Ófeigur - 15.12.1951, Síða 16
16
ÓFEIGUR
I
ir að hann samþykki vopnahlé, að endurskoðendur leggi
fram gögn og skilríki um meintar sakargiftir. Kom þá
í ljós, að þeir höfðu ekkert umboð, en góðar fyrirbænir
háttsettra manna í Reykjavík. Hinsvegar lögðu þeir nú
fram kærubréfið. Hafði Páll jarlsefni grun um að Helgi
Benediktsson hefði selt þrjá hluti með uppsprengri á-
lagningu. Allir tilheyrðu þessir hlutir útgerð. Minnsti
hluturinn kostaði 3 krónur, annar 5 kr. og hinn þriðji
80 krónur. Þegar sáttasemjarinn hafði litið á kæru-
skjalið, leið yfir varir honum hið milda og góðlátlega
hæðisbros sem einkenndi Jón Baldvinsson og lífvörð
hans, en Helgi hló samskonar hlátri og Þór, þegar hann
náði aftur hamri sínum frá þursum. Sáttasemjarinn
sneri sér nú að ungmennunum og kvað draumkonuna
austurlenzku hafa verið helzt til sannspáa. Skyldu þeir
félagarnir hætta öllum ófriði í Eyjum og heimskuleg-
um innbyrðis metingi, borga gistivinum sínum mat og
næturgreiða, kaupa síðan far með fyrstu flugvél til
meginlandsms og láta sem allra fæsta vita um erindis-
rekstur þeirra í þágu laga og réttarfars. Hurfu sendi-
menn nú til föðurhúsanna, og þótti þeirra för hafa
farið eftir málefnum.
Heimsókn sáttasemjara varð Eyjarbúum verulegt
undrunarefni. f mörg ár höfðu víkingarnir milli hinna
fögru kletta sjaldan séð svo vitran og tillögugóðan
handhafa hins virðulega ríkisvalds. Hann virtist vera
vel greindur og kunni alla siði menntaðra manna,
réttlátur og hófsamur í allri framkomu. Þegar al-
menningi var ljóst, að þessi sendimaður hafði viðstöðu-
laust lagt fram kæru Páls Þorbjarnarsonar og ekki
komið til hugar að sópa öllum viðskiptabókum Helga
ofan úr hillum, eins og þegar ámokstursvél fyllir vega-
gerðarbíl með sandi, þá vakti þessi menningarvottur
óskipta aðdáun. Vestmannaeyingum fannst allt í einu
að ný og áður lítið þekkt réttlætissól væri að gera
sig líklega til að senda geisla sína til fólksins, sem býr
í skjóli við Heimaklett.
*
Nokkur óánægja varð hjá sumum merkum Vest-
mannaeyingum út af þeim framslætti í Ófeigi, að Magn-
ús Torfason og Gunnar, fyrsti jarl í Eyjum, mundu
hittast á himnum og jafna þar sín deilumál. Allir