Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 15
ÖFEIGUR
15
ur draumfarir harðar. Kommúnistinn vekur stall-
bróður sinn og spyr hverju sæti tröllskapur hans um
nætur. Jón varpar mæðilega öndinni og cegir að sér
hafi birzt í draumi dís úr Austurheimi og sagt í vand-
lætingarróm: „Þið farið óvarlega, ungir sveinar. Hafið
lagt út í innrás til Eyja, sem jafnvel stórdómarinn
telur vera voðaferð nema með ærnum liðsfjölda.
Hafið þið haft í frammi ofstopa og stórmæli við þann
jarl eyjanna, sem nú nýtur þar einna mestrar hylli,
en ekki gætt skynsamlegrar varúðar. Vita skuluð þið,
að nú bíða 12 skjaldmeyjar, svo sterkar og vígfimar,
að enginn karlmaður getur þreytt við þær jafnræðis-
leik. Hafa þær bundizt samtökum um að grípa ykkur
tvo og skíra ykkur karlmennskuskírn framan við höfuð-
bryggju staðarins. Segjast þær vilja venja kögursveina
úr Reykjavík af óþörfum komum til Eyja. Megi þeir
vita, að bræður þeirra og unnustar muni ekki auðsótt-
ir ef kvenmannsvæflur geti hreinsað svo rausnarlega
frá sínum dyrum.“
„Ekki er mark að draumum," sagði bolsivikinn.
„Mundi ég lítt duga við framkvæmd byltinga, ef ég léti
ofsjónir hræða mig í mannraunum." Sagði hann, að
kratar skýldu aldrei þrífast, og væru þessháttar menn
varla til annars hæfir en að aka bifreiðum fram á
miðjar nætur kringum Austurvöll. Dró nú til fulls
fjandskapar milli sendimanna út af draumnum. Sím-
aði kratinn til meginstöðva verðlagseftirlitsins og bað
yfirmenn sína að skakka leikinn, því að kommúnistinn
væri í uppreist móti sér og sjálfri réttargæzlunni.
Nú kom til skjalanna ósýnilegur valdsmaður í Reykja-
vík, sem stóð fyrir herhlaupinu. Hann sá, að ekki mátti
við svo búið standa, þar sem uppreist var í liðinu og
erfiðar spásagnir um málalokin. Var nú fenginn nýr
maður til að koma á stundarfriði og bjarga lið-
inu heim til Reykjavíkur með fullri sæmd og fá
frið í Eyjum. Varð fyrir vali í þessa sendiför mið-
aldra maður með heppilega æfingu í lífverði Jóns Bald-
vinssonar. Þegar hann kemur á vettvang, er allt í upp-
námi í Eyjum. Helgi kaupmaður búinn til varnar.
Endurskoðendur í vígahug hvor móti öðrum. Annar
hræddur við drauminn, en báðir við stórdómarann.
Sendimaður boðaði frið. Helgi telur fyrsta skilyrði fyr-