starfa í iðnaðinum. „Um daginn vorum við með viðburð sama dag og útskrift var úr Margmiðlunar- skólanum. Þá fór hellingur úr útskriftar- hópnum beint úr athöfninni og inn til okkar þar sem þau kynnt- ust öllu fólkinu í íslenska leikja- iðnaðinum. Þannig að við erum líka að reyna að tengja nýtt fólk inn og deila þekkingu með því.“ Að sögn Alexöndru er það eitthvað sem tölvuleikjaiðnaðurinn hefur verið þekktur fyrir. Tölvuleikjasmiðir hjálpast að í staðinn fyrir að fela upplýsingar og keppast um þær. „Það eru svo margir að reyna að leysa sömu vandamálin og það eru f lestir til- búnir að hjálpa hver öðrum.“ Reyna að fá fleiri konur Alexandra segir að það séu alltaf f leiri og f leiri konur sem hafa áhuga á tölvuleikjasmíð eða að vinna í leikjaiðnaðinum, en kostirnir við fjölbreyttan hóp bak við tölvuleiki eru margir. „Það eru alls konar hlutverk sem þarf að gegna og það tapa allir ef öll hlutverkin eru fyllt af þrítugum karlmönnum sem fóru í tölvunar- fræði í Háskóla Reykjavíkur. Það verður að vera fjölbreytni því þannig gerum við betri tölvuleiki. Það hefur líka verið sýnt fram á að þannig seljum við f leiri tölvu- leiki,“ en Alexandra segir að því fjölbreyttari hópur sem standi bak við tölvuleikina, því breiðari sé hópur kaupenda sem leikirnir höfða til. Margir mismunandi hópar koma að framleiðslu tölvuleikja sem krefst hæfileika á mörgum sviðum. Alexandra hefur tekið eftir að f leiri konur eru farnar að mæta á viðburði hjá Leikjahönnuðum Íslands. „Ég held að ein af ástæð- unum fyrir því sé að við sem stofnuðum samtökin erum mjög meðvitað að reyna að koma fleiri konum inn á viðburði hjá okkur, sama hvort þær vinna í iðnaðinum eða ekki. Við tökum það alltaf fram þegar við auglýsum viðburði að allir séu velkomnir hafi þeir áhuga á að koma. Síðan hef ég verið sýnileg á vegum samtakanna sem ég held að hjálpi. Ég held að fyrirmyndir séu mjög mikilvægar.“ Sýna listræna tölvuleiki Í skipuleggjendahóp Isle of Games tölvuleikjasýningarinnar í ár er einmitt meirihlutinn konur. Sýningin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og skipuleggjendur hennar leggja áherslu á að sýna listræna tölvuleiki. Í hópnum eru Marín Björt Valtýsdóttir, Kristín Guðmunds- dóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Alexandra Bjargardóttir og Auður Ákadóttir ásamt Hauki Steini Logasyni, Jóhannesi Sigurðarsyni, Owen Hindley, Torfa Ásgeirssyni og Jonatan Van Hove. Vegna þess að kynjahlutföllin eru nokkurn veginn jöfn telur Alexandra ekki hafa verið þörf á meðvitaðri stefnu um að jafna hlut kynjanna á sýningunni. Leikjasýningin Isle of Games verður ósjálfkrafa fjölbreytt „Við erum svo margar konurnar í Isle of Games og við þekkjum margar frambærilegar listakon- ur sem hafa verið að leika sér að því að búa til tölvuleiki. Við lítum líka á skipulagshópinn sem lista- mannahóp og stefnum á að allir úr hópnum sýni eitthvað, sama hvað það er. Líklega verða sumir leikirnir samvinnuverkefni milli með- lima hópsins og þar af leiðandi verða alltaf kvenkyns höfundar á sýningunni. Ef hópurinn væri ekki svona fjölbreyttur þyrftum við kannski að leggja meðvitaðri áherslu á fjölbreytni í verkum sem verða til sýnis, en ef hópurinn sem stendur að baki sýningarinnar er fjölbreyttur þá verður sýningin næstum ósjálfrátt fjölbreytt líka.“ Konum að fjölga í tölvuleikjasmíð Alexandra Bjargardóttir er einn stofnenda Leikjahönnuða Íslands. Leikjahönnuðir Íslands gefa smærri fyrirtækjum grundvöll til að kynna sig. Sífellt fleiri konur mæta á viðburði hjá Leikjahönnuðum Íslands, enda er stefna samtakanna að fá fjölbreyttan hóp gesta á viðburði hjá sér. Leikjahönnuðir Íslands eru sam- tök sem voru stofnuð með það í huga að opna tölvuleikjasmíð fyrir fleira fólki. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -2 B 1 4 2 3 3 B -2 9 D 8 2 3 3 B -2 8 9 C 2 3 3 B -2 7 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.