Ófeigur - 15.12.1951, Page 11

Ófeigur - 15.12.1951, Page 11
ÖFEIGUR 11 þjónum réttvísinnar í skrifstofu sinni. Þurfi hann að hafa nokkum viðbúnað: Vitni, lögfræðing, stálþráð og ljósmyndara. Lét bæjarfógeti sér þetta vel líka, eftir atvikum. Næsta dag kemur bæjarfógeti á skrifstofu Helga, og er þá í fylgd með honum Franz, aðalendurskoðandi stórdómarans, og fleiri heldri menn. Byrjuðu nú orða- skipti helzt milli Helga og endurskoðenda. Viðbúnaður var viðunandi. Örugg vitni voru á staðnum, ljósmynd- arinn og lögfræðin. Hinsvegar bilaði stálþráðurinn og tókst ekki að geyma orðaskiptin, eins og til var ætlazt. Helgi lét í ljós efa um hæfni endurskoðandans til að gegna þessu vandasama starfi, þar sem hann hefði í vetur játað fyrir rétti, í sambandi við kæru hótel- þernunnar á hendur einum þjóni réttvísinnar, að hann hefði þá á vissu tímabili í Eyjum ekki vit- að, hvort hann hefði farið milli húsa í vagni eða fótgangandi. Bæjarfógetinn setti nú rétt og bað Franz að skila plöggum Helga úr vörzlu réttvísinnar. Þá kom Ijósmyndarinn til skjalanna og tók mynd af söfnuðinum. Ber þar mest á aðalmönnunum, Helga og Franz. Er endurskoðarinn á þeirri mynd því líkastur, sem gera má ráð fyrir að Gissur Þorvaldsson hafi lit- ið út þegar hann þeisti yfir grundirnar við Héraðs- vötn til að hitta Sturlunga á Örlygsstöðum. Á næstu mynd er leiksviðið breytt. Þá er Franz orðinn likastur Kristjáni II. á hinu fræga málverki, þar sem hann gengur boginn og bældur kringum steinborðið, eftir 20 ára vist innan múra. Helgi kaup- maður er hinsvegar undrandi og spyrjandi. Franz hafði fyrst játað, að hann skilaði ekki nema litlum hluta bókhaldsins, því að meginhlutinn væri enn til athug- imar hjá þeim stóru í Reykjavík. Helgi krafðist, að hverju blaði væri flett í bókunum og öll fylgiskjöl tal- in. En þá nálgaðist það augnablik þegar svipur Giss- urar hvarf af endurskoðaranum. Nú kom í ljós, honum til skelfingar, að víða höfðu blöð tapazt úr löggiltum bókum og mörg af fylgiskjölunum fyrirfundust ekki. Lýsti Helgi nú hátíðlega yfir sök á hendur endur- skoðendunum og réttvísinni fyrir allt ferðalag þeirra með viðskiptabækur hans og þá ekki síður fyrir þá gálausu meðferð, sem verið hafði á þessum atvinnu-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.