Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 52
Eiríksstaðir eru fornar húsarústir þar sem talið er að Eirík- ur rauði og Þjóðhildur kona hans hafi búið. Árið 2000 var reistur tilgátubær um 100 metrum frá rústum Eiríksstaða. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Kung fu og kínversku Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem vilja læra 18. júní til 18. júlí Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri Eiríksstaða í byrjun maí. Nokkrar breytingar eru fram undan á rekstri staðarins og nýju rekstraraðilarnir eru spenntir fyrir að takast á við verkefnið. Eiríksstaðir eru fornar húsarústir þar sem talið er að Eiríkur rauði og Þjóðhildur kona hans hafi búið. Árið 2000 var reistur tilgátubær um 100 metrum frá rústum Eiríks- staða. Tilgátubænum er ætlað að gefa nokkuð rétta mynd af upp- runalega bænum. „Við tókum við 1. maí og opn- uðum þá. Við bjóðum upp á leið- sögn um tilgátuhúsið og erum líka með minjagripabúð og matarvagn. Þar er boðið upp á bæði 21. aldar og 10. aldar mat,“ segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir ein þeirra sem sjá um rekstur bæjarins. Matar- vagninn verður opnaður núna um helgina og þar er til dæmis boðið upp á þjóðlegan mat eins og kjöt- súpu, hangikjöt, reyktan silung og flatbrauð. Auk þessi er í boði nútímalegri matur eins og sam- lokur og fleira. Víkingafjör á Eiríksstöðum Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Pétur Guðsteinsson, Reynir Guðbrandsson og Bjarnheiður Jóhannsdóttir í fullum skrúða utan við tilgátubæinn. Það verður hátíðarstemning um Jónsmessuna. MYND/SUNNEFA ÞÓRARINSDÓTTIR Nýir aðilar hafa tekið við rekstri á Eiríksstöðum í Haukadal og bjóða upp á ýms- ar nýjungar. Gestir sem koma á Eiríksstaði geta fræðst um Eirík rauða og Leif heppna og lært um lífshætti á víkingaöld. „Við sýnum hvernig vopnin litu út. Tölum um hvernig leikir voru stundaðir, hvernig matur var borðaður og svo fram- vegis. Að sjálfsögðu segjum við líka frá því hvernig var að búa í svona húsi eins og tilgátuhúsinu,“ segir Bjarnheiður. „Þetta er svona skemmtimenntun. Fólk lærir og skemmtir sér um leið. Það er fullt af góðum tækifærum til að taka myndir, eins og til dæmis þegar fólk skellir sér í hringabrynjuna sem við erum með hérna.“ Um Jónsmessuna verður hátíðar- stemning á Eiríksstöðum. Þá verður opið til klukkan 19.00 og meðal annars hægt að fá sér vöfflur og rjóma. Það verður hægt að æfa sig í bogfimi og fólk getur lært að spila hnefatafl. „Þeir sem koma í víkinga- búningi geta fengið leiðsögn á hálfvirði. Það verður gaman að sjá hvort einhverjir koma í búningi,“ segir Bjarnheiður. „Við ætlum líka að leyfa krökkum að máta föt og hjálma og prófa vopnin. Þetta eru eftirlík- ingar af vopnum, ekkert beitt eða hættulegt. Stefnan er að vera með skemmtilega fjölskyldustemningu þessa helgi.“ Síðustu helgina í ágúst er áformað að halda Víkingahátíð á Eiríksstöðum. Dagskráin er enn í mótun en Bjarnheiður segir að von sé á sérfræðingum, íslenskum og erlendum, sem ætla að prófa að búa til járn á sama hátt og víkingarnir. „Þeir ætla að reyna að finna út hvernig járn var búið til á Íslandi. Við vitum að það var búið til, en við vitum ekki hvernig. Það voru sennilega notaðir einhvers konar torfofnar. Kannski var notaður íslenskur leir. Við vitum það ekki. Við ætlum að gera tilraunir með þetta. Þetta verður mikið járn- gerðarævintýri.“ Þegar leiðsögn um Eiríksstaði verður lokað yfir vetrartímann er stefnan að bjóða hópum að koma á staðinn. „Við erum með allskyns hugmyndir. Það eru til dæmis mjög margir að spila spunaspil. Þetta er frábært umhverfi fyrir slíkt. Við erum með torfhús og langeld. Það væri gaman að geta boðið spila- hópum að koma hingað og búa til stemningu og rétt andrúmsloft fyrir flottan leik,“ segir Bjarn- heiður. „Eins er á dagskrá að taka á móti fólki í norðurljósaferðir. Okkur hefur jafnvel dottið í hug að bjóða fólki að vera á staðnum yfir nótt. Við höfum velt ýmsum möguleikum fyrir okkur.“ Save the Children á Íslandi Job.is GLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Þú finnur draumastarfið á 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 B -2 6 2 4 2 3 3 B -2 4 E 8 2 3 3 B -2 3 A C 2 3 3 B -2 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.