Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 7
ÖFEIGUR
7
andi álögum draugsins. Má Laxness vel vita, að þeir
menn voru honum hollir, sem ráðlögðu honum að rjála
ekki við bolsivismann og kúgunarkerfi hans. Hinsveg-
ar var mjög misráðið, að lesa ekki bækur þessa höf-
undar meir en gert var hin síðari ár. Hæfileikar hans
eru svo ótvíræðir, að menn geta jafnvel lesið léttilega
um saltfisk, sem búið er að breyta í fiðlu eða um guð-
inn ,,brilljantin“ af því að neistar eru innan um hraun-
grjótið. Munu menn bíða í nokkurri óvissu eftir þeim
degi þegar næsta bók kemur frá bóndanum í Gljúfra-
steini, því að um skáld getur hæglega brugðið til beggja
vona um staðfestu á vegum bókmenntanna.
*
Ég brá einum af góðvinum Hermanns Jónassonar
á einmæli á götunni og bað hann að tilgreina eitthvert
þjóðmál, sem Hermann hefði haft áhuga fyrir og kom-
ið í framkvæmd. Maðurinn hikaði um stund, til að leita
í forðabúrum iífsreynslunnar. Að lokum rauf hann
þögnina með þessum orðum: ,,Ég held að hann hafi
haft áhuga fyrir Garðyrkjuskólanum“. „Hart er að
leggja hönd á lamb fátæka mannsins,“ svaraði ég, ,,en
fleira verður að gera heldur en gott þykir“. Útskýrði
ég þá fyrir manninum, að Sigurður Einarsson hefði
fyrst hreyft málinu á þingi. Síðan hefðu Framsóknar-
menn tekið hugmyndina og sett um hana löggjöf. Var
þá valin skólajörð, sem ég hafði keypt, þótt fast væri
lagt á móti. Skólinn fékk þá jörð til umráða og þau
hús bæði fyrir menn og búpening, sem ég hafði látið
reisa á staðnum í almanna þágu. Nú vantaði heppi-
legan forstöðumann. Ég var um þetta leyti á ferð í
Svíþjóð, en brá mér til Kaupmannahafnar, til að hitta
ungan garðyrkjufræðing úr Húnavatnssýslu, sem vel
var af látið af kunnugum mönnum. Ég hitti Unnstein
Ólafsson, leizt vel á hann og flutti svo málið að hann
varð skólastjóri. Á þeim árum, sem liðin eru síðan,
hefur hann gert skólann að fyrirmyndarstofnun. Má
af þessu álykta, að lítið muni vera um framkvæmdir
Hermanns í þágu almennings, úr því að svo mjög þurfti
að seilast um öxl til lokunnar eftir persónulegum frama-
verkum hans. Átti þó í hlut greindur maður, sem er
nauðakunnugur stjórnmálaferli Hermanns.
Þeagr Unnsteinn Ólafsson var fluttur inn í skólann
á Reykjum, vildi Hermann tjalda því sem til var og