Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 6

Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 6
6 ÓFEIGUR af stórblöðum landsins í té vitneskju um að hann sé ekki kommúnisti, hvorki með Stalin eða Tito. Hins- vegar nefnir hann nafnkunnugt enskt blað, „New States- man“, er hann telur vera sér að skapi. Það blað er eiginlega við hæfi Sigurðar Jónassonar þegar hann er hvorki krati eða Framsóknarmaður, heldur mitt á milli flokkanna. Eftir þessu er Laxness algerlega horf- inn frá byltingarstarfseminni og orðinn borgaraleg- ur og frjálslyndur. Þetta er eftirsóknarverð breyting á skáldinu, frá því er hann ritaði Gerska ævintýrið, rétt fyrir stríðið. Lýsti hann þar með velvild slátrun þeirra bolsvíkinga, sem framkvæmt höfðu byltinguna en stóðu í vegi fyrir valdhöfum, sem síðar voru komn- ir í leikinn og vildu fórna mönnum, sem þeim þóttu vera í vegi fyrir sér. Ber Gerska æfintýrið glöggan vitnisburð um þá hættu, sem dugandi menn lenda í, að því er snertir vitsmuni og manndóm, ef þeir nálgast blóðvöll einræðisríkjanna. * Laxness er um suma eiginleika framar öllum þorra skálda eins og Islendingar hafa kynnzt þeim. Hann fer skynsamlega með vín og peninga. Meðan allt óð hér á súðum í allsherjarbandalagi borgara og bolsivika, var eingöngu hagur að láta líta á sig sem vin Rússa. Þá var kjörorð núverandi liðsodda í íslenzkum stjórnmál- um, að ekki væri hægt að stjórna landinu nema með bolsivikum. Nú er þetta gerbreytt. Rússland borgar lítið fyrir skáldverk, sem þýdd eru á tungu bolsivika. Ameríka hefur borgað bezt, en þangað má enginn koma, sem hefur rauðflekkótta sál. Laxness getur ef til vill unnið verðlaun vestanhafs í annað sinn, en fær ekki að nota peninga sína í landinu, og flutningur fjármagns að vestan bundinn annmörkum, eins og reynslan sýnir. Svíar, sem ráða yfir Nobelsverðlaununum, óttast enga þjóð eins og Rússa og enga stefnu eins og bolsivism- ann. Á íslandi gera borgararnir sig líklega til að úti- loka kommúnista frá þátttöku eða forræði í félags- málum. * Það er mikill ávinningur fyrir Laxness og íslenzkar bókmenntir, ef þessi rithöfundur snýr nú af þeim veg- um, sem orðið hafa frægð hans og þroska jafn ógiftu- drjúgir eins og glíma Grettis við Glám með eftirfylgj-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.