Ófeigur - 15.12.1951, Síða 2
2
ÓFEIGUR
heitir andstæðingar að slíðra gömul baráttusverð og
snúa bökum saman móti sameiginlegri hættu. Fáir
skildu þá réttmæti þessarar stefnu. Sjö árum síðar
mynduðu kommúnistar opinberan byltingarflokk. Ég
útskýrði þá rækilega línuna frá 1923, í Tímanum og
Samvinnunni. Allur almenningur skildi mál mitt, en
liðsoddar flokkanna ekki. Á næstu árum gengu fimm
af núverandi ráðherrum í fóstbræðralag við bolsivika
á tvennum þýðingarmiklum vígstöðvum. Eysteinn, Her-
mann og Steingrímur afhentu bolsivikum alla sam-
vinnumöguleika í verzlun hér í bænum. Að loknu þessu
óhappastarfi ráku bolsivikar alla þessa velgerðarmenn
sína öfuga út úr því kaupfélagi, sem þeir höfðu afhent
sínum verstu andstæðingum. Um sama leyti léðu Ólaf-
ur og Bjarni mestallt verkamannafylgi Mbl.manna í
kaupavinnu til bolsivika, í því skyni, að brjóta niður
fylgi alþýðuflokksins í verklýðsfélögunum. Með þess-
um hætti var byltingarliðinu fengið raunverulegt al-
ræðisvald í verklýðs og kaupgjaldsmálum. Kommúnist-
ar kvöddu ekki þessa velgerðarmenn með kossi eða
handabandi, heldur réðust þeir með ótíndan skríl inn í
flokksheimili Sjálfstæðismanna og gerðu sig líklega til
að endurtaka Sauðafellsför Vatnsfirðinga, undir nútíma-
kringumstæðum. Þegar gengið var út úr húsinu, var
beinlínis setið um líf aðalforingja Sjálfstæðismanna.
Þrátt fyrir þessar hörmungar, og fleiri hliðstæðar,
héldu liðsoddar þessara flokka, sem fengið höfðu ó-
mjúka reynslu af byltingarliðinu, áfram stöðugri við-
leitni til að setja bolsivika til æðstu valda í landinu
og fá að vera þar með þeim í valdasætum. Tveir af
borgaraflokkunum tóku þátt í landstjórninni með bolsi-
vikum. Þriðji flokkurinn sendi öllum almenningi ýtar-
lega skilagrein um þann sorglega atburð, að ekki hefði
tekizt að fá Einar og Brynjólf með Framsókn í „rót-
tæka umbótastjórn."
Nú kveður mjög við annan tón. Allir þessir flokks-
leiðtogar og meginhluti af öllum borgurum í landinu
segja nú opinberlega á strætum og gatnamótum, að
bolsivikar séu ekki viðtalshæfir, að þeir séu reiðubún-
ir að svíkja föðurlandið, hvenær sem tækifæri gefist.
Seinast er byrjað að breyta skipulagi Alþingis, til þess
að þaðan berist ekki þýðingarmikil vitneskja til and-